Portúgalskur saltfiskréttur og ávextir með hrákremi

Portúgalskur saltfiskréttur

Um daginn bauð mamma okkur í mat. Mamma gerir svo góðan mat að það er alltaf tilhlökkunarefni að fara í mat til hennar. Hún eldar rétti sem mér myndi aldrei detta í hug að elda, eins og þennan saltfiskrétt, og opnar augu mín fyrir nýjungum. Ég minnist þess ekki að hafa eldað saltfisk en mun gera það eftir að hafa fengið þennan rétt. Hann var svo góður! Krakkarnir fengu sér öll ábót og ég borðaði svo yfir mig að ég lá í sófanum hjá mömmu í þrjá tíma að jafna mig.

Portúgalskur saltfiskréttur

Ég var ekki með myndavélina með mér heldur smellti af myndum á símann og gæðin eru eftir því. Ég vona að það fyrirgefist, mig langaði bara svo til að deila uppskriftinni með ykkur. Eftir matinn bauð mamma upp á eftirrétt sem er í miklu uppáhaldi hjá strákunum, ávexti með hrákremi. Svo gott!

Portúgalskur saltfiskréttur og ávextir með hrákremi

Portúgalskur saltfiskréttur

  • 600 g saltfiskur, soðinn og skorinn í bita (passið að hafa fiskinn ekki of saltan)
  • 600 g kartöflur, soðnar og skornar í bita
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 rauð paprika
  • 100 g smjör
  • 3 msk olía
  • 1 stk Gull ostur, skorinn í bita
  • 1 poki gratín ostur
  • 1 askja kokteil tómatar

Byrjið á að sjóða fiskinn í einum potti og kartöflurnar í öðrum. Skerið fiskinn og kartöflurnar í bita og leggið til hliðar.

Hakkið lauk, papriku og hvítlauk. Bræðið smjör og olíu á pönnu og mýkjið laukinn, paprikuna og hvítlaukinn. Bætið fiskinum, kartöflunum og Gull ostinum saman við. Setjið blönduna í eldfast mót, stráið gratín ostinum yfir og að lokum kokteiltómötum sem hafa verið skornir til helminga. Bakið í 15 mínútur við 180°.

Hrákrem

  • 3 eggjarauður
  • 3 msk flórsykur
  • 5 dl rjómi

Þeytið eggjarauður og flórsykur saman í skál. Þeytið rjómann í annari skál. Blandið eggjablöndunni varlega saman við rjómann. Berið fram með ferskum ávöxtum.

 

Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma

Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma

Ég hef eflaust oft skrifað hér að súkkulaðimús sé uppáhalds eftirréttur strákanna. Gunnar gæti lifað á henni og fengi hann að ráða þá væri súkkulaðimús í eftirrétt á hverju kvöldi. Eftir að hafa prófað óteljandi uppskriftir þá er þessi sú sem stendur upp úr. Ég held mér orðið alfarið við hana en passa að hafa rjómann bara léttþeyttann. Það þykir mér gera músina sérlega góða. Ég ber súkkulaðimúsina alltaf fram með berjum en í gærkvöldi ákvað ég að poppa hlutina upp.

Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma

Fyrir utan að gera gömlu góðu súkkulaðimúsina þeytti ég rjóma sem ég sætti aðeins og muldi Oreo kex. Þetta setti ég síðan á víxl í skálar og úr varð þessi fíni eftirréttur sem er óhætt að segja að sló í gegn!

Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma (uppskrift fyrir 5)

Það sem þarf er:

Gerið súkkulaðimús (uppskriftin sem ég linka á er einföld og góð!) og leggið til hliðar.

Þeytið rjóma og flórsykur saman og leggið til hliðar.

Myljið Oreo kexið í matvinnsluvél eða með öðrum hætti.

Setjið súkkulaðimús í botn á glasi eða skál, rjóma yfir og síðan Oreo mulning. Setjið síðan annað lag af súkkulaðimús, rjóma yfir og endið á Oreo. Geymið í ísskáp þar til borið fram.

