Crépes með nutellamús

Ég hef í gegnum tíðina eignast svo mikið af matreiðslubókum að ég hef varla pláss fyrir fleiri. Ég reyni því að sitja á mér og kaupa ekki fleiri bækur en það er erfitt þegar það koma svo margar áhugaverðar út á hverju ári. Ég get skoðað þær endalaust en er því miður ekki jafn dugleg að nota uppskriftirnar. Það koma þó stundir sem ég tek mig á og þá gerast oft spennadi hlutir í eldhúsinu.

Fyrir jólin 2016 pantaði ég mér nokkrar bækur á netinu. Ég var búin að setja allt of margar bækur í körfu og endaði á að skilja matreiðslubækurnar eftir og kaupa frekar skáldsögur til að hafa yfir jólin. Malín stalst hins vegar í tölvuna mína þegar ég sá ekki til og sá hvaða bækur ég hafði skilið eftir í körfunni og pantaði þær. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég opnaði jólagjöfina frá henni og sá matreiðslubækurnar sem mig hafði langað  svo í en ekki pantað. Það sem ég var glöð!

Það gerðist svo núna, rétt rúmu ári síðar, að ég lét verða af því að gera eftirrétt úr einni bókinni, Pernillas Kök.. Eftir að hafa lesið bókina fram og til baka og í marga hringi varð crépes með nutellamús fyrir valinu. Þetta var svo brjálæðislega gott að það náði engri átt! Þetta skuluð þið prófa.

Crépes með nutellamús (uppskrift fyrir 4)

Crepes

 • 2 dl hveiti
 • 3 dl mjólk
 • 2 egg
 • 1/2 tsk salt
 • 1 tsk sykur
 • smjör til að steikja úr

Nutellamús

 • 1 dl nutella
 • 2 dl rjómi

Skraut

 • fersk ber
 • súkkulaðisósa
 • grófhakkaðar, ristaðar heslihnetur (ég sleppti þeim)

Setjið hveiti og mjólk í skál og hrærið saman. Hrærið eggjunum saman við og að lokum sykri og salti. Hrærið þar til deigið er slétt. Látið deigið standa í smá stund áður en pönnukökurnar eru steiktar. Bræðið smá smjör á pönnukökupönnu fyrir hverja pönnuköku og steikið þær gylltar á báðum hliðum. Leggið þær til hliðar og látið kólna.

Setjið nutella í skál með 1 dl af rjóma. Hrærið með handþeytara eða í hræivél þar til blandan hefur myndað slétta og loftkennda mús. Þeytið það sem eftir var af rjómanum í annarri skál og blandið svo varlega saman við nutellamúsina.

Fyllið pönnukökurnar með nutellamúsinni. Brjótið þær saman og setjið fersk ber, hakkaðar hnetur og súkkulaðisósu yfir.

 

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s