Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Þreytan ætlar að sitja í okkur þessa vikuna og eftir að ég kem heim á daginn vil ég helst bara slappa af hér heima og dunda mér í eldhúsinu.

Eins og svo oft eftir utanlandferðir þá stóð fiskur ofarlega á óskalistanum um kvöldmat hjá okkur. Þó að ég hefði helst viljað kaupa plokkfisk þá eru krakkarnir búin að fá nóg af honum í bili (sem mér þykir með öllu óskiljanlegt) og því keypti ég ýsuflök. Ég átti sveppi og púrrlauk í ískápnum og á sveimi mínum um búðina datt mér í hug að kaupa paprikusmurost og nota í sósu. Allt fór þetta ákaflega vel saman og úr varð frábær fiskréttur sem kláraðist upp til agna.

Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

 • ýsa eða þorskur, magn eftir fjölda matargesta (ég var með rúm 800 g)
 • 1 box paprikusmurostur (250 g)
 • 1 box sveppir (250 g)
 • 1 púrrulaukur
 • 2,5 dl rjómi + 0.5 dl mjólk (eða 3 dl matreiðslurjómi)
 • 1 grænmetisteningur
 • smá cayenne pipar (farið varlega því hann er sterkur! Ég nota um 1/8 úr teskeið)
 • krydd lífsins frá Pottagöldrum (eða önnur krydd eftir smekk)
 • rifinn ostur

Hitið ofninn í 175°.

Sneiðið sveppi og púrrlauk. Hitið olíu á pönnu og steikið sveppina og púrrlaukinn. Kryddið með kryddi lífsins (eða öðrum kryddum) og hellið rjóma yfir. Hrærið smurostinum saman við í skömmtum og bætið svo grænmetisteningi út í. Leyfið sósunni að sjóða við vægan hita á meðan fiskurinn er undirbúinn.

Skolið og þerrið fiskinn og leggið í eldfast mót. Kryddið með pipar og salti og hellið síðan sósunni yfir. Setjið rifinn ost yfir og eldið í 20 mínútur, eða þar til osturinn hefur fengið fallegan lit.

11 athugasemdir á “Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

 1. Þessi er rosalega góður og ekki verra að hann er súper einfaldur og fljótlegur. Dóttir mín er ekki hrifin af fiski en hún biður mig reglulega að gera þennan fisk 🙂 Takk kærlega.

 2. Sæl og takk fyrir frábært Blogg. Mig langar að forvitnast afhverju fiskurinn er bakaður hér á 175° í 20 mín en sá mexíkóski á 200° í 25 mín. Ég er svona bara að spá hvor steikingin væri betri á fisknum þar sem ég er alveg úti að aka hvað þetta varðar.

  Kveðja Kristín

Færðu inn athugasemd við Auður Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s