Banana- og súkkulaðibaka

Banana- og súkkulaðibaka

Ég fór í smá frí til Brussel og Stokkhólms í síðustu viku og skildi tölvuna eftir heima, sem varð til þess að bloggið fékk að sitja á hakanum. Hef ég sagt ykkur að ég E L S K A Stokkhólm? Hún er uppáhalds borgin mín í öllum heiminum og mér þykir alltaf jafn yndislegt að koma þangað. Í þetta sinn var það sérlega ljúft, því bæði lék veðrið við okkur og við fórum á bestu tónleika sem ég hef nokkurn tímann farið á, nefnilega Adele. Ég er enn að hugsa um hvað hún er stórkostleg söngkona og hefði helst viljað elta hana á næstu tónleika.

Ég var búin að lofa uppskrift af þessari böku sem hvarf á methraða ofan í mannskapinn hér heima um daginn. Bananar og súkkulaði er blanda sem getur ekki klikkað. Ég bar bökuna fram heita með vanilluís og sló algjörlega í gegn. Súpergóð!

Banana- og súkkulaðibakaBanana- og súkkulaðibakaBanana- og súkkulaðibakaBanana- og súkkulaðibaka

Banana- og súkkulaðibaka (uppskrift fyrir 4-5)

 • 3 bananar
 • 100 g suðusúkkulaði
 • 2 dl hveiti
 • 1 dl sykur
 • 1 msk vanillusykur
 • 125 g smjör, við stofuhita

Afhýðið bananana og skerið í sneiðar. Grófhakkið súkkulaðið.

Setjið hveiti, sykur, vanillusykur og smjör í skál og vinnið saman með gaffli eða fingrunum þannig að úr verði nokkurs konar mulningur.

Smyrjið eldfast mót, setjið bananana í botninn, súkkulaðið yfir og endið á að dreyfa mulningnum yfir. Bakið við 200° í 25-35 mínútur, eða þar til bakan hefur fengið fallegan lit. Berið bökuna fram heita með vanilluís eða rjóma.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

 

Brokkólí- og sveppabaka

Brokkólí- og sveppabaka

Ég er enn að reyna að vera með grænmetisrétt einu sinni í viku og það hefur gengið vonum framar. Það er svo mikið til að góðum grænmetiréttum og margir hverjir eru bæði fljótgerðir og æðislega góðir. Síðan eru þeir léttir og góðir í maga. Þessi baka er án bökubotns og það tekur því enga stund að útbúa hana. Það má síðan bera bökuna fram með góðu brauði til að gera hana að meiri máltíð.

Brokkolí- og sveppabaka

 • 250 g brokkoli
 • 150 g sveppir
 • 3 egg
 • 2 dl rjómi
 • 100 g philadelphia rjómaostur
 • 100 g kotasæla
 • 150 g fetaostur
 • basilika og pipar (gott að krydda líka með kryddi lífsins frá Pottagöldrum og paprikukryddi)
 • 2 dl rifinn ostur

Hitið ofninn í 200° og smyrjið eldfast form. Setjið brokkólí og sveppi í botninn á forminu. Hrærið eggin með rjómanum, kryddið og bætið kotasælu og fetaosti saman við. Hellið blöndunni yfir og stráið rifnum osti yfir. Bakið í 20-25 mínútur.

Brokkólí- og sveppabakaBrokkólí- og sveppabakaBrokkólí- og sveppabaka

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

 

Quiche Lorraine

Quiche LorraineMatarlöngunin á það til að sveiflast eftir veðrinu og þegar sólin skín vil ég helst vera með eitthvað létt í matinn. Í dag er sólin vissulega fjarri góðu gamni en hún lætur vonandi sjá sig áður en sumarið er allt og þá er gott að muna eftir þessari böku, sem passar reyndar í öllum veðrum og er líka frábær sem hádegisverður.

Quiche Lorraine

Mér þykir alltaf gaman að bera bökur fram því þær eru svo fallegar á borði. Þessa uppskrift sá ég fyrir þónokkru hjá Smitten kitchen og beið eftir tækifæri til að prófa hana. Okkur þótti hún dásamleg! Ég bar bökuna fram með salati með fetaosti og balsamik creme, sem okkur þótti passa stóvel með.

