Besta aðferðin til að elda nautalund!

Síðastliðinn vetur lærði ég skothelda eldunaraðferð á nautalund og ég hef ekki eldað hana á annan hátt síðan. Ég get lofað að lundin verður fullkomin í hvert einasta sinn!

Þar sem þetta er svo einfalt hef ég boðið upp á naut og bearnaise í flestum matarboðum sem ég hef haldið þetta árið.  Ég er komin á þann tímapunkt að ég neyðist að finna mér nýjan go-to rétt því ég er nokkuð viss um að ég sé komin hringinn og búin að bjóða öllum upp á þetta.

Ég hef boðið upp á ýmiskonar meðlæti með kjötinu en þetta kartöflugratín er frábært með og mjög þægilegt því hægt er að undirbúa það með góðum fyrirvara. Stundum hef ég líka bara djúpsteikt franskar með eða grillað bökunarkartöflu. Ég hef alltaf bernaise sósu með nautalundinni og hér er æðisleg uppskrift en ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég oft rennt við á Askinum og keypt sósuna þar (hún kostar sitt en er góð).

Eldunaraðferðin er súpereinföld. Byrjið á að krydda nautalundina með pipar og vefjið hana síðan þétt í plastfilmu, þannig að filman fari amk fimmföld utan um lundina.  Setið lundina þar á eftir inn í 65° heitann ofn í 2 klst. Takið lundina út, saltið hana og brúnið snögglega á heitri pönnu eða grilli. Látið lundina hvíla aðeins áður en hún er skorin og borin fram.

 

18 athugasemdir á “Besta aðferðin til að elda nautalund!

    1. Það virðist ekki vera! Ég hef eldað þetta svo oft og fæ alltaf fullkomið kjöt úr ofninum 🙂 Kjötið er frekar lengi í ofninum þannig að það nær að eldast þó það sé þykkt.

  1. Við notum þessa aðferð nær engöngu við bæði eldun á nauta-og hreindýrakjöti. Mjög þægileg aðferð og klikkar aldrei 🙂 En segðu mér… veistu hvort það sé hægt að nota sömu/svipaða aðferð við að elda kjúklingabringur? 🙂

      1. já! Hlakka til að sjá færslu um það 😉 Er ekki nógu flink sjálf í eldhúsinu til að þora að prófa það 😉

    1. Plastið er alls ekki steikt 🙂 Það fer bara inní ofn (bakstur) og hitinn það lítill að plastið heldur sér útaf fyrir sig 😉

  2. Prufaði þessa aðferð ,besta nautalund sem ég hef eldað hreinlega bráðnaði upp í manni.
    Takk fyrir frábæran vef.

Færðu inn athugasemd við Auður Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s