Dásamleg kartöflukaka

Þegar ég var síðast í Stokkhólmi fór ég á æðislegan veitingastað, Pa & Co, og fékk svo góðan forrétt að ég hef ekki getað hætt að hugsa um hann. Þeir allra glöggustu hafa kannski tekið eftir að ég er hrifin af kavíar, sbr. uppáhalds pizzuna mína og snakkið mitt, og því kemur það kannski ekki á óvart að stökk kartöflukaka með sýrðum rjóma og kavíar hafi heillað mig upp úr skónum. Um síðustu helgi gerði ég loksins kartöflukökuna hér heima sem við borðuðum í forrétt. Svo æðislega gott!

Kartöflukaka með sýrðum rjóma og kavíar 

  • 600 g kartöflur
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 250 g kavíar
  • 1 rauðlaukur
  • graslaukur
  • ferskt dill
  • 1 sítróna
  • salt og pipar

Setjið kavíar í sigti svo hann verði alveg þurr. Skrælið kartöflurnar og rífið á grófu rifjárni. Saltið og kreistið vökvann frá.

Hitið olíu og smjör á pönnu (veljið pönnustærð eftir hversu stóra þið viljið hafa kartöflukökuna, það er hægt að gera eina stóra eða fleiri minni), setjið kartöflurnar á pönnuna og sléttið úr þeim með spaða svo kartöflukakan verði jafn þykk alls staðar. Steikið kartöflukökuna við miðlungsháan hita í um 4 mínútur á hvorri hlið. Kakan á að verða stökk að utan. Berið fram með sýrðum rjóma, rauðlauki, graslauki, kavíar, dilli og sítrónusneið.

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

2 athugasemdir á “Dásamleg kartöflukaka

Skildu eftir svar við Svava Hætta við svar