Quiche Lorraine – uppskrift frá Smitten kitchen

 • 1 ¾  bolli púrrulaukur, skorinn í bita (notið bara hvíta og ljósgræna hlutann, þið þurfið um tvo stóra lauka)
 • ¾ bolli laukur, skorinn í bita
 • 2 ½  tsk ólífuolía
 • 1  1/4 bolli hveiti
 • 1 msk + 2 tsk kornsterkja
 • salt
 • 6 msk smjör, skorið í teninga
 • 4 egg
 • ½ bolli + 1 msk rjómi
 • 1 bolli + 2 msk sýrður rjómi
 • smá múskat
 • smá pipar
 • 1½ bolli skinka, skorin í bita (ég keypti tilbúna skinkustrimla)
 • ¾ bolli ostur, t.d. gouda eða gouda sterkur

Setjið stóra pönnu yfir lágan hita og steikið lauk og púrrulauk í ólívuolíu í 30-40 mínútur, eða þar til þeir eru karamelluseraðir. Hrærið annað slagið í. Takið af hitanum og kælið.Quiche Lorraine

Setjið hveiti, kornsterkju, 1/4 tsk salt, smjör og 1 egg í matvinnsluvél og vinnið saman í deig (ef þið eruð ekki með matvinnsluvél notið þá handþeytara, gaffal eða heldurnar, allt virkar!).

Quiche Lorraine

Fletjið deigið út á hveitistráðu borði og setjið síðan yfir í bökuform (eða kökuform). Þrýstið deiginu vel í formið og kælið í ísskáp í 30 mínútur.

Á meðan bökuskelin er að kólna er rjóma og sýrðum rjóma blandað saman í skál. Hrærið eggjunum 3 sem eftir eru saman við ásamt smá múskati, salti og pipar. Hitið ofninn í 175°.

Takið bökuskelina úr ísskápnum og dreifið laukblöndunni yfir botninn á henni. Setjið þar á eftir skinkubita og rifinn ost yfir. Hellið rjóma- og eggjablöndunni yfir og setjið bökuna í ofninn. Bakið í um 25-30 mínútur, eða þar til bakan hefur fengið fallegan lit.

Quiche LorraineQuiche LorraineQuiche LorraineQuiche Lorraine

Berið bökuna fram heita eða við stofuhita, með góðu salati.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

 

 

Tacopizzubaka

Tacopizzubaka Mér þykir alltaf jafn leiðinlegt þegar það líður svona langt á milli bloggfærslna. Undanfarnir dagar hafa satt að segja þotið hjá og ég veit varla í hvað tíminn er að fara. Ég hef bara verið upptekin við að dekra við sjálfa mig. Fara í kvöldgöngur og baka súkkulaðikökur með kvöldkaffinu. Ég hef líka gert ýmislegt gott í eldhúsinu og uppskriftirnar bíða eftir að komast hingað inn. Tacopizzubaka Tacopizzubaka Á morgun er föstudagur og helgarfrí framundan. Ég ætla því að gefa uppskrift af einföldum, fljólegum en umfram allt góðum föstudagsmat, tacopizzuböku. Það kann að hljóma sem vesenisréttur en er það svo sannarlega ekki. Sé pizzadeigið keypt tilbúið þá þarf lítið annað að gera en að steikja hakkið og raða þessu saman. Ef þið nennið ekki að hakka lauk þá sleppið þið honum. Ef þið eruð í stuði til að hakka meira, bætið við papriku! Þetta er súpereinfalt og æðislega gott. Ekta föstudagsmatur! Tacopizzubaka   Tacopizzubaka

 • pizzadeig (keypt virkar stórvel)
 • 500 g nautahakk
 • 1 poki tacokrydd
 • 1/2 laukur, hakkaður
 • 1-2 tómatar, skornir í sneiðar
 • 1 dós sýrður rjómi
 • 1-2 tsk paprikukrydd
 • vel af chili explosion kryddi (verið óhrædd, það er ekki sterkt!)
 • rifinn ostur

Steikið nautahakkið með hökkuðum lauki í smá smjöri. Kryddið með tacokryddinu og hellið smá vatni yfir (1/2-1 dl). Steikið áfram þar til vatnið er horfið.

Kryddið sýrða rjómann með paprikukryddi og chili explosion.

