Heimagerð vanillusósa sem fullkomnar allar sætar bökur

Í dag var planið að færa okkur til Ubud en aðstæður breyttust og við erum búin að framlengja dvölinni hér í Nusa Dua um óákveðinn tíma. Hótelið okkar hér er æðislegt og umhverfið svo afslappandi að það nær engri átt.

Það eru nokkrir veitingastaðir hér á hótelinu og þeir eru hver öðrum betri. Í gærkvöldi fékk ég snakk með mismunandi ídýfum í forrétt (brjálæðislega gott!) og karrýkjúkling í aðalrétt.

Síðan þykir mér ósköp notalegt að sitja í skugganum með bók á meðan mesti hitinn er. Ég fer í gegnum bók á dag hérna og það kom sér vel að við millilentum í Stokkhólmi á leiðinni hingað, þar sem ég komst í bókabúð á flugvellinum.

Ég lofaði uppskrift af vanillusósunni sem ég bar fram með rababarabökunni sem ég setti inn um daginn. Í Svíþjóð er algengt að bera vanillusósu fram með sætum bökum en það fer lítið fyrir því á Íslandi. Þessi uppskrift er bæði einföld og góð, og lítið mál að þeyta sósuna upp til að fá léttari áferð á hana. Ég mæli með að prófa!

Vanillusósa

  • 2 eggjarauður
  • 1 msk sykur
  • 1 msk kartöflumjöl
  • 4 dl rjómi
  • 1 msk vanillusykur

Setjið allt nema vanillusykurinn í pott. Látið suðuna koma upp við miðlungsháann hita. Látið sósuna sjóða þar til hún hefur þykknað og passið að hræra stöðugt í pottinum á meðan. Takið pottinn af hitanum og hrærið vanillusykri saman við. Látið kólna.

Berið vanillusósuna fram eins og hún er eða þeytið hana upp með handþeytara til að fá léttari áferð.

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Rabbabarabaka með vanillu

Ég er loksins komin í frí og ætla að eyða næstu vikum í afslöppun hér á Balí. Við komum hingað í hádeginu á föstudaginn og ég hef nánast verið sofandi síðan við lögðum af stað frá Keflavík. Ég svaf öll flugin, var sofnuð kl. 20 á föstudagskvöldinu og svaf alla nóttina án þess að rumska. Eftir morgunverðinn fórum við niður á strönd (hótelið okkar er á ströndinni) og þar sofnaði ég aftur. Seinni partinn settumst við í setustofuna við móttökuna og það var svo notalegt að sitja þar í sófanum í skugganum að ég sofnaði aftur. Nú er ég hins vegar að súpa seyðið af öllum þessum svefni og sit hér glaðvakandi við tölvuna kl. 3 um nóttu, með svalahurðina opna upp á gátt og hlusta á fuglasönginn sem berst inn til okkar. Á milli þess sem ég hef sofið hef ég náð að klára tvær bækur síðan ég kom hingað og hlakka til að byrja á þeirri þriðju þegar sólin kemur upp.

Við ætlum að eyða fyrstu nóttunum hér í Nusa Dua en förum síðan á þriðjudaginn til Ubud. Hér er sláandi fallegt, herbergið okkar er með einu besta rúmi sem við höfum sofið í og maturinn er svo góður að það nær engri átt. Morgunverðarhlaðborðið á hótelinu okkar er svakalegt, með öllu því sem hugurinn girnist. Ég hef aldrei séð annað eins. Nýbökuð brauð, álegg, eggjahrærur gerðar eftir óskum, beikon, pylsur, núðlur, steikt kínversk hrísgrjón, núðlusúpur, sushi, pönnukökur með súkkulaðisósu, belgískar vöfflur með sýrópi og berjum, ávaxtabar… úrvalið er endalaust! Ég get varla beðið eftir að klukkan slái sjö og mun eflaust hanga á húninum þegar þeir opna.

