Sriracha kjúklinga quesadillas

Þegar Svala keppti í eurovision í maí voru við með smá eurovisionpartý hér heima. Ég var sein heim úr vinnunni þann daginn, var ekki búin að undirbúa neinar veitingar og hafði ekki tíma til að standa í stórræðum í eldhúsinu. Ég ákvað því að prófa quesadillas sem ég hafði séð á Buzzfeed en þeir eru duglegir að setja inn myndbönd af einföldum og girnilegum réttum. Þessar quesadillas hafði ég verið á leiðinni að prófa og fannst þarna kjörið tækifæri til að láta verða af því.

Þetta hefði ekki getað verið einfaldara hjá mér. Í bílnum á leiðinni heim úr vinnunni heyrði ég að KFC var með tilboð á hot wings fötum þannig að ég kom við og keypti eina. Síðan keypti ég tilbúið ferskt guacamole, grillaðan kjúkling og það sem mig vantaði í quesadillurnar í Hagkaup. Hér heima átti ég salsa sósu, sýrðan rjóma og Doritos. Það tók mig enga stund að gera quesadillurnar, meðlætið fór beint í skálar og á innan við hálftíma var allt klárt. Það er óhætt að segja að quesadillurnar vöktu mikla lukku en þær kláruðust upp til agna! Í eftirrétt var ég síðan með súkkulaðimús sem ég hef gert svo oft að það nær engri átt. Við fáum ekki nóg af henni!

Sriracha kjúklinga quesadillas (uppskriftin er fyrir 8)

  • 2 bollar rifinn grillaður kjúklingur
  • 1/3 bolli sriracha (ég mæli með að byrja með helming af sósunni og smakka sig áfram)
  • 2 msk sýrður rjómi
  • 2 bollar rifinn cheddar ostur
  • 4 tsk bragðdauf olía
  • 4 stórar tortillakökur
  • 1/4 bolli hakka kóriandar

Blandið saman kjúklingi, Sriracha, sýrðum rjóma og osti. Skiptið blöndunni á tortillakökurnar þannig að þær þeki helming þeirra og brjótið hinn helminginn yfir. Hitið olíu á pönnu (eða hitið grillið) og steikið tortilluna í um 2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hún er orðin stökk að utan og osturinn bráðnaður inn í.

Skerið hverja tortillu í 4 sneiðar, leggið á fat og skreytið með kóriander. Berið fram með sýrðum rjóma, guacamole og/eða salsa og ostasósu. Mér þykir líka gott að hafa nachos með.

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Kjúklingagyros

Þetta var stutt vinnuvika og strax að koma helgi aftur. Gunnar er að keppa annað kvöld og því verður kvöldmaturinn eflaust mexíkósk kjúklingasúpa (já, enn og aftur!) sem ég get útbúið áður en við höldum á völlinn og hitað okkur upp þegar við komum köld heim. Á laugardaginn langar mig hins vegar til að elda kjúklingagyros, því það er jú bara svo gott!

Uppskriftin er einföld og eflaust fá hráefni sem þarf að hlaupa út í búð eftir. Krakkarnir setja kjúklinginn í pítubrauð með sósu og grænmeti en mér þykir líka gott að hafa bara salat með (og síðan stenst ég aldrei franskar kartöflur, sérstaklega ekki ef þær eru djúpsteiktar). Hvíta sósan sem er á myndinni er hvítlaukssósa (ef einhver er að velta því fyrir sér).

Kjúklinga Gyros

Gyros kryddblanda:

  • 2 msk cummin
  • 2 msk paprika
  • 2 msk oregano
  • 1 msk hvítlaukskrydd
  • 1/2 tsk kanil
  • 1/2 tsk salt
  • chillí eftir smekk

Blandið öllu saman.