Fletjið pizzadeigið út og setjið í smurt smelluform. Látið deigið ná vel upp hliðarnar. Setjið nautahakkið yfir pizzadeigið, raðið tómatsneiðum yfir og setjið sýrða rjómann yfir tómatana. Stráið rifnum osti yfir og leggið pizzadeigið yfir ostinn meðfram kanntinum. Bakið við 200° í 20-25 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og fengið fallegan lit.

Berið fram með sýrðum rjóma, salati og nachos.

 Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Pestóbaka með bökuðu grænmeti

Pestóbaka með bökuðu grænmeti

Ég dáist að fólki sem byrjar árið á heilsuátaki. Ég skil ekki hvernig það er hægt í þessum leiðinlegasta mánuði ársins. Hjá mér snýst janúar oftast um að dekra meira við mig, að láta meira eftir mér og njóta meira. Að gera mánuðinn eins góðan og ég mögulega get. Ég borðaði súkkulaði eftir morgunmatinn alla síðustu viku og fannst það dásamleg byrjun á deginum. Síðan gerði ég pestóböku í kvöldmatinn eitt kvöldið og fannst hún vera æðislegur endir á deginum.

Pestóbaka með bökuðu grænmeti

Það er eins með þessa uppskrift og svo margar aðrar, hún hefur verið í fórum mínum í fleiri ár og ég furða mig á því hvað það tók mig langan tíma að koma því í verk að elda hana. Bakan er nefninlega æðislega góð. Ég held að uppskriftin komi upphaflega úr sænska matreiðslublaðinu Allt om mat, en ætla ekki að sverja fyrir það.

Pestóbaka með bökuðu grænmeti

Mér þykir alltaf gaman að bera bökur fram því þær eru svo fallegar á borði, sérstaklega þegar þær eru bakaðar í bökuformum með lausum botni (þau fást víðast hvar fyrir lítinn pening).

Pestóbaka með bökuðu grænmeti

Skelin:

 • 3 dl hveiti
 • 125 g smjör, kalt úr ísskáp
 • 2 msk kalt vatn

Blandið hveiti og smjöri saman í grófa mylsnu í matvinnsluvél, með gaffli eða með fingrunum. Bætið vatninu saman við og vinnið snögglega saman í deig. Þrýstið deiginu í botn á 24 cm bökumóti með lausum botni og stingið yfir bontinn með gaffli. Látið standa í ísskáp í 30 mínútur.

Fyllingin:

 • 2 paprikur, gul og rauð
 • 2 rauðlaukar
 • 1 kúrbítur
 • 1 msk ólívuolía
 • salt
 • svartur pipar
 • 3 egg
 • 2 dl mjólk
 • 1 dl pestó

Hitið ofn í 250°. Skerið paprikur í bita, rauðlauk í þunna báta og kúrbít í sneiðar. Setjið á ofnplötu, dreypið ólívuolíu yfir og kryddið með salti og pipar. Bakið í miðjum ofni í 15-20 mínútur.

Hrærið saman eggjum, mjólk og pestó.

Þegar grænmetið hefur bakast er ofnhitinn lækkaður í 200°. Forbakið bökuskelina í miðjum ofni í um 10 mínútur. Setjið þá grænmetið í botninn og hellið eggjablöndunni yfir. Bakið í miðjum ofni í 35-40 mínútur.

Berið bökuna fram með góðu salati og jafvel salami, hráskinku og ólívum.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Þar sem ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvar Marshmallow creme fáist þá má ég til með að benda á að það fæst núna á amerískum dögum í Hagkaup. Það hefur verið erfitt að fá marshmallow creme hér á landi en annað slagið dúkkar það upp og þá er um að gera að hlaupa til svo hægt sé að baka frosnu bismarkbökuna með marshmellowkreminu. Ef þið hafið enn ekki gert hana þá hvet ég ykkur til þess.

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Ég birti uppskriftina af bökunni fyrir tæpu ári síðan en hún þolir vel að vera birt hér aftur. Mér þykir hún ómissandi sem eftirréttur um jól eða áramót og ekki skemmir fyrir að hægt sé að gera hana með góðum fyrirvara og geyma í frysti.