 

Í gærkvöldi borðuðum við á veitingastað hér í Nusa Dua sem heitir Kayiputi. Þar fengum við rækjuforrétt, æðislega nautasteik með grænmeti og kartöflumús með truffluolíu í aðalrétt og súkkulaðiköku sem var hjúpuð með súkkulaðimús og toppuð með súkkulaðiís í eftirrétt. Hrein dásemd! Ég setti myndir á Insta stories og ætla að reyna að vera dugleg að uppfæra þar á þessu ferðalagi mínu.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek tölvuna með mér í frí og hef hugsað mér að blogga á meðan ég er hérna. Ég er nefnilega með svo mikið af uppskriftum sem eiga eftir að rata hingað inn að mér fannst upplagt að nýta tækifærið á meðan ég er hér að dunda mér við bloggið. Fyrsta uppskriftin héðan er svo sannarlega ekki framandi heldur ljúffeng rababarabaka sem passar vel núna þegar allir garðar eru að springa úr rababörum. Ég bauð upp á bökuna kvöldið áður en við lögðum af stað hingað út, í tilefni af afmæli mömmu. Með bökunni bar ég fram heimagerða vanillusósu (skal setja uppskriftina inn fljótlega) en vanilluís eða rjómi fara líka vel með henni.

Rabbabarabaka með vanillu

  • 3 rababarar (ca 30 cm að lengd)
  • 1 dl sykur
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 tsk kartöflumjöl

Deig

  • 2 dl hveiti
  • 1 dl haframjöl
  • 4 tsk sykur
  • 150 g smjör
  • 1 tsk vanillusykur
  • sýróp (ég notaði ljóst sýróp sem kemur í brúsum, mjög þægilegt að sprauta beint úr flöskunni yfir bökuna)

Hitið ofninn í 200°. Skerið rababarann í ca 1 cm stóra bita. Smyrjið eldfast mót með smjöri og setjið rababarann í botninn á mótinu. Blandið sykri, vanillusykri og kartöflumjöli saman og stráið yfir rababarann.

Degið: Setjið hveiti, haframjöl, sykur, vanillusykur og smjör í skál og vinni saman þar til það myndast gróf mylsna. Dreifið henni yfir rababarana og endið á að láta sýróp í mjórri bunu yfir bökuna (það á ekki að þekja hana alla). Bakið í um 25 mínútur, eða þar til bakan hefur fengið gylltan lit og rababarinn er orðinn mjúkur.

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Einfaldasti eftirréttur sumarins!

Ég má til með að benda á þennan ofureinfalda eftirrétt sem passar svo vel á sumrin.

Setjið sorbet í glas og hellið prosecco yfir.

Berið fram og sláið í gegn!

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Steiktur fiskur í ofni

Það er alltaf vinsælt hjá krökkunum þegar ég er með soðinn eða steiktan fisk í matinn. Mér hefur þó alltaf þótt leiðinlegt að steikja fisk og í raun forðast það. Það breyttist þó snögglega eftir að ég sá Sólrúnu Diego elda steiktan fisk í ofni og ég hef ekki steikt fisk á annan hátt síðan. Þetta er frábær aðferð, engin bræla sem fylgir eldamenskunni og fiskurinn verður fullkominn í hvert einasta skipti!

Ég vil helst hafa hrásalat, soðnar kartöflur og hvítlaukssósu (og lauksmjörið) með steiktum fiski en krakkarnir eru sólgnir í soðnar gulrætur með honum.

Steiktur fiskur

  • íslenskt smjör (ekki spara það!)
  • ýsa eða þorskur í raspi
  • 1-2 laukar

Hitið ofninn í 200°. Skerið laukinn í þunna báta. Setjið smjör í bitum og lauk í botninn á eldföstu móti, raðið fiskinum yfir og setjið smjörklípur yfir fiskinn. Inn í ofn í 20 mínútur og málið er dautt! (Sólrún setur á grillstillinguna síðustu mínúturnar en ég hef sleppt því).

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Dásamlega mjúk banana- og súkkulaðikaka með léttu súkkulaðikremi

Ég veit að það mun eflaust falla í grýttan jarðveg að lofsama veðrið undanfarna daga en ég verð að viðurkenna að mér þykir þetta pínu notalegt. Sú staðreynd að ég er ekki enn byrjuð í sumarfríi hefur eflaust eitthvað með þessa jákvæðni mína gagnvart rigningu og roki að gera, en það er bara svo gott að koma heim eftir vinnu og geta lagst upp í sófa á kvöldin með góðri samvisku. Það get ég aldrei gert þegar veðrið er gott.