Kjúklinga gyros:

  • 900 g kjúklingabringur
  • gyroskryddblandan (uppskriftin passar fyrir 900 g af kjúklingi)
  • 1/2 dl ólífuolía
  • safi frá 1/2 sítrónu

Skerið kjúklinginn í strimla og setjið í hreinan plastpoka. Bætið kryddblöndunni, olíu og sítrónusafa saman við. Lokið pokanum og blandið öllu vel saman. Ef þáð gefst tími þá er gott að láta kjúklinginn liggja aðeins í marineringunni (þó ekki nauðsynlegt). Steikið kjúklinginn á heitri pönnu.

Berið fram í pítabrauði með grænmeti og hvítlaukssósu, pítusósu eða tzatziki. Það er líka gott að sleppa brauðinu og bera kjúklinginn fram með góðu salati og jafnvel frönskum kartöflum.

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Kjúklingatacos undir ostabræðingi

 

Kjúklingatacos undir ostabræðingi

Ég var búin að lofa að sýna nýja ljósið sem prýðir orðið eldhúsið mitt. Sarfatti frá Flos hefur lengi staðið á óskalistanum mínum og hangir nú loksins yfir borðstofuborðinu. Mér þykir það svo fallegt að það nær engri átt.

Kjúklingatacos undir ostabræðingi

Um síðustu helgi eldaði ég kjúklingatacos sem sló í gegn hér heima. Tacokryddaður kjúklingur, paprikur og rauðlaukur undir blöndu af rjómaosti, sýrðum rjóma og cheddarosti. Þið heyrið bara hvað þetta er gott! Það er hægt að bera réttinn fram með í stökkum tacoskeljum, mjúkum tortilla eða bara með salati og nachos. Við settum blönduna í mjúkar tortillur ásamt fínskornu iceberg, salsa sósu, sýrðum rjóma og toppuðum með muldu svörtu Doritos. Súpergott!!

Kjúklingatacos undir ostabræðingi

Kjúklingatacos undir ostabræðingi

  • 900 g kjúklingabringur
  • 2 pokar tacokrydd
  • gul, rauð og græn paprika (1 í hverjum lit)
  • stór rauðlaukur (eða tveir litlir)
  • 200 g rjómaostur
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 2 dl rifinn cheddarostur + smá til að setja yfir
  • jalapenos
  • nachos

Hitið ofninn í 225°. Skerið kjúklingabringurnar í strimla, fínhakkið paprikurnar og skerið laukinn í báta. Steikið kjúklinginn og kryddið með tacokryddinu. Bætið paprikum og rauðlauk á pönnuna og steikið í 1 mínútu. Setjið blönduna yfir í eldfast mót. Hrærið saman rjómaosti, sýrðum rjóma og rifnum cheddar osti. Dreifið úr ostablöndunni yfir kjúklingablönduna. Stráið smá cheddar osti yfir ásamt fínhökkuðu jalapeno. Setjið í ofninn í um 15 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður. Takið út og skreytið með nachos.

Kjúklinga Pad Thai

Kjúklinga Pad Thai

Nú er enn ein helgin handan við hornið og í þetta sinn sit ég á hreint út sagt frábærum föstudagasrétti sem ég eldaði síðasta föstudag við gífurlegar vinsældir hér heima. Rétturinn var svo vinsæll að afgangurinn var borðaður í morgunmat á laugardagsmorgninum og fengu færri en vildu.

Kjúklinga Pad Thai

Ég hef aldrei áður endað Pad thai en hef hins vegar margoft keypt mér Pad thai á veitingastöðum því mér þykir það svoooo gott. Ég held að ástæðan fyrir því að ég hef ekki eldað það fyrr er að ég klúðraði einhvern tímann hrísgrjónanúðlum þegar ég sauð þær og síðan þá hef ég haldið mér frá þeim. Núna klúðraðist hins vegar ekkert enda svo sem erfitt að klúðra svona einfaldri eldamennsku.

