Vikumatseðill

vikumatseðill

Erna vinkona mín gaf mér æðislegan handáburð fyrir jól. Mér þykir lyktin af honum svo fersk og fullkomin í alla staði og varð því að vonum glöð þegar ég rak augun í handsápu frá sama merki í Hagkaup um daginn. Núna standa sápan og handáburðurinn við baðvaskinn og gefa hversdagsleikanum örlitla fegurð. Þær eiga þó kannski betur heima við eldhúsvaskinn, sérstaklega með tilliti til þess að lyktirnar koma frá ávöxtum og kryddum.

Eftir að hafa lýst með fjarveru sinni undanfarnar vikur þá er vikumatseðillinn hér aftur á sínum stað. Ég vona að þið finnið eitthvað á honum sem ykkur líkar.

Fiskur með beikoni og eggjasósu

Mánudagur: Mér þykir fiskur með beikoni og eggjasósu vera ljúffeng byrjun á vikunni. Samsetningin kemur skemmtilega á óvart!

Ofnbakaðar kjötbollur

Þriðjudagur: Kjötbollur vekja alltaf lukku hér á bæ og okkur þykja þessar ofnbökuðu kjötbollur æðislegar.

Blómkálssúpa

Miðvikudagur: Blómkálssúpan stendur alltaf fyrir sínu og fellur í kramið hjá öllum aldurshópum.

Sveppapasta

Fimmtudagur: Sveppapasta er fljótlegt og gott. Það er ekki svo galið að bera það fram með New York Times-brauði.

Mexíkóskur mangókjúklingur

Föstudagur: Mér þykir mexíkóskur mangókjúklingur vera fullkominn föstudagsmatur. Ég ber hann fram með salati (iceberg sem hefur legið í ísköldu vatni og er því brakandi stökkt) með rauðri papriku, rauðlauki, kokteiltómötum, miklu avókadó, fetaosti og mulnu nachos (svart Doritos).

Hnetusmjörs- og súkkulaðivöfflur með bananarjóma

Með helgarkaffinu: Hnetusmjörs- og súkkulaðivöfflur með bananarjóma lífga upp á hvaða dag sem er og sóma sig vel með helgarkaffinu.

Ein athugasemd á “Vikumatseðill

  1. Svava, þú ert himnasending, þú bjargar mér og svo mörgum öðrum, það er ekki lengur vandamál að versla inn fyrir vikuna og allt sem ég hef eldað og bakað frá þér sem er annsi margt hefur verið algjört æði og farið í uppáhalds uppskriftarbókina mína, takk kærlega besta 🙂

Færðu inn athugasemd við María Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s