Nautahakks og makkarónupanna

Nautahakks og makkarónupannaMér þykir þessi vorönn hafa liðið svakalega hratt og nú er síðasta skólavikan fyrir sumarfrí runnin upp hjá strákunum. Eins og oft vill verða í lok annar (og í lífinu almennt!) þá er í nógu að snúast og kannski ekki alltaf tími til að standa yfir pottunum. Þá er gott að geta gripið til einfaldra uppskrifta og ekki skemmir fyrir þegar hún er svona góð. Krakkar elska þennan mat og á meðan ég kýs að raspa parmesan yfir diskinn minn vilja krakkarnir bara tómatsósu. Einföld, ódýr og stórgóð máltíð!

Nautahakks og makkarónupanna

Nautahakks- og makkarónupanna (uppskrift fyrir 4-5)

  • 1 laukur, hakkaður
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 msk ólívuolía
  • 500 g nautahakk
  • 2 dósir (samtals 800 g) hakkaðir tómatar
  • 1 dós (400 ml) vatn
  • 225 g makkarónur, óeldaðar
  • salt og pipar
  • parmesan til að rífa yfir (má sleppa)

Steikið lauk og hvítlauk í ólívuolíu við vægan hita þar til mjúkt. Takið af pönnunni og leggið til hliðar. Brúnið nautahakkið,  hellið vökvanum frá og kryddið hakkið eftir smekk. Bætið tómötum, vatni (notið aðra tómatdósina til að mæla vatnið), hráar makkarónur, salt, pipar, lauk- og hvítlauksblönduna og grænmetistening á pönnuna og látið sjóða í 15-20 mínútur, eða þar til makkarónurnar eru mjúkar. Berið fram með góðu brauði og/eða salati. Í þetta sinn voru það kirsuberjatómatar sem fengu að skreyta réttinn hjá mér.

Nautahakks og makkarónupanna

6 athugasemdir á “Nautahakks og makkarónupanna

  1. jössus hvað ég er þér þakklát fyrir auðveldar, barnvænar og GÒMSÆTAR uppskriftir sem ég nýti mér ì amstri dagsins 😃
    Dásamlegt fyrir þreyttu mömmuna 😜
    Takk elskulegust

Færðu inn athugasemd við Sigríður Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s