Sambal oelek

Ég veit ekki hvað ég hef fengið marga tölvupósta og fyrirspurnir um sambal oelek og ákvað því að svara þeim hér í sér færslu. Mér þykir þetta chilimauk svo gott og nota það mikið í eldamennsku. Það virðist þó sem þetta sé nokkuð nýtt hér á Íslandi og því margir sem þekkja ekki til þess.

Þegar ég bjó í Svíþjóð vandist ég á að nota sambal oelek í matargerð. Þegar við fluttum heim fann ég það hins vegar ekki í búðunum hér heima og lagði það þá í vana minn að byrgja mig upp í Svíþjóðarferðum mínum.

Það er ekki langt síðan ég byrjaði að sjá þetta í hillunum í Bónus, mér til mikillar gleði. Nú er ég ekki með á hreinu í hvaða fleiri verslunum sambal oelek fæst en það kemur frá Santa Maria og hlýtur því að fást víðar en í Bónus. Ég skal hafa augun opin og láta vita ef ég sé þetta á fleiri stöðum.

 

9 athugasemdir á “Sambal oelek

  1. Nóatún seldi þetta mauk frá öðru merki í mörg ár, það er reyndar horfið úr hillunum núna og ég hef bara fundið það frá Santa Maria nýlega. Hef reyndar ekki leitað í Thai búðinni 🙂

  2. Ég hef einmitt mikið notað sambal oelek í matargerð, nota það oft í staðin fyrir chili því það er svo oft að maður verður að kaupa heilan bakka af chili þegar mann vantar bara hálft! En sambal oelek fær maður alltaf í Asíubúðunum.

  3. Sambal Oelek kynntist ég í Hollandi og veit ég ekki hvað þeir selja margar tegundir af henni..Myndi ráðleggja þeim sem fara þangað að kíkja á og taka með sér.;-) Er vön að nota sterkari en þessa sem er seld hér. En hún er samt mjög góð.

Færðu inn athugasemd við ljufmeti Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s