Einfalt hvítlauksbrauð

Einfalt hvítlauksbrauð

Ég hef eflaust sagt frá því áður að ég er áskrifandi af Bon Appétit. Áskriftin hefur vissulega veitt mér margar ánægjustundir en einhverja hluta vegna hef ég ekki verið nógu duglega að nýta mér uppskriftirnar. Það var svo um daginn að ég var með pastarétt í matinn og mundi þá eftir að ég hafði séð spennandi uppskrift af hvítlauksbrauði kvöldið áður í Bon Appétit blaði. Þetta er hálfgerð svindluppskrift því brauðið er keypt tilbúið og poppað upp með parmesan, kryddjurtum og smjörsteiktum hvítlauki. Himnesk blanda!

Einfalt hvítlauksbrauðEinfalt hvítlauksbrauðEinfalt hvítlauksbrauðEinfalt hvítlauksbrauðEinfalt hvítlauksbrauð – uppskrift úr Bon Appétit

  • 1 heill hvítlaukur
  • 1/2 bolli ósaltað smjör
  • 1 bolli rifin parmesan ostur
  • 2 tsk hakkað oregano
  • 1 tsk rifið sítrónuhýði
  • 1/2 tsk rauðar piparflögur (crushed red pepper flakes)
  • salt
  • Baquette

Bræðið smjörið í potti og bætið hvítlauksrifunum heilum en afhýddum í pottinn. Látið sjóða við miðlungsháan hita þar til hvítlaukurinn hefur fengið gylltan lit og mjúka áferð, það tekur um 15-20 mínútur. Passið að hafa hitann ekki of háan. Setjið hvítlaukinn ásamt smjörinu í skál og látið kólna.

Bætið parmesan, oregano, sítrónuhýði og piparflögum í skálina með hvítlauknum/smjörinu og stappið saman í mauk. Smakkið til með salti.

Hitið grillið á bökunarofninum. Skerið baguetta í tvennt eftir því endilöngu og síðan í þvert (þannig að það sé í passlegri stærð fyrir hvern og einn). Setjið álpappír á bökunarplötu og raðið baguette sniðunum á plötuna með sárið niður (skorpuna upp). Setjið í ofninn í um 2 mínútur, eða þar til skorpan hefur fengið gylltan lit. Takið úr ofninum og látið kólna aðeins. Snúið brauðinu þá við, smyrjið hvítlauksmaukinu yfir og setjið aftur í ofninn þar til osturinn er gyllur, um 2 mínútur.

 

Franskar brauðrúllur

Franskar brauðrúllurFranskar brauðrúllurUm síðustu helgi bauð ég strákunum upp á þessar frönsku brauðrúllur þegar þeir voru að dunda sér við að koma garðhúsgögnunum á sinn stað á pallinum. Sólin skein og þeir voru alsælir með að geta borðað úti. Ég setti mynd af brauðrúllunum á Instagram og Malín sem var hjá vinkonu sinni dreif sig heim um leið og hún sá það. Ég held að hún sé ekki enn búin að fyrirgefa okkur að hafa klárað rúllurnar því hún kom að tómum diskum. Kannski að ég skelli í annan skammt um helgina til að friða samviskuna. Það tekur enga stund!

Franskar brauðrúllur

Franskar brauðrúllur

  • 8 sneiðar af fransbrauði
  • Nutella, hnetusmjör og sulta, eða hvaða fylling sem er
  • 2 egg
  • 3 msk mjólk
  • 3/4 dl sykur
  • 1 stútfull tsk kanil
  • smjör til að steikja upp úr
  • Hlynsíróp til að bera fram með (má sleppa)

Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og fletjið sneiðarnar síðan út með kökukefli. Setjið um 1-2 tsk af fyllingu um 2 cm frá öðrum enda brauðsins í rönd.  Rúllið brauðinu upp og endurtakið með allar brauðsneiðarnar.Franskar brauðrúllurFranskar brauðrúllur

Hrærið saman egg og mjólk í grunnri skál og leggið til hliðar.

