Mjúk kanilsnúðakaka

Mér þykja sænskir kanilsnúðar æðislega góðir og frábært að eiga þá í frystinum til að geta hitað upp með kaffinu. Vandamálið við þá er að þeir staldra yfirleitt stutt við í frystinum og það virðist sama hvað ég vanda mig við að fela þá, þeir hverfa alltaf.

Sem betur fer þá luma ég á uppskrift að þessari dásamlegu kanilsnúðaköku. Það tekur enga stund að gera hana og hún er jafnvel betri með kaffinu en snúðarnir, lungamjúk og ljúffeng.

Í morgun hringdi mamma og sagðist ætla að fá sér göngutúr til okkar. Ég ákvað að baka kanilsnúðakökuna og hafa með kaffinu þegar hún kæmi.  Það kom sér vel því þegar ég var nýbúin að taka kökuna úr ofninum fylltist húsið af gestum. Kakan vakti mikla lukku og voru allir á einu málu um að hún væri stórgóð. Ekki þótti verra að hún brosti til okkar, ótrúlegt en satt.

Mjúk kanilsnúðakaka

 • 175 gr smjör
 • 2 ½  dl sykur
 • 2 egg
 • 3 dl sýrður rjómi eða súrmjólk (ég nota bara það sem ég á, í morgun blandaði ég saman sýrðum rjóma og létt ab-mjólk)
 • 4 ½  dl hveiti
 • 2 tsk vanillusykur
 • 1 msk lyftiduft
 • smá salt

Fylling

 • 1 dl sykur
 • 3 msk kanil

Yfir kökuna

 • 2 msk smjör

Hitið ofninn í 175°. Hrærið smjör og sykur mjúkt og ljóst. Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og þar á eftir sýrða rjómanum. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið vel saman.

Blandið saman í sér skál sykri og kanil í fyllinguna.

Smyrjið formkökuform. Látið helminginn af deiginu í formið, stráið helmingnum af fyllingunni yfir, látið seinni helminginn af deiginu yfir og endið á að strá restinni af fyllingunni yfir kökuna. Leggið smjörklípur yfir kökuna og bakið í 45-60 mínútur (eftir stærð á formi).

28 athugasemdir á “Mjúk kanilsnúðakaka

 1. Get sko staðfest það líka!! Bakaði hana og OMG!!! Ég hreinlega elska kanilsnúða, þannig að þessi er algjörlega í uppáhaldi hérna 😉

  1. Jú, 3 msk af kanil er rétt. Settir þú ekki örugglega 1 dl af sykri saman við kanilinn? Ég hef ekki lent í því að hún sé of römm en svo getur smekkurinn líka verið misjafn 🙂

  2. Sammála með kanillsykurinn. Allt of ramt. Skóf kanillinn af og borðaði kökuna sem er mjög bragð góð. Prófa aftur seinna 🙂

 2. Hæ.
  Ætla að prófa þessa á morgun, er hitinn gefinn upp miðað við blástur eða ekki blástur. Lítur ansi girnilega út.

  1. Það er bakstursprógram á ofninum mínum sem er blástur á. Ég nota það alltaf þegar ég baka kökur. Annars er þetta svo misjafn eftir ofnum. Mamma er t.d. ekki með blástursofn og bakaði þessa köku og hún heppnaðist mjög vel. Ég myndi bara nota það prógram sem þú ert vön að nota við bakstur.
   Ég vona að kakan heppnist vel 🙂
   Kv. Svava.

  1. Það er nú allur gangur á því. Best er að hafa það við stofuhita en ég hef líka tekið það beint úr ísskápnum. Þá sker ég það niður í bita til að það mýkist fyrr.

 3. Hvað er hú bökuð í stóru formi ? mín virðist lyfta sér aðeins of mikið í forminu sem ég er að baka hana í.

 4. Búin að baka þessa nokkrum sinnum og hún er í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni. Svo mjúk og ljúf!
  Finnst samt vanta að fram komi að uppskriftin er alveg í tvö brauðform eða eitt kringlótt kökuform. Það lak allt úr um allt í fyrstu tilraun hjá mér 😉

 5. Getur ekki verið að ástæðan fyrir því að kökurnar hjá ykkur gér fyrir ofan eru að stækka svona mikið sé aftþví að það er 1 matskeið af lyftidufti í uppskriftinni? 🙂

  Gæti trúað því að þetta ætti að vera 1 testeið? Eða er það bara bull hjá mér?

  1. Ég er líka að veltaþessu fyrir mér – kakan fór útum allt, ?1tsk. af lyftidufti sé nóg….

   1. 1 msk af lyftidufti er rétt! Ég hef bakað þessa köku svo oft og hef aldrei lent í því að hún fari úr forminu. Formið mitt er ca 12 x 25 cm og 6 cm djúpt. Eru formin ykkar kannski minni? Leiðinlegt að heyra að þetta hafi farið svona hjá ykkur því kakan er svo góð.

 6. Ég bakaði þessa en átti hvorki sýrðan rjóma eða súrmjólk og nennti ekki út í búð… Ég átti 200gr af rjómaosti, þynnti hann aðeins út með mjólk og notaði í staðinn, það svínvirkaði 🙂 Æðisleg kaka!!!

 7. Þetta er nýja uppáhaldskakan hér á heimilinu. Ég nota alltaf bara súrmjólk í staðinn fyrir sýrða rjómann því ég á hana alltaf til og kakan er alltaf svo yndislega mjúk og góð 🙂 Ég þarf alltaf að baka bæði venjulega og glútenlausa. Í þessa glútenlausu set ég aðeins minna af glútenlausu hveiti (4 dl) og þá heppnast hún fullkomlega 🙂

 8. Ótrúlega góð kaka!
  Bakaði hana fyrir spilakvöld og hún var étin upp til agna á núll einni. Heppnaðist ótrúlega vel.

 9. Guðdómleg, þessi verður fastur liður í afmælum og hátíðarhöldum 🙂 bætti við dass af kardimommudropum, setti í tvö form og minkaði aðeins kanilinn 🙂 Takk kærlega fyrir síðuna þína 🙂 Marg oft notfært mér hana 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s