Dásamleg frönsk súkkulaðikaka

Dásamleg frönsk súkkulaðikaka

Um daginn var ég með einn saumaklúbbinn minn hjá mér, Stjörnurnar. Ég furða mig á að það séu liðin 18 ár síðan við byrjuðum að hittast, þá allar á þeim tímamótum í lífi okkar að móðurhlutverkin voru ýmist að hefjast eða handan við hornið. Núna 18 árum síðar erum við mörgum börnum ríkari, nokkrar búnar að flytja erlendis og heim aftur, sumar sestar að erlendis og ein flutt norður í land. Engu að síður höldum við alltaf saman og þessar vinkonur mínar verða mér alltaf kærar.

Dásamleg frönsk súkkulaðikakaDásamleg frönsk súkkulaðikaka

Og hvað bauð ég þeim svo upp á? Sitt lítið af hverju. Osta, beikonvafðar döðlur, tapasskinku, ber, pekanhjúpaða ostakúlu, ofnbakaðan camembert og súkkulaðiköku. Einfalt, fljótlegt og gott.

Dásamleg frönsk súkkulaðikakaDásamleg frönsk súkkulaðikaka

Súkkulaðikakan var svakaleg, þó ég segi sjálf frá, og jafnvel betri daginn eftir. Ég bar hana fram með rjóma, saltkaramelluís frá Häagen-Dazs (ég mæli með að þið prófið hann…. eða haldið ykkur alveg frá honum því hann er ávanabindandi!) og jarðaberjum. Skothelt!

Dásamleg frönsk súkkulaðikakaDásamleg frönsk súkkulaðikaka

Dásamleg frönsk súkkulaðikaka

  • 4 egg
  • 6 dl sykur
  • 3 dl hveiti
  • 9 msk kakó
  • ½ msk vanillusykur
  • smá salt
  • 200 g smjör

Súkkulaðikaramellukrem

  • 75 g smjör
  • ½ dl sykur
  • ½ dl sýróp
  • 1 msk kakó
  • 1½ dl rjómi
  • 200 g mjólkursúkkulaði (ég var með frá Cadbury)

Botninn:

Hrærið lauslega saman egg og sykur. Blandið hveiti, kakói, vanillusykri og salti saman og hrærið saman við eggjablönduna. Bræðið smjörið og hrærið því saman við. Setjið deigið í smurt form (ca 24 cm) og bakið við 175° í um 40 mínútur. Látið kökuna kólna.

Kremið:

Bræðið smjör í potti og bætið sykri, sýrópi, kakói og rjóma saman við. Látið suðuna koma upp á meðan þið hrærið í blöndunni og látið síðan sjóða við vægan hita í 5-10 mínútur. Takið pottin af hitanum og bætið hökkuðu súkkulaði í hann. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Hellið kreminu yfir kökuna og látið hana síðan standa í ísskáp til að kremið stífni.

Heimsins besti og einfaldasti ís – Nutellaís!

Heimsins besti og einfaldasti ís - Nutellaís!

Yfir Eurovision um síðustu helgi bauð ég upp á æðislegt tacogratín sem vakti rífandi lukku og ég mun setja uppskrift af hingað inn fljótlega. Það var þó eftirrétturinn sem stal senunni, Nutellaís! Einfaldasti og besti ís í heimi! Þessi er ávanabindandi…

Heimsins besti og einfaldasti ís - Nutellaís!

Ísinn var dásamaður í bak og fyrir, og kláraðist að sjálfsögðu upp til agna. Þetta verður ekki einfaldara, aðeins tvö hráefni! Þetta verðið þið að prófa.

Heimsins besti og einfaldasti ís - Nutellaís!

Nutellaís

  • 5 dl rjómi
  • 350 g Nutella

Setjið rjóma og Nutella í skál og þeytið saman þar til létt. Setjið í form og í frysti í amk 6 klst. Berið fram með ferskum berjum.

Heimsins besti og einfaldasti ís - Nutellaís!

Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin

Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldinMér fannst haustið koma í gær og verð að viðurkenna að mér þótti það ósköp notalegt. Hvort það sé komið til að vera á síðan eftir að koma í ljós en það er eitthvað við haustið sem mér þykir sjarmerandi. Skólarnir byrja að nýju og allt fellur aftur í rútínuna sem á svo vel við mig. Að við síðan ákváðum að framlengja sumrinu með Spánarferð í september gerir tilhugsunina um haustið enn ljúfari. Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin

Ég var að velta fyrir mér hvað ég eigi að hafa í matinn um helgina og þá rifjaðist upp fyrir mér uppskrift að himneskum eftirrétti sem hefur enn ekki farið hingað inn á bloggið. Þetta er með betri eftirréttum sem ég hef smakkað! Ástaraldin og hvítt súkkulaði er hin fullkomna blanda. Ég á enn eftir að ákveða helgarmatseðilinn en þessi eftirréttur fer klárlega á hann. Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin

Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin (uppskrift fyrir 2)

  • 2½ dl rjómi
  • 1 msk vanillusykur
  • ½ msk hunang
  • 40 g hvítt súkkulaði
  • 1 matarlímsblað
  • 2 ástaraldin

Látið matarlímið liggja í köldu vatni í amk 5 mínútur. Setjið rjóma, vanillusykur, hunang og hvítt súkkulaði í pott og hitið við vægan hitta þar till suðan er næstum komin upp. Takið pottinn þá af hitanum, takið matarlímsblaðið úr vatninu (kreistið mesta vatnið frá) og hrærið því út í pottinn. Hellið pannacottanu í tvær skálar og látið standa í ísskáp í amk 3 klst. Setjið ástaraldin yfir rétt áður en pannacottað er borið fram.

 

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Grillaðir bananar með súkkulaði og ísÉg hef eytt helginni í Fífunni þar sem við strákarnir áttum sjoppuvakt. Fótboltalífið er skemmtilegt en að mæta kl. 7.25 á sunnudagsmorgni þykir mér… hmmm….minna skemmtilegt. Ég er svo stolt af strákunum mínum sem rifu sig á fætur, unnu með bros á vör og þegar vaktinni lauk á hádegi buðust þeir til að vera áfram og hjálpa til því það var svo mikið að gera. Dugnaðarforkar!

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Þegar við komum heim eftir vaktina okkar í gærkvöldi grilluðum við æðislega hamborgara sem ég ætla að gefa uppskrift af fljótlega. Í eftirrétt grilluðum við síðan banana með súkkulaði sem hurfu ofan í strákana. Frábær grillréttur sem bæði er einfaldur og hægt að undirbúa áður en matargestir koma.  Við gerðum ráð fyrir einum banana á mann og ég held að það sé passlegt. Þessir strákar okkar virðast þó botnlausir og hefðu eflaust getað torgað fimm stykkjum hver. Einn banani, með þremur ískúlum yfir þykir mér þó vera mjög passlegur skammtur sem gott er að miða við.

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

  • bananar
  • Nusica súkkulaðismjör
  • vanilluís
  • digistive kex

Takið bananann úr hýðinu og skerið rauf eftir honum endilöngum. Fyllið raufina með Nusica súkkulaðismjöri. Rífið álpappír í ca 30 x 30 cm og spreyið með PAM. Setjið bananann í miðjuna, lyftið hliðunum á álpappírnum upp og brjótið hann saman efst (skiljið eftir loft fyrir ofan bananann fyrir gufuna). Brjótið hliðarnar saman. Grillið við miðlungsháan hita í um 10 mínútur, eða þar til bananinn er mjúkur og súkkulaðið bráðnað. Á meðan er Digistive kex mulið.Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Fjarlægið bananann úr álpappírnum og setjið á disk. Setjið ískúlur yfir bananann og dreifið muldu Digistive kexi yfir. Berið strax fram.

S´mores

S´moresUm daginn prófuðum við uppskrift sem Jakob kom með hugmynd að. Hann er svo mikill mataráhugamaður og mér þykir alltaf jafn gaman þegar hann er að stinga upp á matréttum.  Þetta er sem sagt hans útgáfa af S´mores sem bandaríkjamenn virðast varla kveikja eld án þess að útbúa. Hafrakex var smurt með súkkulaði Nusica, sykurpúðar grillaðir og síðan klemmdir á milli tveggja kexkakna. Súpergott og einfalt. Stökkt kex, mjúkt súkkulaði og hálf bráðinn sykurpúði – þetta er tjúlluð blanda sem hvarf ofan í krakkana.