Blandið sykri og kanil saman í annari skál og leggið til hliðar.

Hitið pönnu við miðlungshita og bræðið um 1 msk af smjöri á henni. Veltið brauðrúllunum upp úr eggjablöndunni og setjið þær síðan á pönnuna með samskeitin niður. Steikið á öllum hliðum og bætið smjöri á pönnuna eftir þörfum. Takið brauðrúllurnar af pönnunni og veltið þeim strax upp úr kanilsykrinum. Berið fram heitt eins og það er eða með hlynsírópi.

Kaldhefað hunangsbrauð í ofnskúffu

Kaldhefað hunangsbrauð í ofnskúffuÞar sem það styttist í helgina þá ætla ég að setja inn uppskrift sem gerir helgarmorgnana enn notalegri en áður. Mér þykir nýbakað brauð vera með því besta á morgunverðarborðinu en þar sem það getur tekið sinn tíma að baka brauð þá er ekki alltaf stemmning fyrir brauðbakstir í morgunsárið.

Kaldhefað hunangsbrauð í ofnskúffu

Mér þykir þetta brauð vera himnasending um helgar þar sem deigið er gert klárt kvöldið áður og látið hefast í ofnskúffu í ísskápnum yfir nóttina. Um morguninn er ofnskúffunni bara skellt í heitan ofninn á meðan lagt er á borð og hellt upp á kaffi. Dagurinn getur varla byrjað betur!

Kaldhefað hunangsbrauð í ofnskúffu

Kaldhefað hunangsbrauð í ofnskúffu – 16 stykki

  • 50 g ferskt ger
  • 6 dl köld mjólk
  • 3 dl haframjöl
  • 50 g smjör, brætt
  • 2 msk hunang
  • 2 tsk salt
  • 2 dl heilhveiti
  • 11-12 dl hveiti

Um kvöldið:

Myljið gerið í skál og hrærið mjólkinni saman við þar til gerið hefur leyst upp.  Hrærið haframjölinu saman við og látið blönduna standa í nokkrar mínútur. Bætið bræddu smjöri, hunangi, salti, heilhveiti og hveiti í smáum skömmtum saman við og hnoðið saman í deig. Látið hefast undir viskastykki í um 30 mínútur.  Klæðið ofnskúffu með bökunarpappír og notið hendurnar til að fletja deigið út í ofnskúffuna. Skerið deigið í 4 x 4 stykki og sigtið smá hveiti yfir. Setjið plastfilmu yfir og látið standa í ísskáp yfir nóttu.

Um morguninn:

Takið ofnskúffuna úr ísskápnum og látið hana standa við stofuhita í um 20 mínútur. Hitið ofninn í 230°. Bakið brauðið í miðjum ofni í 20-24 mínútur. Látið brauðið kólna undir viskastykki.

Kaldhefað hunangsbrauð í ofnskúffu

Vinsælustu uppskriftir ársins 2014

Vinsælustu uppskriftir ársins 2014

Eins og mér þykir gaman að taka fram jólaskrautið fyrir aðventuna þá finnst mér líka alltaf jafn gott að pakka því niður aftur. Og á hverju einasta ári skipti ég jólaskrautinu út fyrir ferska túlípana. Mér þykir það hreinlega tilheyra því að pakka niður jólunum.

Ég hef undanfarin ár birt hér lista yfir vinsælustu uppskriftir ársins og ætla að halda í þá hefð. Mér þykir alltaf áhugavert að sjá hvaða uppskriftir það eru sem hafa vakið mestu lukku og það gleður mig að sjá tvo fiskrétti á listanum í ár. Að sama skapi er ánægjulegt að sjá sumar uppskriftir á listanum ár eftir ár. Ég bendi á að listann má vel nýta sem vikumatseðill, enda bæði fjölbreyttur og ljúffengur.

