Fyrir utan heimsókn á læknavaktina í gærmorgun (sem betur fer var lítið að gera þar, enda hálf þjóðin í Color run) sem endaði á sýklalyfi, ofnæmislyfi og sterakremi, þá hefur helgin verið sérlega góð. Hápunktur helgarinnar var klárlega gærkvöldið, þegar við fórum með mömmu og Eyþóri bróður mínum á Bjórgarðinn í drykk og léttan kvöldverð og síðan yfir í Borgarleikhúsið á Mamma Mía. Þvílík sýning! Við skemmtum okkur stórkostlega og erum enn í skýjunum. Ég segi bara ekki láta hana framhjá ykkur fara!
Vikumatseðill
Mánudagur: Fiskur í ljúffengri sósu
Þriðjudagur: Brokkólí- og sveppabaka
Miðvikudagur: Laksa með kjúklingi
Fimmtudagur: Pasta með salami, ruccola, furuhnetum og parmesan
Föstudagur: Dásamlegur BBQ-kjúklingur með öllu í einum pakka!
Með helgarkaffinu: Sítrónukaka með kókos