Þessi helgi hefur verið svo ljúf og góð. Á föstudagskvöldinu fóru krakkarnir á Justin Bieber tónleikana og á meðan átti ég mjög rólegt kvöld hér heima. Ég dundaði mér í eldhúsinu við að baka köku á milli þess sem ég horfði með öðru auganu á The Voice. Eftir að hafa sofið út í gær fórum við í smá rúnt niður í bæ, kíktum í Epal og borðuðum á Jómfrúnni. Kvöldinu eyddum við síðan með vinafólki yfir sushi og hvítu. Nú bíða hins vegar vikuinnkaup og göngutúr. En áður en ég kem mér út má ég til með að birta enn eina hugmyndina að vikumatseðli.
Vikumatseðill
Mánudagur: Mexíkófiskur
Þriðjudagur: Pestóbaka með bökuðu grænmeti
Miðvikudagur: Pulsu- og makkarónuskúffa
Fimmtudagur: Súpergott tacogratín
Föstudagur: Tígrisrækjur með tælensku ívafi
Með helgarkaffinu: Hnetusmjörs- og súkkulaðivöfflur með bananarjóma