Fylltar kjúklingabringur með pestó-rjómaostafyllingu og beikoni

Það hafa engin þrekvirki verið unnin á þessu heimili í dag heldur var sofið til hádegis og aldrei farið almennilega á fætur. Við vorum ánægð með að endurheimta nágrannana frá Vestmannaeyjum og fengum þau yfir í tertuafganga og spjall.  Í kvöldmat eldaði ég síðan þennan kjúklingarétt sem okkur þykir alltaf jafn góður.

  • 5 kjúklingabringur
  • 1 fetakubbur
  • 1 pakki Philadelphilaostur með jurtum og hvítlauk
  • ca 1 msk pestó (ég nota grænt)
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 dós léttur sýrður rjómi
  • sítróna
  • kartöflur, sætar kartöflur, gulrætur eða það rótargrænmeti sem þú kýst

Skerið kartöflurnar og rótargrænmetið í báta eða sneiðar  og setjið í eldfast mót. Hellið smá ólivuolíu yfir og kryddið með salti og pipar og þeim kryddum sem þér þykir góð. Ég notaði í kvöld gott jurtasalt með salvíu, rósmarín og timjan. Setjið í 200° heitan ofninn.

Myljið hálfan fetakubbinn í skál og blandið ca 3/4 af Philadelphiaostinum saman við. Hrærið ca 1 msk af pestói saman við og jafnvel smá pipar (það þarf ekki salt því það er næg selta í fetaostinum).

Hamrið kjúklingabringurnar í þunnar sneiðar og leggið gott lag af fetaostahrærunni ofan á hverja bringu. Leggið beikonsneiðarnar á fat og rúllið utan um kjúklingabringurnar þar til kjúklingurinn er þakin af beikoni. Steikið kjúklingabringurnar í smjöri eða ólivuolíu þar til þær hafa fengið fallegan lit. Leggið kjúklingabringurnar í eldfast mót og setjið það sem eftir var af fetaosthrærunni í kringum kjúklinginn í forminu. Það er líka alveg hægt að sleppa því að steikja kjúklingabringurnar á pönnunni og setja þær bara beint í ofninn. Færið kartöflurnar og rótargrænmetið neðst í ofninn og setjið kjúklingabringurnar í miðjan ofninn í ca 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er gegnum steiktur.

Blandið restina af fetaostinum með heilli dós af létt sýrðum rjóma, pressið hvítlauksrif út í, kreistið smá sítrónusafa og kryddið með góðu jurtasalti. Mixið saman með töfrasprota.

Berið fram með góðu salati.

Endið máltíðina í sjónvarpssófanum með smá nammi, það gerðum við alla vega.

 

 

5 athugasemdir á “Fylltar kjúklingabringur með pestó-rjómaostafyllingu og beikoni

  1. Takk fyrir mig, þetta var frábært. Gleymdi reyndar pestóinu og minnkaði beikonið talsvert en þetta var virkilega ljúffengt. 🙂

  2. Takk fyrir allar frábæru uppskriftirnar sem þú setur hér inn. Ein spurning þó, hvað geriru við fjórðunginn sem eftir verður af Philadelfia ostinum?

  3. Þessi réttur er orðinn uppáhalds á mínu heimili og elsta barnabarnið pantar hann ef hún er að koma í mat. Takk fyrir frábærar uppskriftir 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s