Ég eldaði kjötsúpu í gærkvöldi sem mér þykir vera mikill vetrarmatur og í kvöld var ég með bjúgu og uppstúf í matinn við mikinn fögnuð krakkanna. Ég man ekki hvenær ég eldaði bjúgu síðast en það var klárlega ekki um hásumar.

Það er líka upplagt í þessu veðri að baka köku til að eiga með kaffinu. Þessi dúnmjúka súkkulaði- og bananakaka með léttu súkkulaðikremi er gjörsamlega ómótstæðileg! Sem betur fer þá vill hún klárast fljótt því ég get ekki vitað af henni í friði inn í eldhúsi. Súpergóð!!

Banana- og súkkulaðikaka – uppskrift úr Hemmets Journal

  • 150 g smjör
  • 1 ½ dl rjómi
  • 1 þroskaður banani
  • 3 egg
  • 3 dl sykur
  • 1 msk vanillusykur
  • 1 dl kakó
  • 2 tsk lyftiduft
  • 4 dl hveiti

Krem

  • 100 g suðusúkkulaði
  • 150 g mjúkt smjör
  • ½ dl kakó
  • 1 msk vanillusykur
  • 2 dl flórsykur

Skraut

  • 1-2 dl kókosmjöl

Hitið ofninní 175°.

Bræðið smjörið og blandið því saman við rjómann. Stappið bananann og hrærið honum saman við rjómablönduna. Þeytið egg, sykur og vanillusykur þar til blandan verður ljós og létt. Blandið þurrefnunum saman við eggjablönduna og blandið að lokum rjómablöndunni varlega saman við. Setjið deigið í skúffukökuform (um 25 x 35 cm) og bakið í neðri hluta ofnsins í 20-25 mínútur. Látið kökuna kólna áður en kremið er sett á.

Krem: Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Látið kólna aðeins. Hrærið súkkulaðinu saman við smjörið. Bætið kakó, vanillusykri og flórsykri saman við og hrærið saman þar til kremið er orðið mjúkt og létt í sér. Setjið yfir kökuna og stráið kókosmjöli yfir.

 

 

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Tortillakaka

Sumarið virðist ekki að dekra við okkur með veðurblíðu í ár og ég verð að viðurkenna að mér þykir ágætt að vera ekki komin í sumarfrí. Þessa dagana snýst lífið aðallega um að vinna, skulta og sækja á æfingar og horfa á The Good Wife á Netflix á kvöldin (ef einhver hefur ekki séð þættina þá mæli ég hiklaust með þeim – svo góðir!). Síðan borðum við gott á hverju kvöldi, eins og þessa tortilluköku sem var stórkostlega góð. Ég bar hana fram með guacamole, sýrðum rjóma, ostasósu, salsa, nachos og salati. Þvílík veisla!

Tortillakaka (uppskrift fyrir 4-6)

  • 1 pakkning með 8 tortillum (medium stærð)
  • 500 g nautahakk
  • 1 poki tacokrydd
  • 100 g rjómaostur (mér finnst gott að nota philadelphia rjómaostinn)
  • 1 dl rjómi
  • 150 g maísbaunir
  • 1/2 krukka chunky salsa
  • salt og pipar
  • um 300 g rifinn ostur

Steikið nautahakkið og kryddið með tacokryddinu. Hrærið rjómaosti, rjóma, salsa og maísbaunum saman við og smakkið til með salti og pipar.