S´moresS´moresS´moresS´moresS´moresS´mores

S´mores

  • hafrakex, t.d. Digestive
  • Nusica súkkulaðismjör
  • sykurpúði

Smyrjið hafrakex með súkkulaðismjöri. Þræðið sykurpúða upp á grilltein og grillið þar til stökkir að utan og mjúkir að innan. Rennið grilluðum sykurpúðum af grillspjótinu beint á smurt kexið, leggið smurða kexköku ofan á og klemmið saman.

Grillaður ananas með vanilluís og dásamlegri súkkulaðisósu

Grillaður ananas með vanilluís og dásamlegri súkkulaðisósuÞað virðist fylgja sumrinu að ískaup aukast á heimilinu og veðrið virðist ekki hafa nein áhrif á það. Það er bara eitthvað svo ferskt og svalandi við ísskál eftir matinn eða yfir sjónvarpinu. Ég hef áður gefið uppskrift af súkkulaðisósu sem er æðisleg með ís (þú finnur hana hér) en þessi er einfaldari, með færri hráefnum og svo sannarlega ekki síðri. Grillaður ananas með vanilluís og dásamlegri súkkulaðisósuÞetta er ekki flókið enda er það einfalda oft það besta. Ferskur ananas er skorinn í sneiðar og grillaður. Nusco heslihnetu- og súkkulaðismjör er hitað í potti með nokkrum matskeiðum af rjóma eða mjólk (ég nota bara það sem ég á að hverju sinni) og síðan er veislan fullkomuð með góðum ís. Það verður enginn svikinn af þessu!Grillaður ananas með vanilluís og dásamlegri súkkulaðisósuGrillaður ananas með vanilluís og dásamlegri súkkulaðisósuGrillaður ananas með vanilluís og dásamlegri súkkulaðisósu

  • ferskur ananas
  • góður ís
  • 1/2 krukka Nusco heslihnetu- og súkkulaðismjör
  • nokkrar matskeiðar rjómi eða mjólk

Skerið ananasinn í sneiðar og grillið á báðum hliðum. Hitið Nusco heslihnetu- og súkkulaðismjör í potti með nokkrum matskeiðum af rjóma eða mjólk, þar til réttri þykkt er náð. Berið grillaðan ananasinn fram með góðum ís og heitri súkkulaðisósunni.

grillaðurananas14

Pannacotta með hindberjasýrópi

Pannacotta með hindberjasýrópiSólin skín, það er laugardagur og í dag fæ ég manneskju sem ég hef saknað heim eftir 9 daga fjarveru. Ég fæ fiðring í magann við tilhugsunina…

Pannacotta með hindberjasýrópi

Í kvöld ætla ég að elda marbella kjúkling handa okkur og gera einhvern góðan eftirrétt. Mig langar mest í pannacotta og ætla að fletta uppskriftabókunum í von um að finna það sem ég hef í huga. Um daginn gerði ég pannacotta með hindberjasýrópi sem var æðislegt og verður jafnvel aftur fyrir valinu í kvöld. Frábær eftirréttur sem hægt er að gera tilbúinn áður en gestirnir koma og mun vafalaust vekja lukku.

Pannacotta með hindberjasýrópi

Pannacotta með hindberjasýrópi (fyrir 4) – uppskrift frá Matplatsen

  • 5 dl rjómi
  • 1 vanillustöng
  • ½ dl sykur
  • 2 matarlímsblöð

Hindberjasýróp

  • 200 g frosin hindber
  • 1 dl sykur
  • 1 heilt stjörnuanis

Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn. Skerið vanillustöngina í tvennt og skafið úr henni í pott. Fínhakkið stöngina og látið hana líka í pottinn. Hellið rjóma og sykri yfir og hrærið saman. Hitið upp að suðu og látið sjóða saman í nokkrar mínútur. Takið matarlímsblöðin úr vatninu, kreistið mesta vatnið frá og setjið þau í pottinn. Hrærið varlega í pottinum þar til matarlímsblöðin hafa bráðnað. Setjið pannacottað í 4 skálar og kælið í að minnsta kosti 3 klst.

