Kjúklingur í mildri chili-rjómasósu með krumpuðum kartöflum

Við enduðum helgina með þessum góða kjúklingarétti og krumpuðum kartöflum. Það þarf ekki að hafa mikið fyrir þessum mat og hann var því algjörlega í takt við helgina hjá okkur.

Sósan í þessum kjúklingarétti er æðislega góð og það er kjörið að bera hann fram með pasta eða hrísgrjónum. Mig langaði hins vegar svo mikið í kartöflur og þar sem ég átti fullan poka af þeim urðu þær fyrir valinu í þetta sinn. Þær verða stórgóðar við þessa meðferð, að kremja þær eftir að þær hafa verið soðnar, setja olíu og krydd yfir og leyfa þeim að fá fallegan lit í ofninum. Okkur þótti æði að dýfa þeim í sósuna og hættum ekki fyrr þær voru allar búnar.

Kjúklingur í mildri chili-rjómasósu

  • 900 gr kjúklingabringur
  • paprikukrydd
  • salt
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1 lítill peli rjómi
  • 1-2 kjúklingateningar
  •  1 tsk sambal oelek (fæst t.d. í Bónus, sjá mynd hér að neðan)
  • 2-3 msk chilisósa (t.d. frá Heinz, ekki sweet chilli sósa)
  • salt og pipar
  • ca 2 dl rifinn ostur

Krumpaðar kartöflur

  • kartöflur
  • ólívuolía eða önnur olía
  • salt og jurtakrydd

Hitið ofninn í 200°. Sjóðið kartöflurnar með hýðinu. Skerið bringurnar í tvennt eða þrennt og leggið í eldfast mót. Kryddið með paprikukryddi og salti.

Hrærið saman í potti rjóma, sýrðum rjóma, kjúklingakrafti, chilisósu og sambal oelek og látið suðuna koma upp. Smakkið til með salti og pipar. Hellið heitri sósunni yfir kjúklinginn og setjið í ofninn í ca 20 mínútur. Stráið þá osti yfir réttinn og eldið áfram í ca 15-20 mínútur.

Þegar kartöflurnar eru soðnar er vatninu hellt af og þær lagðar á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Þrýstið á kartöflurnar (ég nota botn á glasi til þess), penslið þær með olíu og kryddið með salti og jurtakryddi. Setjið kartöflurnar í ofninn þar til þær hafa fengið fallegan lit.

6 athugasemdir á “Kjúklingur í mildri chili-rjómasósu með krumpuðum kartöflum

  1. Það verða allir að prófa þennan rétt, hann er alveg yndislega góður, takk fyrir þessa dásamlegu uppskrift þetta verður eldað aftur og aftur.

  2. Get maelt m tessu- eldast eins og skot og alltaf gott ad geta haft mat inni ofni og gert salat og svona a medan og gengid fra i eldhusinu— og var hrikalega gott- Brynja bordadi e endanum fullt af tessu lika— nu tarf eg finna eh til ad elda ur kjuklingi f morgundaginn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s