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Botn:

 • 20 súkkulaðikexkökur, t.d. Maryland
 • 2 msk kakó
 • 25 g brætt smjör

Bismarkkrem

 • 5 dl rjómi
 • 1 dós marshmalowkrem (fæst t.d. í Hagkaup, sjá mynd)
 • Nokkrir dropar af piparmintudropum
 • nokkrir dropar af rauðum matarlit
 • 1 dl bismarkbrjóstyskur + nokkrir til skrauts

Súkkulaðisósa:

 • 125 g dökkt súkkulaði
 • 75 g smjör
 • ½ dl sykur
 • ½ dl sýróp
 • ½ dl vatn
 • smá salt

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Setjið kex, kakó og brætt smjör í matvinnsluvél og vinnið saman. Þrýstið blöndunni í smelluform með lausum botni (það getur verið gott að klæða það fyrst með smjörpappír) og setjið í frysti.

Þeytið rjómann og blandið marshmallowkreminu varlega saman við. Passið að hræra marshmallowkreminu ekki of vel saman við rjómann, það á að vera í litlum klessum í rjómanum. Hrærið nokkrum dropum af piparmintudropum saman við (smakkið til, mér þykir passlegt að nota ca 1 tsk.).  Setjið um þriðjung af kreminu í aðra skál og leggið til hliðar.

Myljið bismarkbrjóstsykurinn í mortéli og blandið honum saman við stærri hluta kremsins. Takið kökubotninn úr frystinum og breiðið kreminu með bismarkbrjóstsykrinum yfir hann.  Hrærið nokkrum dropum af rauðum matarlit saman við kremið sem var lagt til hliðar og breiðið það yfir hvíta bismarkkremið. Notið hníf til að mynda óreglulega áferð í kremið.

Frystið kökuna í að minnsta kosti 5 klukkutíma. Takið hana úr frystinum 10-15 mínútum áður en það á að bera hana fram. Skreytið með bismarkbrjóstsykri.

Setjið öll hráefnin í súkkulaðisósuna í pott. Látið suðuna koma upp við vægan hita og hrærið þar til súkkulaðið er bráðnað. Látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur eða þar til sósan er orðin þykk og glansandi.

Berið sósuna fram heita eða kalda með kökunni.

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

Ég brá út af vananum um daginn og eldaði sér kvöldmat fyrir krakkana og síðar um kvöldið settumst við Öggi bara tvö niður. Það var notalegt að brjóta hversdagsleikann upp með síðbúnum kvöldverði yfir kertaljósi heima í eldhúsi. Bara með Ögga.

Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

Ég útbjó dásamlega böku fyrir okkur sem var með smjördeigsbotni, parmesan-, spínat og blaðlauksfyllingu og toppuð með kirsuberjatómötum.  Svo einfalt og svo ótrúlega gott. Baka sem sómir sér vel á hlaðborði, í saumaklúbbnum eða eins og við gerðum, með einföldu salati í kvöldmatinn. Áður en við vissum af var kvöldið liðið, bakan búin og við ákveðin í að gera þetta fljótlega aftur.

Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

 • 3 plötur smjördeig (um 250 g)
 • 1 púrrulaukur
 • 150 g spínat
 • 100-150 g ferskrifinn parmesan
 • 3 egg
 • 1 dl rjómi
 • 1 dós  (400 g) kirsuberjatómatar í dós (ég notaði frá CIRIO)
 • salt
 • pipar

Fletjið smjördeigið út og þekjið bökumót sem er um 24 sm í þvermáli með því. Stingið um botninn með gaffli og látið síðan í frysti í 30 mínútur.

Hitið ofninn í 225°. Forbakið bökuskelina í 15 mínútur í miðjum ofni. Takið skelina að því loknu úr ofninum og lækkið hitann niður í 200°. Ef smjördeigið hefur blásið upp við baksturinn þá er botninum á því þrýst aftur niður.

Skolið púrrulaukinn og skerið hann í strimla. Hitið olíu á pönnu og steikið púrrulaukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið þá spínatinu á pönnuna og steikið áfram þar til spínatið er orðið mjúkt.

Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

Setjið púrrulauk, spínat og rifinn parmesanost í bökuskelina. Hrærið egg og rjóma saman og kryddið með salti og pipar. Hellið hrærunni yfir fyllinguna og toppið með hálfum kirsuberjatómtum.

Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

Bakið í miðjum ofni í um 30 mínútur.