Franskt makkarónunámskeið hjá Salt eldhúsi og einfalt pylsupasta

Þessi vika hefur verið ein sú annasamasta í langan tíma en jafnframt æðislega skemmtileg. Ég fór á þriðjudaginn á frábært makkarónunámskeið hjá Salt eldhúsi. Ég var búin að heyra góðar sögur af því og fór full af tilhlökkun og spennu. Námskeiðið er haldið í fallegu bakhúsi á Laugarveginum og um leið og ég gekk inn vissi ég að kvöldið ætti eftir að vera gott. Okkur var strax boðið upp á kaffi og heimabakaðar sörur og allir fengu uppskriftarmöppu. Síðan var byrjað að baka makkarónurnar og það sem ég naut mín. Ég vildi ekki að kvöldið tæki enda og það hreinlega flaug frá mér. Þegar ég kom heim var ég svo uppnumin og langaði svo til að segja Ögga frá því hversu dásamlegt kvöldið hafði verið en ég gat það ekki. Það er svo erfitt að lýsa svona upplifun, andrúmsloftið var svo notalegt og umhverfið svo fallegt. Ég er enn að hugsa um hvað súpan og heimabakaða brauðið sem boðið var upp á í matarpásunni var gott og bíð spennt eftir að borða makkarónurnar sem eru svo fallegar að ég er alltaf að opna ískápinn bara til að kíkja á þær. Ég er að spara þær til kvöldsins því þá ætlum við Öggi að fá okkur kampavínsglas og makkarónur og ímynda okkur að við séum í París.

Ég sá að nú var að byrja nýtt námskeið fyrir jólin, Jóla-Galdrar. Þar á að búa til konfekt, baka sörur, gera chutney, paté, rauðkál og margt fleira spennandi og ég er þegar búin að skrá mig.  

Þar sem vikan var svona þéttbókuð þá hef ég ekki náð að sinna blogginu eins og ég vil. Núna er ég hins vegar búin að svara þeim spurningum  sem ég hef fengið, bæði í kommentum og á tölvupóstum, og ég vona að ekkert hafi farið framhjá mér. Enn og aftur vil ég þakka allar fallegu kveðjurnar og kommentin, mér þykir svo gaman að heyra frá ykkur og þið gerir bloggið svo skemmtilegt. Þúsund þakkir og takk fyrir mig.

Á öllum þessum handahlaupum hefur lítill tími gefist til dundurs í eldhúsinu. Þessi einfaldi pastaréttur varð til í einum hvelli og öllum þótti mjög góður. Notið þau krydd sem ykkur þykja góð og smakkið til.

Einfalt pylsupasta

 • 10 pylsur
 • 1 laukur
 • 1-2 grænar paprikur
 • 1 dós sýrður rjómi
 • 3 dl matreiðslurjómi
 • krydd lífsins frá Pottagöldrum
 • basil
 • oregano
 • timjan
 • cayenne pipar
 • salt
 • smjör

Skerið pylsur í bita og laukinn smátt. Steikið upp úr smjöri á pönnu. Bætið rjóma og sýrðum rjóma á pönnuna ásamt kryddum. Að lokum er fínhökkaðri papriku bætt út í og látið sjóða þar til hún verður mjúk. Berið fram með pasta.

5 athugasemdir á “Franskt makkarónunámskeið hjá Salt eldhúsi og einfalt pylsupasta

 1. Ohh vildi að ég hefði fattað að þetta varst þú þarna á næsta bás, þá hefði ég nú þakkað þér fyrir að útvega fjölskyldu minni kvöldmatahugmyndir nánast upp á dag síðastliðin mánuð eða svo ! Takk fyrir frábæra síðu. Þetta námskeið var frábært. Nú fer maður bara í að prófa sig áfram með mismunandi bragðtegundir og mastera þessa list :o)

 2. Hæ Svava, mig langar að elda þennan rétt en ég bý í Bretlandi og umbúðirnar oft öðruvísi svo gætir þú sagt mér hvað dósin er stór af sýrða rjómanum og með kryddin, er það bara ca teskeið af öllu? Með fyrirfram þökk, Rakel.

Færðu inn athugasemd við Ásta Guðrún Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s