Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma

Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma

Ég hef eflaust oft skrifað hér að súkkulaðimús sé uppáhalds eftirréttur strákanna. Gunnar gæti lifað á henni og fengi hann að ráða þá væri súkkulaðimús í eftirrétt á hverju kvöldi. Eftir að hafa prófað óteljandi uppskriftir þá er þessi sú sem stendur upp úr. Ég held mér orðið alfarið við hana en passa að hafa rjómann bara léttþeyttann. Það þykir mér gera músina sérlega góða. Ég ber súkkulaðimúsina alltaf fram með berjum en í gærkvöldi ákvað ég að poppa hlutina upp.

Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma

Fyrir utan að gera gömlu góðu súkkulaðimúsina þeytti ég rjóma sem ég sætti aðeins og muldi Oreo kex. Þetta setti ég síðan á víxl í skálar og úr varð þessi fíni eftirréttur sem er óhætt að segja að sló í gegn!

Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma (uppskrift fyrir 5)

Það sem þarf er:

Gerið súkkulaðimús (uppskriftin sem ég linka á er einföld og góð!) og leggið til hliðar.

Þeytið rjóma og flórsykur saman og leggið til hliðar.

Myljið Oreo kexið í matvinnsluvél eða með öðrum hætti.

Setjið súkkulaðimús í botn á glasi eða skál, rjóma yfir og síðan Oreo mulning. Setjið síðan annað lag af súkkulaðimús, rjóma yfir og endið á Oreo. Geymið í ísskáp þar til borið fram.

Ein athugasemd á “Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s