Tacopizzubaka

Tacopizzubaka Mér þykir alltaf jafn leiðinlegt þegar það líður svona langt á milli bloggfærslna. Undanfarnir dagar hafa satt að segja þotið hjá og ég veit varla í hvað tíminn er að fara. Ég hef bara verið upptekin við að dekra við sjálfa mig. Fara í kvöldgöngur og baka súkkulaðikökur með kvöldkaffinu. Ég hef líka gert ýmislegt gott í eldhúsinu og uppskriftirnar bíða eftir að komast hingað inn. Tacopizzubaka Tacopizzubaka Á morgun er föstudagur og helgarfrí framundan. Ég ætla því að gefa uppskrift af einföldum, fljólegum en umfram allt góðum föstudagsmat, tacopizzuböku. Það kann að hljóma sem vesenisréttur en er það svo sannarlega ekki. Sé pizzadeigið keypt tilbúið þá þarf lítið annað að gera en að steikja hakkið og raða þessu saman. Ef þið nennið ekki að hakka lauk þá sleppið þið honum. Ef þið eruð í stuði til að hakka meira, bætið við papriku! Þetta er súpereinfalt og æðislega gott. Ekta föstudagsmatur! Tacopizzubaka   Tacopizzubaka

  • pizzadeig (keypt virkar stórvel)
  • 500 g nautahakk
  • 1 poki tacokrydd
  • 1/2 laukur, hakkaður
  • 1-2 tómatar, skornir í sneiðar
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1-2 tsk paprikukrydd
  • vel af chili explosion kryddi (verið óhrædd, það er ekki sterkt!)
  • rifinn ostur

Steikið nautahakkið með hökkuðum lauki í smá smjöri. Kryddið með tacokryddinu og hellið smá vatni yfir (1/2-1 dl). Steikið áfram þar til vatnið er horfið.

Kryddið sýrða rjómann með paprikukryddi og chili explosion.

Fletjið pizzadeigið út og setjið í smurt smelluform. Látið deigið ná vel upp hliðarnar. Setjið nautahakkið yfir pizzadeigið, raðið tómatsneiðum yfir og setjið sýrða rjómann yfir tómatana. Stráið rifnum osti yfir og leggið pizzadeigið yfir ostinn meðfram kanntinum. Bakið við 200° í 20-25 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og fengið fallegan lit.

Berið fram með sýrðum rjóma, salati og nachos.

 

10 athugasemdir á “Tacopizzubaka

Færðu inn athugasemd