Núðlur með kjúklingi í tælenskri hnetusósu

Á morgun er föstudagur og helgarfríið því rétt handan við hornið. Þó að þessi fyrsta vinnuvika eftir sumarfrí hefur flogið frá mér þykir mér ósköp notaleg tilhugsun að geta sofið út og slappað af yfir helgina. Við erum ekki með nein plön og því vonandi róleg helgi framundan.

Ég hef hugsað mér að elda þessa núðlusúpu annað kvöld en ætla hins vegar að gefa ykkur uppskrift af æðislegum núðlurétti núna, sem mér þykir passa vel sem helgarmatur. Sósan er svo góð að það væri nánast hægt að bera hana eintóma fram með skeið og segja gjörið svo vel!

Núðlur með kjúklingi í tælenskri hnetusósu

  • 700 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 dós kókosmjólk (400 ml)
  • 3 tsk rautt tælenskt karrýpaste
  • 3 msk hnetusmjör
  • 1 msk fiskisósa
  • 1-2 klípur maldonsalt
  • 1 kjúklingateningur
  • 1-2 tsk sykur
  • safi úr 1 lime
  • 400 g hrísgrónanúðlur (400 g)
  • vorlaukur, skorinn í sneiðar
  • salthnetur, hakkaðar
  • kóriander
  • auka lime

Hitið vatn að suðu í rúmgóðum potti og setjið kjúklinginn í sjóðandi vatnið. Látið kjúklinginn sjóða við vægan hita í 13 mínútur.

Sjóðið núðlurnar í öðrum potti, samkvæmt leiðbeiningum.

Á meðan kjúklingurinn sýður er sósan undirbúin. Hrærið saman kókosmjólk, rautt karrýpaste, hnetusmjör, fiskisósu og safa úr einu lime í skál og leggið til hliðar.

Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann tekinn úr pottinum og skorinn í bita. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn léttilega. Hellið sósunni yfir, bætið kjúklingateningi og sykri úr í. Látið sjóða aðeins saman og smakkið til með maldonsalti.

Setjið núðlur í botninn á skál og hellið kjúklingnum með sósu yfir. Berið fram með hökkuðum salthnetum, vorlauk, kóriander og limesneiðum.

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s