Það fór eflaust ekki framhjá neinum að Justin Bieber hélt tónleika í Kórnum hér í Kópavogi fyrir helgi (ja, nema kannski honum sjálfum sem hélt að hann væri staddur í Reykjavík þegar hann heilsaði tónleikagestum). Þar sem við búum í Kórahverfinu og strákarnir ganga í unglingadeild Hörðuvallaskóla, sem er staðsett í sjálfum Kórnum, er óhætt að segja að við vorum með í stuðinu. Krakkarnir skelltu sér á tónleikana en ég hélt mér heima við og bakaði köku sem ég bauð upp á eftir tónleikana.
Og það var engin smá kaka! Mýksta súkkulaðikaka sem hægt er að hugsa sér með mjúku smjörkremi á milli botna. Krakkarnir voru að vonum alsælir þegar þeir komu heim og á móti þeim tók bökunarlykt og nýbökuð súkkulaðikaka stóð á borðinu. Þau voru fljót að skipta yfir í þægilegri föt og koma sér vel fyrir, enda nóg að ræða eftir að hafa loksins barið Bieberinn augum. Ljúfur endir á frábæru kvöldi hjá þeim.
Hershey´s súkkulaðikaka (jább, uppskriftin er aftan á kakóboxinu)
- 2 bollar sykur
- 1 3/4 bolli hveiti
- 3/4 bolli kakó
- 1 ½ tsk. lyftiduft
- 1 ½ tsk matarsódi
- 1 tsk salt
- 2 egg
- 1 bolli mjólk
- ½ bolli olía (ekki ólívuolía)
- 2 tsk vanilludropar
- 1 bolli sjóðandi vatn
Hitið ofninn í 175°. Blandið sykri, hveiti, kakói, lyftidufti, matarsóda og salti saman. Bætið eggjum, mjólk, olíu og vanillu saman við og hrærið vel. Hrærið sjóðandi vatni varlega saman við. Setjið deigið í 2 smurð bökunarform með lausum botni (ég var með þrjú minni form) og bakið í 25-30 mínútur. Látið botnana kólna í 15 mínútur í formunum, takið þá síðan úr formunum og látið þá kólna alveg áður en kremið er sett á.
Smjörkrem
- 12 msk mjúkt smjör
- 5 ½ bolli flórsykur
- 1 bolli kakó
- 2/3 bolli mjólk
- 2 tsk vanilludropar
Jimundur minn! Þessa ætla ég að gera það er alveg á hreinu!😊
Mmmmmm……þessa er ég búin að baka í 20 ár. Ég hætti leitinni að hinni fullkomnu súkkulaðiköku þegar mér áskotnaðist þessi uppskrift! Einstaklega fljótleg, ódýr og ljúffeng!
Langaði að spyrja þig hvort þú mæltir með þessari uppskrift eða þessari hérna: https://ljufmeti.com/2013/02/04/mjuk-amerisk-sukkuladikaka/ ?
Þessi er algjörlega trufluð og úúúúuuffffffff hvað hún er mjúk 😋