Tælensk núðlusúpa með kjúklingi og sætum kartöflum

Tælensk núðlusúpa með kjúklingi og sætum kartöflum

Ég veit ekki um neinn sem er jafn hrifinn af núðlusúpum og Jakob. Hann gæti lifað á þeim. Ég er því alltaf á höttunum eftir góðum núðlusúpuuppskriftum og þegar ég rakst á þessa tælensku núðlusúpu á Pinterest um daginn var ég fljót prófa hana.

Tælensk núðlusúpa með kjúklingi og sætum kartöflum

Núðlusúpan var æðisleg! Hún var bragðmikil en ekki sterk, hnetusmjörið gaf gott bragð án þess að vera yfirgnæfandi og fór stórvel með karrýmaukinu. Kóriander og salthnetur settu síðan punktinn yfir i-ið. Útkoman var einstaklega ljúffeng súpa sem sló í gegn við matarborðið. Það eina sem ég vil benda á er að freistast ekki til að setja allan núðlupakkann út í súpuna því þá breytist hún í núðlurétt þegar hún kólnar.

Þessa súpu tekur enga stund að útbúa og hún er því fullkominn föstudagsmatur!

Tælensk núðlusúpa með kjúklingi og sætum kartöflum

Tælensk núðlusúpa með kjúklingi og sætum kartöflum (uppskrift fyrir 4-5)

 • 1 dós kókosmjólk
 • 1/4 bolli rautt karrýmauk (red curry paste). Ég notaði frá Blue dragon.
 • 4 bollar vatn
 • 2 kjúklingateningar
 • 450 g kjúklingabringur eða -lundir, skornar í bita
 • 1 bolli sæt kartafla, afhýdd og skorin í teninga
 • 1/3 bolli hnetusmjör
 • 1 msk tamarind sósa eða 1/4 bolli limesafi
 • 2 msk fiskisósa (fish sauce) eða sojasósa
 • 2 msk púðursykur
 • 1/2 tsk turmerik
 • 1 rauð paprika, skorin í þunnar sneiðar
 • 160 g núðlur (rice noodles)
 • 2 bollar baunaspírur
 • 1/4 bolli ferskt kóriander
 • 1/4 bolli salthnetur
 • vorlaukur, sneiddur

Hitið þykka hlutann sem er efst í kókosmjólkurdósinni í rúmgóðum potti yfir miðlungsháum hita. Bætið karrýmaukinu saman við og látið sjóða saman í um mínútu. Bætið því sem eftir er í kókosmjólkurdósinni saman við ásamt vatni, kjúklingateningum, sætum kartöfluteningum, hnetusmjöri, tamarind sósu, fiskisósu, púðursykri og turmerik. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið sjóða við vægan hita þar til kjúklingurinn er fulleldaður og sætu kartöflurnar mjúkar. Það tekur um 7-10 mínútur, eftir því hvað bitarnir eru stórir. Bætið papriku og núðlum í pottinn og sjóðið þar til núðlurnar eru mjúkar, það tekur um 5 mínútur. Bætið baunaspírum saman við og takið síðan af hitanum.

Berið núðlusúpuna fram með kóriander, hökkuðum salthnetum og vorlauki.

 

7 athugasemdir á “Tælensk núðlusúpa með kjúklingi og sætum kartöflum

 1. þessi var rosalega góð, notaði reyndar gult karrý en efa að það hafi verið síðra 🙂 takk fyrir að deila, nota síðuna þína mikið!

 2. Þessi var prófuð í gær! og gvuð minn almáttugur! tekur við af uppáhalds Mexikósku kjúlla súpunni ! 🙂

 3. Við „hjónin“ elduðum þessa súpu í gær, varð að láta hann smakka á meðan við mölluðum því ég finn ekki mikið bragð (covid-eftirköst) og hann muldraði bara oh my god oh my god, we could sell this (búum í Bretlandi :D) maður verður pakksaddur og sæll, mér var bannað að týna þessari uppskrift, takk fyrir að deila Svava, halloween-kveðjur, Rakel og Paul.

Færðu inn athugasemd við Rakel Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s