Ofnbakaðar kjötbollur

Ég held að það sé óhætt að segja að við höfum smitast af kjötbolludálætinu þegar við bjuggum í Svíþjóð. Okkur þykja þær svo góðar og sérstaklega heimagerðar með alvöru kartöflumús, rjómasósu og sultu.  Við erum þó alls ekki fín með okkur í þessum málum og kjötfarsbollur eru alltaf velkomnar á diskana okkar. Því verður þó ekki neitað að alvöru heimagerðar kjötbollur eru í algjöru uppáhaldi.

Ef ég ætla að slá í gegn hjá fjölskyldunni þá elda ég þessar kjötbollur. Þær eru svo dásamlega góðar og það er lygilega einfalt að búa þær til. Mér þykir gott að gera tvöfalda uppskrift og frysta helminginn. Það er svo góð tilfinning af vita af svona fjársjóði í frystinum sem hægt er að grípa til þegar lítill tími gefst fyrir eldamennsku. Þá læt ég þær frosnar í 175° heitan ofn og leyfi þeim að dvelja þar á meðan kartöflurnar sjóða.

Ég gaf uppskriftina í Fréttablaðinu 6. október sl. en hún þolir vel að vera líka birt hér.

Ofnbakaðar kjötbollur

  • 450 g nautahakk
  • 2 egg
  • 1/2 bolli mjólk
  • 1/2 bolli rifinn parmesanostur
  • 1 bolli brauðmylsna
  • 1 lítill laukur, hakkaður smátt eða maukaður með töfrasprota
  • 2 pressuð hvítlauksrif
  • 1/2 tsk oreganó
  • 1 tsk salt
  • nýmalaður pipar
  • 1/4 bolli hökkuð fersk basilika eða 1/2 msk þurrkuð

Hrærið eggjum og mjólk saman og setjið brauðmylsnuna út í. Setjið öll hráefnin saman í skál og bætið eggjablöndunni við. Blandið öllu vel saman með höndunum eða með hnoðaranum á hrærivél. Mótið bollur og raðið á smjörpappírsklædda bökunarplötu.

Bakið við 180° í ca 30 mínútur eða þar til bollurnar eru eldaðar í gegn og komnar með fallega húð.

25 athugasemdir á “Ofnbakaðar kjötbollur

  1. Gerdi tetta adan- Bjarna fannst tetta vera eiginlega bestu kjötbollur sem hann hafi fengid ( hann ordadi tetta svona)- Brynja smakkadi og fannst ekki gott- hun bordar kjötbollur a leikskolanum af bestu lyst og held hun se vön svona ogedsScan kjötbollum sem eg bara get ekki bordad..eg neita ad kaupa taer en i hv skipti sem vid eldum svona almennilegar kjötbollur bordar hun taer ekki..

  2. Ég man því miður ekki hvaða sósu ég var með þarna (ég tók myndirnar þegar uppskriftin kom í Fréttablaðinu fyrir tæpum mánuði síðan) en finnst líklegt að þetta sé bara bragðbætt sveppasósa frá Knorr eða rjómasósan (gräddsås) úr Ikea. Mér þykja þær báðar svo góðar og nota þær óspart með kjötbollum.

  3. Ég vantar hitastig ofns og hvar í onfinum platan á að vera. Þetar ég reyni e-h í fyrsta sinni í þessum efnum og fyrir mér skortir grundvallarupplýsingar O(sem máske eru kommon sens fyrir lengra komna.
    Annars fil ég nota tækifærið og þakka fyrir þetta stórskemmtilega blogg sem hefur veitt mér mikla ánægju, án þess að ég hafi haft þörf fyrir að gega mig til kynna.
    Enívei, nú er að offisíal: Þessi logtme lurker er hér rétlulega.
    Hafðu hjartans þökk fyrir mig.
    Jenný Anna

  4. Ég fann sósuuppskriftina annastaðar, skelli henni hér inn 🙂

    Dásamlega góð sósa
    ◾1 dós sýrður rjómi (1,5 dl)
    ◾1 peli rjómi (2,5 dl)
    ◾1 kjúklingateningur
    ◾1 msk sojasósa
    ◾1 msk rifsberjahlaup
    ◾salt og hvítur pipar
    ◾maizena til að þykkja

    Blandið öllu í pott og látið sjóða í 5 mínútur. Smakkið til með salti og hvítum pipar og þykkið með maizena.

  5. Ég fann sósuna annastaðar, fannst hún eiga heima hér. 🙂

    Dásamlega góð sósa
    ◾1 dós sýrður rjómi (1,5 dl)
    ◾1 peli rjómi (2,5 dl)
    ◾1 kjúklingateningur
    ◾1 msk sojasósa
    ◾1 msk rifsberjahlaup
    ◾salt og hvítur pipar
    ◾maizena til að þykkja

    Blandið öllu í pott og látið sjóða í 5 mínútur. Smakkið til með salti og hvítum pipar og þykkið með maizena.

Skildu eftir svar við svanhildurk Hætta við svar