Kjúklinga Pad Thai

Það eina sem er tekur tíma við þennan rétt er að skera niður kjúklinginn og grænmetið. Ég mæli því með að byrja á að sjóða núðlurnar og á meðan þær sjóða að skera niður allt sem þarf að skera niður. Að því loknu tekur enga stund að koma réttinum saman.

Kjúklinga Pad Thai

Uppskriftin er stór og dugar vel fyrir 6 manns. Við vorum 5 í mat og áttum smá afgang sem Jakob náði að fá sér í morgunmat daginn eftir, við litlar vinsældir Gunnars sem einfaldlega var ekki nógu snöggur á fætur. You snooze you lose…

Kjúklinga Pad thai

Kjúklinga Pad Thai (uppskrift frá Cooking Classy)

  • 280 g hrísgrjónanúðlur  (Thai rice noodles)
  • 500 g  kjúklingabringur, skornar í strimla
  • 2 msk grænmetisolía
  • 1/4 bolli púðursykur
  • 1/4 bolli sojasósa
  • 2 msk hrísgrjónaedik (rice vinegar)
  • 1 msk ferskur limesafi
  • 1 msk fiskisósa (fish sauce)
  • 1 rauð paprika, skorinn í þunna strimla
  • 1 1/2 bolli gulrætur, skornar í strimla á stærð við eldspítur
  • 2 hvítlauksrif
  • 4 vorlaukar, hvíti hlutinn er fínhakkaður og græni hlutinn skorinn í sneiðar
  • 2 bollar baunaspírur (ég var með eina dós af niðursoðnum)
  • 3 stór egg
  • 1/2 bolli salthnetur, hakkaðar gróflega
  • 1/3 bolli kóriander, hakkað

Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka (passið að sjóða þær ekki of lengi og kælið þær um leið og þær koma úr pottinum).

Hrærið saman púðursykri, sojasósu, hrísgrjónaediki, limesafa og fiskisósu. Setjið til hliðar.

Hitið olíu á pönnu yfir miðlungsháum hita og steikið kjúklinginn þar til hann er fulleldaður (það tekur um 4-6 mínútur). Takið kjúklinginn af pönnunni. Setjið papriku og gulrætur á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur, bætið þá hvítlauk, vorlauk og baunaspírum á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur til viðbótar. Ýtið grænmetinu til hliðar á pönnunni og brjótið eggin í miðjuna. Hrærið í eggjunum þar til þau eru fullelduð. Bætið kjúklingi, núðlum og sósu á pönnuna og blandið öllu vel saman. Steikið saman í 1-2 mínútur. Stráið fersku kóriander og salthnetum yfir og berið fram.

Ofnbakað kjúklingashawarma

Ofnbakað kjúklingashawarma

Ef einhverjum vantar hugmynd að góðum kvöldverði þá er ég með frábæra tillögu, nefnilega þetta dásamlega ofnbakaða kjúklingashawarma. Ég hef varla getað hætt að hugsa um hvað þetta var gott!

Ofnbakað kjúklingashawarma

Shawarma getur kannski hljómað sem flókinn og jafnvel vesenismatur sem maður fær sér bara erlendis en þessi uppskrift er svo einföld að það hálfa væri nóg. Kjúklingurinn er einfaldlega látinn marinerast og er svo bara settur í ofninn. Á meðan er meðlætið skorið niður og áður en maður veit af er allt klárt. Ferskt og súpergott!

Ofnbakað kjúklingashawarma

Ofnbakað kjúklingashawarma

  • safi úr 2 sítrónum
  • 1/2 bolli ólífuolía
  • 5 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 tsk gróft salt
  • 2 tsk nýmalaður svartur pipar
  • 2 tsk kumin (ath. ekki kúmen)
  • 2 tsk paprikukrydd
  • 1/2 tsk túrmerik
  • smá kanil
  • rauðar piparflögur eftir smekk
  • 900 g úrbeinuð kjúklingalæri eða -bringur
  • 1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn í fernt
  • 2 msk hökkuð fersk steinselja

Blandið saman sítrónusafa, ólífuolíu, hvítlauk, salti, pipar, kumin, papriku, túrmerik, kanil og rauðum piparflögum í stórri skál og hrærið vel saman. Bætið kjúklingnum í skálina og látið marinerast í ísskáp í amk 1 klukkustund eða alveg upp í 12 klukkutíma.

