Humar með eplarjómasósu

Eins og fram hefur komið var ég með humarforrétt á gamlárskvöld. Þennan rétt smakkaði ég fyrst hjá Ernu vinkonu minni fyrir mörgum árum og kolféll fyrir honum. Sósan er himnesk! Uppskriftin kemur úr Veislubók Hagkaups (eftir matreiðslumeistara Argentínu-steikhúss) og ég hef greinilega eldað þennan rétt oftar en ég vil kannast við, því bókin hangir saman á lyginni og blaðsíðan með humaruppskriftinni er laus í henni.

Í uppskriftinni er talað um að nota súputening frá Maggi (eru þeir ennþá til?) en ég nota grænmetistening frá Knorr í staðin. Síðan á að bera réttinn fram með grófu brauði en ég hef alltaf borið hann fram á ristuðu fransbrauði, eins og Erna gerir. Þá rista ég brauðið, sker það i tvennt þannig að brauðsneiðin myndi tvo þríhyrninga og set svo réttinn yfir brauðsneiðina. Ég skreyti síðan réttinn með steinselju en ég hafi hreinlega gleymt að kaupa hana núna. Það kom þó ekki að sök. Þetta er svo brjálæðislega gott að það fengu sér allir aftur á diskinn og Jakob matgæðingurinn minn fékk sér þrjá diska og bræðurnir fengu sér síðan afganginn í morgunmat daginn eftir. Það er ekki lélegt að byrja árið með humarmorgunverði!

Humar með eplarjómasósu (fyrir 6)

  • 500 g skelflettur humar
  • 2 gul epli
  • 50 g smjör

Sósa:

  • 2 skalottlaukar, litlir
  • 1 dl hvítvín
  • 2,5 dl rjómi
  • 1 tsk dijon sinnep
  • 1/2 stk fiskikraftur (teningur frá Knorr)
  • 1/2 – 1 grænmetisteningur frá Knorr
  • salt og pipar
  • sósujafnari

Byrjið á sósunni. Saxið laukinn og steikið glæran í olíu á pönnu (passið að hafa hitann ekki of háan, ég nota stillingu 5 af 9). Bætið hvítvíni og rjóma saman við og sjóðið við vægan hita í 5 mínútur. Þykkið ögn með sósujafnara. Bragðbætið með súputeningi, salti, pipar og sinnepi.

Afhýðið og kjarnhreinsið eplin og skerið í smáa teninga. Bræðið smjörið á pönnu og steikið humarinn ásamt eplunum í 1-2 mínútur. Hellið sósunni á pönnuna og látið sjóða í 1 mínútu. Berið strax fram.

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

2 athugasemdir á “Humar með eplarjómasósu

  1. Guðdómlegur réttur 😋😋😋😋 höfðum þennan forétt á Gamlárskvöld og það voru allir að missa sig yfir honum. Allir fengu sér tvisvar á diskinn fullorðnir og börn😊 Sumir sögðu að þetta væri BESTI humarréttur sem þau höfðu smakkað og aðrir sögðu að þeir gætu borðað þetta í aðalrétt 😁 Svo þvílik flott umsögn um þennan rétt

Færðu inn athugasemd við Gígja Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s