Vikumatseðill

Það er spáný vika framundan og ekki seinna vænna að fara að plana vikumatseðil og gera vikuinnkaup. Þegar ég plana matarvikuna reyni ég alltaf að finna nýja rétti til að prófa, þó ekki sé nema fyrir eitt eða tvö kvöld í vikunni. Ég elska hversdagsmat og það er svo létt að festast í að elda það sama viku eftir viku. Það er hins vegar svo mikið til af góðum uppskriftum og gama að prófa nýja rétti. Ég vona að vikumatseðillinn gefi ykkur hugmyndir fyrir kvöldverði vikunnar en ef hann gerir það ekki þá eru yfir 70 aðrir matseðlar hér á síðunni. Skrifið vikumatseðill í leitina og þá dúkka þeir upp.

Vikumatseðill

Mánudagur: Mexíkófiskur

Þriðjudagur: Ragú með pasta

Miðvikudagur: Gulróta- og tómatsúpa með kókosmjólk

Fimmtudagur: Kasjúhnetukjúklingur

Föstudagur: Tacobaka

Með helgarkaffinu: Sítrónuformkaka

Færðu inn athugasemd