Gerið sýrópið á meðan pannacottað stífnar í ísskápnum. Bræðið sykur í potti við vægan hita. Passið vel að hann brenni ekki og reynið að hræra sem minnst í honum. Þegar sykurinn hefur bráðnað nánast að fullu er frosnum hindberjum og stjörnuanis bætt saman við og hrært vel í. Frosin hindberin valda því að sykurinn harðnar aftur en hann mun bráðna fljótlega. Látið sýrópið sjóða í um 10 mínútur. Látið það kólna aðeins og látið það síðan renna í gegnum sigti til að fá hreint rautt sýróp án kjarna.

Hellið þunnu lagi af sýrópinu yfir pannacottað og skreytið ef til vill með berjum.

Pannacottakaka með ástríðualdin

Pannacottakaka með ástríðualdinÓ, hvað ég elska páskafrí. Fyrir utan sumarfrí þá þykir mér páskafrí vera besta fríið. Ekkert sem þarf að gera annað en að njóta. Við hófum fríið í Bláfjöllum á miðvikudagskvöldinu í æðislegu veðri og á heimleiðinni keyptum við nammi og skyndibita sem við nutum hér heima yfir sjónvarpinu, endurnærð eftir útiveruna. Síðan höfum við farið í göngutúra og notið þess að borða gott og vera saman. Nú liggur leiðin með krakkana og vinafólki í hellaferð og planið er að enda daginn í humar og hvítvíni. Hversu ljúft!

Pannacottakaka með ástríðualdin

Ég gerði köku um daginn fyrir saumaklúbbinn minn sem við vorum allar svo hrifnar af að ég má til með að setja uppskriftina hingað inn. Þessi dásemd myndi sóma sér svo dæmalaust vel á páskaborðinu og er ferskur og góður eftirréttur. Njótið!

Pannacottakaka með ástríðualdin – uppskrift frá Bakverk och Fikastunder

Botn:

  • 200 g  digistive kex
  • 100 g brætt smjör

Myljið digestive kexið í mylsnu (notið matvinnsluvél ef þið eigið hana, annars bara kökukefli og plastpoka!). Bræðið smjörið og blandið saman við kexmylsnuna. Þrýstið blöndunni í botninn á lausbotna formi sem er um 24 cm í þvermál. Kælið.

Pannacottakaka með ástríðualdinPannacottakaka með ástríðualdin

Fylling:

  • 5 ástríðualdin
  • 4 dl rjómi
  • 0,5 dl mjólk
  • 0,5 tsk vanillusykur
  • 0,5 dl sykur
  • 2,5 matarlímsblöð

Leggið matarlímið í kalt vatn í að minnsta kosti 5 mínútur. Skafið úr ástríðualdinunum og setjið í pott ásamt rjóma, mjólk, vanillusykri og sykri. Látið suðuna koma upp og takið þá pottinn af hitanum. Takið matarlímsblöðin úr vatninu, kreistið mesta vatnið frá og setjið matarlímsblöðin í pottinn. Hrærið þar til þau hafa leyst upp. Sigtið blönduna og látið hana yfir botninn. Látið standa í ísskáp í að minsta kosti 4 klst.

Pannacottakaka með ástríðualdinPannacottakaka með ástríðualdin

Yfir kökuna:

  • 2 matarlímsblöð
  • 4 ástríðualdin
  • 1 dl vatn
  • 1 msk sykur

Leggið matarlímið í kalt vatn í að minnsta kosti 5 mínútur. Skafið úr ástríðualdinunum og setjið í pott ásamt vatni og sykri. Hitið upp og hrærið síðan matarlímsblöðunum saman við. Hellið vökvanum yfir pannacottað og látið stífna í ísskáp í nokkrar klukkustundir.

Pannacottakaka með ástríðualdin