Hitið ofninn í 200° og smyrjið bökunarplötu með smá ólífuolíu. Bætið rauðlauknum saman við marineraða kjúklinginn og blandið vel saman. Setjið kjúklinginn og rauðlaukinn á bökunarplötuna og setjið í ofninní 30-40 mínútur. Kjúklingurinn á að vera stökkur að utan og eldaður í gegn. Takið úr ofninum og látið standa í 2 mínútur áður en kjúklingurinn er skorinn í bita. Setjið kjúklinginn í skál eða á fat og stráið hakkaðri steinselju yfir. Berið fram með tómötum, gúrku, pítubrauði, káli, fetaosti, ólífum, hrísgrjónum, pítusósu… möguleikarnir eru endalausir!

Heilgrillaður kjúklingur og parmesanfranskar

Heilgrillaður kjúklingur og parmesanfranskar

Þó að haustið sé handan við hornið er enn heilmikið eftir af grilltímabilinu. Ég keypti mér fyrir nokkrum árum grillstand fyrir kjúkling eftir að hafa ítrekað heyrt vinnufélaga mína dásama honum. Ég veit ekki hversu oft við höfum skellt kjúklingi á standinn þegar okkur langar í eitthvað gott en nennum ekki að hafa mikið fyrir matnum og óhætt að segja að þetta reyndust góð kaup. Á miðjum standinum er skál sem settur er bjór í (sem sér til þess að kjúklingurinn verður ekki þurr), kryddaður kjúklingur er settur ofan á skálina og að lokum er tappi settur í hálsopið. Herlegheitin eru síðan sett á lokað grill í um klukkustund. Það þarf ekkert að hugsa um kjúklinginn á meðan hann grillast og það bregst ekki að hann verður mjúkur og dásamlega góður í hvert einasta skipti! Ég mæli með þessu.

Heilgrillaður kjúklingur og parmesanfranskar

Við borðum grillaða kjúklinginn ansi oft eins og hér á myndunum, þ.e. sem hálfgerðan skyndibita með djúpsteiktum frönskum, hrásalati og piparostasósu. Ég fæ aldrei leið á þessu. Hér breyttum við út af vananum og höfðum parmesanfranskar með kjúklingnum. Franskarnar eru djúpsteiktar og um leið og þær koma upp úr pottinum eru þær saltaðar og velt upp úr fínrifnum parmesanosti (þessi sem maður kaupir tilbúinn rifinn). Hristið vel saman og stráið smá meiri parmesanosti yfir þegar hann byrjar að bráðna. Passar vel með öllum grillmat!

Heilgrillaður kjúklingur og parmesanfranskar

Indverskur Butter Chicken

Indverskur Butter Chicken

Ja hérna hér, vikan leið án þess að nokkur bloggfærsla liti dagsins ljós. Það átti ekki að fara þannig en vikan hreinlega flaug frá mér og áður en ég vissi af var helgin liðin og aftur kominn mánudagur. Þetta eru hálf furðulegir dagar, ég er ekki í sumarfríi en hegða mér eins og ég sé í fríi. Fer allt of seint að sofa og kemst varla á fætur á morgnanna. Fer hálf þreytt í gegnum vinnudaginn og er svo orðin eldhress þegar ég kem heim og næ að endurtaka leikinn. Þegar svo kemur að helginni er ég eins og sprungin blaðra. Sofnaði klukkan 20.30 á föstudagskvöldinu og svaf í einum rykk til 11 morguninn eftir. Geri aðrir betur!