Smyrjið smelluform (hægt að sleppa því og raða tortillakökunum beint á ofnplötu) og setjið tvær tortillakökur í botninn á forminu. Setjið 1/3 af fyllingunni yfir og smá rifinn ost. Setjið tvær tortillur yfir og endurtakið (þannig að það verði 3 lög af fyllingu). Endið með tortillaköku efst og stráið restinni af ostinum yfir. Setjið í 200° heitann ofn í 20-25 mínútur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fljótlegur eftirréttur

Þegar strákarnir voru litlir bjó ég stundum til eftirrétt handa þeim sem við kölluðum spariskyr. Þetta var í algjöru uppáhaldi hjá þeim og ennþá vekur þetta lukku. Hefðbundið spariskyr er í raun bara jarðaberjaskyr hrært með þeyttum rjóma og þegar spariskyrið er komið í skál set ég smá hakkað suðusúkkulaði yfir.

Um daginn gerði ég nýja útfærslu af spariskyrinu sem vakti ekki minni lukku en sú gamla. Það eru í raun engin hlutföll í þessu heldur bara gert eftir tilfinningu. Rjómi er þeyttur og hrærður saman við vanilluskyr þannig að skyrið verði létt í sér. Oreokex er mulið og síðan er skyr og kex sett á víxl í skál eða glas. Endið á að setja kex yfir og volá!

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Sriracha kjúklinga quesadillas

Þegar Svala keppti í eurovision í maí voru við með smá eurovisionpartý hér heima. Ég var sein heim úr vinnunni þann daginn, var ekki búin að undirbúa neinar veitingar og hafði ekki tíma til að standa í stórræðum í eldhúsinu. Ég ákvað því að prófa quesadillas sem ég hafði séð á Buzzfeed en þeir eru duglegir að setja inn myndbönd af einföldum og girnilegum réttum. Þessar quesadillas hafði ég verið á leiðinni að prófa og fannst þarna kjörið tækifæri til að láta verða af því.

Þetta hefði ekki getað verið einfaldara hjá mér. Í bílnum á leiðinni heim úr vinnunni heyrði ég að KFC var með tilboð á hot wings fötum þannig að ég kom við og keypti eina. Síðan keypti ég tilbúið ferskt guacamole, grillaðan kjúkling og það sem mig vantaði í quesadillurnar í Hagkaup. Hér heima átti ég salsa sósu, sýrðan rjóma og Doritos. Það tók mig enga stund að gera quesadillurnar, meðlætið fór beint í skálar og á innan við hálftíma var allt klárt. Það er óhætt að segja að quesadillurnar vöktu mikla lukku en þær kláruðust upp til agna! Í eftirrétt var ég síðan með súkkulaðimús sem ég hef gert svo oft að það nær engri átt. Við fáum ekki nóg af henni!

Sriracha kjúklinga quesadillas (uppskriftin er fyrir 8)

  • 2 bollar rifinn grillaður kjúklingur
  • 1/3 bolli sriracha (ég mæli með að byrja með helming af sósunni og smakka sig áfram)
  • 2 msk sýrður rjómi
  • 2 bollar rifinn cheddar ostur
  • 4 tsk bragðdauf olía
  • 4 stórar tortillakökur
  • 1/4 bolli hakka kóriandar

Blandið saman kjúklingi, Sriracha, sýrðum rjóma og osti. Skiptið blöndunni á tortillakökurnar þannig að þær þeki helming þeirra og brjótið hinn helminginn yfir. Hitið olíu á pönnu (eða hitið grillið) og steikið tortilluna í um 2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hún er orðin stökk að utan og osturinn bráðnaður inn í.

Skerið hverja tortillu í 4 sneiðar, leggið á fat og skreytið með kóriander. Berið fram með sýrðum rjóma, guacamole og/eða salsa og ostasósu. Mér þykir líka gott að hafa nachos með.

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fiskur í sweet chillí

Við erum dottin úr allri rútínu hér heima og hegðum okkur eins og við séum í sumarfríi, þrátt fyrir að vera ekki komin í frí. Ég hef hvorki gert vikumatseðil né vikuinnkaup í hálfan mánuð og finnst ég alltaf vera úti í búð að vandræðast með kvöldmatinn. Síðan vökum við frameftir á kvöldin, grillum, opnum rauðvín og látum eins og enginn sé morgundagurinn. Dálítið gaman þrátt fyrir örlítið þreytta morgna.

