Vikumatseðill

Vikumatseðill

Það sem af er helginni hef ég eytt í mestu makindum. Hitt vinkonu mína, gert vikuinnkaupin, fengið mömmu í kaffi, prjónað og borðað allt of mikið af nammi. Í dag ætla ég að rífa mig upp og ganga Sveifluháls með nokkrum vinnufélögum. Ég veit að það verður frábær ferð og ekki skemmir fyrir hvað veðrið er fallegt.

Eins og svo oft áður vil ég byrja vikuna á fiski og parmesanhjúpaður fiskur stendur efst á óskalistanum hjá mér. Pastagratínið á þriðjudeginum gæti vel dugað í tvær máltíðir, sérstaklega ef þú drýgir það með salati og brauði. Núðlurnar á fimmtudeginum koma skemmtilega á óvart og ef þið hafið ekki prófað mexíkósku kjúklingabökuna þá hvet ég ykkur til þess. Hún hefur verið í uppáhaldi hjá okkur frá því að ég gerði hana fyrst.

Steiktur fiskur í parmesanraspi

Mánudagur: Mér þykir steiktur fiskur í parmesanraspi vera góð byrjun á vikunni.

Pastagratin

Þriðjudagur: Pastagratín vekur alltaf lukku og ég elska að uppskriftin dugar okkur í kvöldmat og nesti daginn eftir.

Sveppasúpa

Miðvikudagur: Mér þykir gott að hafa súpu í miðri viku og þessi sveppasúpa er bæði einföld og góð.

Bragðmiklar tælenskar núðlur með kjúklingi

Fimmtudagur: Jakob mun hoppa hæð sína þegar hann sér þessar bragðmiklu tælensku núðlur með kjúklingi á matseðlinum. Hann gæti lifað á núðlum og þessar eru mjög góðar.

Mexíkósk kjúklingabaka

Föstudagur: Þessi mexíkóska kjúklingabaka er ein af mínum uppáhalds. Ég ber hana fram með salati, nachos, salsa, sýrðum rjóma og guacamole.

möndlukaka

Með helgarkaffinu: Möndlukakan er jafn falleg og hún er góð. Ég hef ekki keypt möndluköku eftir að ég datt niður á þessa uppskrift því þessi er svo margfalt betri og það tekur enga stund að baka hana.

2 athugasemdir á “Vikumatseðill

  1. Ég er búin að skoða síðuna þína og nota af henni uppskriftir í nokkra mánuði núna, ekkert hefur brugðist 🙂 Ég vildi bara segja takk kærlega fyrir mig! Og endilega haltu áfram að deila með okkur yndislegum mat!

  2. Sæl Svava,

    Vil taka undir orð Aspar. Ég hef mikla ánægju af að fylgjast með síðunni þinni og nota margar uppskriftir frá þér fjölkyldu minni til sannrar gleði. Ég vona að þú haldir áfram með síðuna. Bestu þakkir fyrir mig 🙂

Færðu inn athugasemd við Arndís Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s