Indverskur Butter ChickenIndverskur Butter Chicken

Á laugardeginum bauð mamma okkur í bröns sem toppaði alla brönsstaði bæjarins og vel það. Hún bauð meðal annars upp á tvíreykt hangikjöt með piparrótarsósu og melónu, nýbakað brauð, ofnbökuð egg sem voru vafin í hráskinku, heitur brauðréttur, laxavefjur og ég veit ekki hvað og hvað. Svo var skálað í cava og í eftirrétt hafði mamma gert hráköku sem hún bar fram með rjóma. Við borðuðum svo yfir okkur að við vorum enn södd um kvöldið og fengum okkur bara eðlu í kvöldmat.

Indverskur Butter Chicken

Í gærkvöldi eldaði ég hins vegar besta indverska kjúklingarétt sem ég hef fengið í langan tíma. Þennan verðið þið að prófa! Diskarnir voru sleiktir og það var ekki svo mikið sem sósudropi eftir af matnum og því óhætt að segja að hann vakti mikla lukku. Ég setti kjúklinginn í marineringu um morguninn en það er líka hægt að gera það kvöldið áður. Síðan bar ég réttinn fram með hrísgrjónum, léttri jógúrtsósu og besta keypta naan-brauði sem ég hef smakkað (frá Stonefire). Með matnum drukkum við bragðmikið Toscana vín, Mediterra. Þvílík veisla!

Indverskur Butter Chicken

Butter chicken (uppskrift fyrir 4-5) – lítillega breytt uppskrift frá Whats Gaby Cooking

  • 900 g úrbeinuð kjúklingalæri eða -bringur
  • 1 dós grísk jógúrt (350 g)
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 ½ msk túrmerik
  • 2 msk garam masala
  • 2 msk kumin (ath ekki það sama og kúmen)
  • 1 tsk cayenne pipar
  • ½ bolli smjör
  • 1 laukur, hakkaður
  • 4 hvítlauksrif, grófhökkuð
  • 2 msk rifið ferskt engifer
  • 1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar
  • ½ bolli vatn
  • 1 kjúklingateningur
  • 7,5 dl rjómi
  • 1 tsk tómat paste
  • salt
  • ferskt kóriander til skrauts

Hrærið saman kjúklingi, grískri jógúrt, sítrónusafa, rúmerik, garam masala, kumin og cayenne pipar í skál. Látið standa í ísskáp yfir nóttu ( það dugar líka yfir daginn).

Hitið stóra pönnu yfir miðlungsháum hita og bræðið smjörið. Hrærið lauknum saman við smjörið og hægeldið þar til laukurinn er orðinn glær (passið að hafa ekki of háan hita). Bætið hvítlauk og engifer á pönnuna og steikið í 2-3 mínútur til viðbótar.  Bætið niðursoðnum tómötum á pönnuna og látið sjóða í 5 mínútur. Bætið kjúklingnum ásamt marineringunni á pönnuna og eldið í 5 mínútur. Bætið vatni og kjúklingateningi á pönnuna, látið suðuna koma upp, lækkið svo hitann og látið sjóða við vægan hita í 30 mínútur. Hrærið rjóma og tómatpaste saman við og látið sjóða í 15 mínútur til viðbótar. Smakkið til með salti og sítrónusafa.

Kung Pao kjúklingur

 

Kung Pao kjúklingur

Gleðilegan þjóðhátíðardag! Ó, hvað ég vona að veðrið haldist þurrt og að allir geta notið skemmtanahalds þar sem þeir eru. Ég ætla ekki að taka þátt í 17. júní hátíðarhöldum þetta árið (sem þykir svo sem ekki fréttnæmt þar sem ég er lítið fyrir slík skemmtanahöld, sé bara fyrir mér engin laus bílastæði og hvergi laus borð á veitingastöðum… nei, þetta er einfaldlega ekki fyrir mig) heldur er okkur boðið í grill til vinafólks okkar í kvöld. Börnin séu orðin svo stór að þau vilja helst að ég haldi mér heima á meðan þau skemmta sér á Rútstúni og ég mun ekki mótmæla því. Hef hugsað mér að fara á meðan í góðan göngutúr og síðan dunda mér í eldhúsinu þannig að það bíði þeirra nýbökuð kaka þegar þau koma heim. Smá þjóðhátíðarkaffi getur maður alltaf gert sér að góðu, ekki satt?

Kung Pao kjúklingur

Eins og alltaf fyrir helgar leitar hugurinn að helgarmatnum. Um daginn gerði ég æðislegan kjúklingarétt sem mér þykir passa vel sem helgarmatur, eða EM matur ef út í það er farið. Strákarnir voru ekki heima þetta kvöld en við sem vorum í mat voru stórhrifin af réttinum. Þegar Jakob kom heim fékk hann sér það sem eftir var og kláraði það upp til agna. Þegar ég svo spurði hvort honum hafi ekki þótt þetta æðislega gott þá svaraði hann „þetta var mjög gott en ég hef fengið betra“. What! Súpergott segjum við hin og klárlega réttur til að prófa.

Kung Pao kjúklingur

Kung Pao kjúklingur

  • 3-4 kjúklingabringur, skornar í munnbita
  • Salt og pipar
  • 1½ bolli maísmjöl
  • 3 egg
  • ¼ bolli canola olía
  • ¼ bolli soja sósa
  • ¼ bolli edik
  • 1 matskeið rautt chillí paste (t.d. Sriracha)
  • 1 tsk pressaður hvítlaukur
  • ¼ bolli púðursykur
  • ½ msk maísmjöl
  • 1 rauð paprika, hökkuð
  • ¼ bolli salthnetur
  • vorlaukur til skrauts

Hitið ofninn í 180°.

Skerið kjúklinginn í munnbita og kryddið með salti og pipar. Setjið maísmjöl í eina skál og léttilega hrærð egg í aðra skál. Hitið olíuna á pönnu.

Veltið kjúklingnum upp úr maísmjölinu, síðan eggjunum og setjið hann að lokum á pönnuna. Steikið þar til kjúklingurinn er byrjaður að brúnast. Færið kjúklinginn þá af pönnunni yfir í eldfast mót.

Hrærið saman sojasósu, ediki, chillí paste, hvítlauk, púðursykri og maísmjöli. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn og blandið vel. Setjið hakkaða papriku og salthnetur yfir. Bakið í klukkutíma en hrærið í réttinum á 15 mínútna fresti. Berið fram með hrísgrjónum.

Grillaðir BBQ-kjúklingaleggir

Grillaðir BBQ-kjúklingaleggir

Gærkvöldið tók óvænta stefnu þegar ég ákvað skyndilega að bjóða mömmu og Eyþóri bróður í mat og fótboltaáhorf til okkar. Þvílíkt kvöld og þvílíkur leikur! Ég hef ekki taugar í þetta og hef því blendnar tilfinningar fyrir næsta leik. Tilhlökkun og kvíði fyrir stressfaktornum sem fer upp úr öllu veldi, en það er kannski bara partur af programmet? Hvað veit ég. Ég sem hef aldrei fylgst með fótbolta sit orðið allar helgar og horfi á 4. flokk Breiðabliks keppa og núna bætist Evrópumótið við. Maður veit víst aldrei hvað bíður manns. Kannski fer ég bráðum að halda með liði í ensku deildinni eða eitthvað. Nei, ég segi bara svona…

Grillaðir BBQ-kjúklingaleggirGrillaðir BBQ-kjúklingaleggir

Þar sem matarboðið kom skyndilega upp og mig langaði hvorki í hamborgara né pizzu, þá ákvað ég að grípa í uppskrift sem ég fékk fyrir nokkrum árum og hefur verið notuð óteljandi sinnum hér heima, grillaðir BBQ-kjúklingaleggir. Þessi uppskrift er með þeim einföldustu og bestu, ég lofa! Kjúklingaleggirnir eru forsoðnir þannig að þeir þurfa bara stutta stund á grillinu. Með þessari eldunaraðferð fær maður safaríka og góða kjúklingaleggi en ekki þurra eins og vill verða þegar þeir eru bara grillaðir. Skotheld uppskrift sem vekur alltaf lukku!  Með matnum drukkum við Allegrini Soave sem setti algjörlega punktinn yfir i-ið. Frábært hvítvín á góðu verði.

grillaður bbq1

Grillaðir BBQ-kjúklingaleggir

Kjúklingaleggirnir eru soðnir í potti með kjúklingakrafti (ca 1 kjúklingateningur á hvern bakka af kjúklingaleggjum) í 10-15 mínútur. Þá eru þeir teknir úr pottinum og látnir kólna aðeins. BBQ-sósu er síðan penslað á kjúklingaleggina og þeir að lokum grillaðir í stutta stund þannig að BBQ-sósan karamellist utan um kjúklingalegginn. Gott er að pensla smá auka BBQ-sósu á kjúklinginn þegar hann er á grillinu.

Einfalt og súpergott kjúklingasalat

Einfalt og súpergott kjúklingasalat

Þá er vetrinum formlega lokið og sumarið framundan. Ljúft! Ég mun hvorki sakna þess að skafa bílinn á morgnanna né að vera aldrei heima í dagsbirtu. Veturinn hefur vissulega sinn sjarma en ég gleðst alltaf yfir árstíðaskiptum. Með hækkandi sól dregur úr lönguninni í hægeldaðar grýtur og léttari matur fer að lokka. Ég bauð upp á þetta einfalda og góða kjúklingasalat með sætum kartöfum fyrr í vikunni sem allir kunnu að meta. Ég bar hráefnin fram hvert í sinni skál þannig að hver og einn setti sitt salat saman eftir smekk. Stökkt kál og grænmeti, heitur kjúklingur, heitar sætar kartöflur, fetaostur, sweet chillisósa og stökkar hakkaðar wasabihnetur yfir. Það hljóta allir að sjá að þetta getur ekki klikkað!

Einfalt og súpergott kjúklingasalatEinfalt og súpergott kjúklingasalatEinfalt og súpergott kjúklingasalat

Einfalt kjúklingasalat

  • kjúklingur (bringur, úrbeinuð læri, heill kjúklingur…bara það sem hentar best)
  • sætar kartöflur
  • wasabihnetur
  • konfekttómatar (eða aðrir tómatar)
  • rauðlaukur
  • rauð paprika
  • fetaostur
  • salat (t.d. iceberg sem hefur staðið í ísköldu vatni, þá verður það stökkt og gott)
  • sweet chilli sósa

Byrjið á að elda kjúklinginn og sætu kartöflurnar. Kjúklingurinn er settur í eldfast mót sem hefur verið smurt með ólífuolíu. Veltið kjúklingnum upp úr olíunni og kryddið síðan eftir smekk (gott að nota vel af kryddinu, helst þannig að það hjúpi kjúklinginn alveg). Setjið álpappír yfir formið. Skerið sætu kartöflurnar í bita og setjið á ofnplötu. Sáldrið ólívuolíu yfir og kryddið með maldonsalti og pipar. Setjið nú kjúklinginn og sætu kartöflurnar í 180° heitan ofn í um 30 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og kartöflurnar mjúkar í gegn.

Skerið papriku, tómata og rauðlauk smátt og grófhakkið hneturnar. Skerið kálið niður.

Mér þykir best að setja hvert hráefni fyrir sig í skál og bera þau þannig fram. Síðan býr hver og einn til sitt salat. Ég blanda öllu saman og set síðan sweet chillisósu yfir og enda á að strá söxuðu wasabihnetunum yfir allt. Súpergott!