Eitt af því fáa sem heldur dampi hér heima þessa dagana er mánudagsfiskurinn. Þessi einfaldi fiskréttur var sérlega góður og er bara gerður á einni pönnu, sem hentar vel þegar maður vill halda frágangi og uppvaski í lámarki. Ég mæli með að prófa hann!

Fiskur í sweet chilí

  • 1 púrrlaukur
  • 1 rauð paprika
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2,5 dl. rjómi
  • 0,5 dl rjómaostur
  • 1 dl sweet chilí sósa
  • 1/2 tsk chili krydd
  • 1/2 tsk chiliflögur
  • 1 kjúklingateningur
  • salt
  • 900 g þorskur eða ýsa
Hakkið laukinn og skerið paprikuna í bita. Steikið laukinn mjúkan í smjöri og bætið síðan paprikunni á pönnuna og steikið aðeins áfram. Bætið öllum öðrum hráefnum fyrir utan fiskinn á pönnuna á látið sósuna sjóða saman í nokkrar mínútur. Bætið fiskinum á pönnuna og látið sjóða saman í 5-6 mínútur. Smakkið til með salti.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Vestmannaeyjar og ný krydd frá lækninum í eldhúsinu

Við eyddum helginni í Vestmannaeyjum og ég má til með að deila nokkrum myndum úr ferðinni. Vestmannaeyjar eru dásamlegar að heimsækja og eru mér kannski sérlega kærar þar sem ég er ættuð úr Eyjum. Ég hef þó aldrei búið þar sjálf.

Þegar við komum til Eyja á föstudeginum tóku rigning og rok á móti okkur. Það var því upplagt að keyra beint út á Stórhöfða og leyfa krökkunum að finna hversu hvasst getur orðið þar. Það var varla stætt!

Eins og vill verða um helgar þá var nánast borðað út í eitt. Við grilluðum bæði föstudags- og laugardagskvöld, vorum með bröns á laugardeginum og kaffi og kvöldkaffi báða dagana! Þess á milli var borðaður ís og nammi. Hamingjan hjálpi mér hvað lífið getur verið ljúft.

Laugardagurinn bauð hins vegar upp á sól og blíðu. Við gengum um bæinn, fengum okkur ís, sprönguðum, björguðum ungum sem höfðu fallið úr hreiðri, fórum í sund og gengum á Heimaklett. Það er æðislega gaman að ganga á hann og tekur stuttan tíma (tekur í það heila um klukkutíma með góðu stoppi á toppnum). Stigarnir eru brattir og kannski ekki fyrir lofthrædda en gangan er annars lauflétt. Við mættum þó túristum með þrjú lítil börn í Crocks skóm á leiðinni upp. Mér leist ekkert á það! Eftir matinn fóru krakkarnir aftur að spranga og þegar þau komu heim settust þau niður og spiluðu Fimbulfamb langt fram eftir nóttu. Þau hafa endalaust úthald!

Á sunnudeginum fórum við á Eldheimasafnið og ef einhver lesandi er á leið til Eyja þá mæli ég hiklaust með viðkomu þar. Ég veit ekki hvort það megi taka myndir þar inni en ég sá fólk mynda og smellti þá af þessari einu mynd. Þetta hús var grafið upp og það er magnað að sjá inn í það og heyra lýsingu íbúanna frá nóttinni sem gosið hófst (það fá allir heyrnatól með frásögnum). Safnið er bæði áhrifamikið og áhugavert!

Í lokin má ég til með að segja ykkur að þegar ég kom heim frá Stokkhólmi um daginn beið mín glaðningur frá Ragnari Frey (Læknirinn í eldhúsinu) en hann hafði litið við og skilið eftir handa mér Grillbókina og nýju kryddlínuna frá honum. Grillbókin hefur staðið á óskalistanum hjá mér og ég var því alsæl að eignast hana. Síðan get ég í fullri hreinskilni sagt að kryddin eru himnesk! Við tókum Yfir holt og heiðar með okkur til Eyja og krydduðum lambalundir með því. Lyktin af kryddunum er ólýsanlega góð og gæðin eftir því, enda ekki við öðru að búast frá honum. Ég mæli svo sannarlega með þeim! 

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave