Hindberjakaka með aðeins 5 hráefnum!

Hindberjakaka með aðeins 5 hráefnum!

Mikið tekur september vel á móti okkur, með fallegasta haustveðri sem hugsast getur. Haustið hefur alltaf heillað mig, með sínum fallegu litum í náttúrunni og haustloftinu sem er svo brakandi ferskt. Síðan er það rútínan sem á svo vel við mig, þegar skólarnir byrja hjá krökkunum og allt fer í gang. Grillkvöldum er skipt út fyrir súpur og hægeldaða pottrétti og ég tek þessu öllu fagnandi.

Hindberjakaka með aðeins 5 hráefnum!

Um helgina mun ég ekki bjóða upp á hægeldaðan haustmat heldur hafa strákarnir óskað eftir mexíkóskri kjúklingasúpu annað kvöld á laugardagskvöldinu er ég að fara á árshátíð. Þá munu krakkarnir eflaust borða lasagna sem ég á í frystinum. Ég bauð þó upp á dásamlega hindberjaköku í eftirrétt um daginn sem ég ætla að baka aftur núna um helgina. Kakan er súpereinföld, með bara 5 hráefnum og tekur enga stund að gera. Stundum er það einfalda bara best. Kakan á að vera aðeins blaut í sér og kanturinn seigur, passið því að ofbaka hana ekki. Ég bar kökuna fram heita með vanilluís sem var svakalega gott, en léttþeyttur rjómi fer eflaust líka stórvel með.

Hindberjakaka með aðeins 5 hráefnum!

Hindberjakaka (uppskrift frá Hembakat)

  • 2 egg
  • 3 dl sykur
  • 3 dl hveiti
  • 100 g smjör, brætt
  • 2-3 dl hindber, fersk eða frosin

Hitið ofninn í 180°. Hrærið egg og sykur ljóst og létt. Bætið hveiti og bræddu smjöri saman við og hrærið blöndunni varlega saman í deig. Setjið deigið í smelluform (23-24 cm) sem hefur verið smurt eða klætt með bökunarpappír. Setjið hindberin yfir deigið og stráið smá sykri yfir. Bakið í miðjum ofni í 45 mínútur.

Hindberjakaka með aðeins 5 hráefnum!Hindberjakaka með aðeins 5 hráefnum!Hindberjakaka með aðeins 5 hráefnum!Hindberjakaka með aðeins 5 hráefnum!

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s