Kjúklingur með sætum kartöflum, spínati og fetaosti

Kjúklingur með sætum kartöflum, spínati og fetaosti er nú vinsælasta uppskrift ársins annað árið í röð. Uppskriftinni hefur verið deilt yfir 10.000 sinnum og skildi engan undra. Dásamlega góður réttur sem er í senn hollur, fljótgerður og einfaldur að útbúa.

Hakkbuff með fetaosti

Í öðru sæti er hakkabuff með fetaosti. Heimilismatur eins og hann gerist bestur!

Fiskur í okkar sósu

Í þriðja sæti er fiskur í okkar sósu. Þessi fiskréttur er einn af mínum uppáhalds og það gleður mig að sjá hann svona ofarlega á lista.

Mexíkóskur mangókjúklingur

Mexíkóskur mangókjúklingur var fjórða vinsælasta uppskrift ársins. Æðislegur réttur sem mér þykir passa sérlega vel á föstudagskvöldum.

Einföld og góð skúffukaka

Fimmta vinsælasta uppskrift ársins var í öðru sæti á listanum í fyrra. Einföld og góð skúffukaka sem svíkur engan og er ómótstæðileg með ískaldri mjólk.

Bananabrauð

Uppáhalds bananabrauðið heldur sjötta sæti listans frá því í fyrra. Ég vil ekki vita hversu oft ég hef bakað þetta brauð en við fáum ekki leið á því.

Mexíkósúpa

Í sjöunda sæti er mexíkósk kjúklingasúpa. Hér er á ferðinni uppskrift sem ég gríp oft til og hún vekur alltaf lukku. Dásamleg súpa í alla staði.

Pizza sem klikkar aldrei

Pizza sem klikkar aldrei er áttunda vinsælasta uppskriftin. Hún stendur alltaf fyrir sínu og er öruggt kort á föstudagskvöldum.

Ofnbakaður fiskur með paprikusósu

Í níunda sæti er ofnbakaður fiskur í paprikusósu. Namm!

Milljón dollara spaghetti

Tíunda vinsælasta uppskriftin var sú vinsælasta fyrir tveimur árum, milljón dollara spaghetti. Barnvænn réttur sem slær alltaf í gegn.

 

 

 

Fyllt rúnstykki

Fyllt rúnstykkiÉg datt niður á uppskrift af þessum fylltu rúnstykkjum fyrir nokkrum árum og er alltaf jafn ánægð með þau, hvort sem um hádegisverð eða léttan kvöldverð sé að ræða. Uppskriftin er svo sem hvorki merkileg né heilög en sem grunn að fyllingu er passlegt að miða við 1 egg + 1 dl af rjóma fyrir tvö rúnstykki. Síðan má krydda eftir smekk og fylla með osti og því sem hugurinn girnist. Beikon, skinka, pepperoni, sveppir, paprika, aspas… í raun bara það sem er til á heimilinu, þetta klikkar aldrei!

Fyllt rúnstykki

Aðferðin er einföld. Skerið lokið af rúnstykkinu, takið innan úr þeim þannig að það myndist góð hola og fyllið hana með osti (mér þykir gott að nota bragðmikinn ost eins og t.d. sterkan gouda) og skinku (eða öðru áleggi). Hrærið saman eggi, rjóma og kryddið með salti og pipar (hér notaði ég líka ítalskt salatkrydd sem ég átti en t.d. töfrakrydd, krydd lífsins eða hvítlaukskrydd gæti verið gott). Hellið eggjahrærunni yfir fyllinguna í rúnstykkinu (hún passar í tvö rúnstykki) og setjið smá rifinn ost yfir. Setjið lokið á rúnstykkið og pakkið því inn í álpappír. Bakið við 200° í um 30 mínútur. Berið fram heitt með góðu salati.

Fyllt rúnstykki

Dásamlegt sírópsbrauð

SírópsbrauðÞessar síðustu sumarvikur hafa flogið áfram og á morgun hefjast skólarnir og tómstundir á nýjan leik. Haustið hefur alltaf verið í svolitlu uppáhaldi hjá mér. Þegar loftið er brakandi ferskt á morgnanna og hversdagsrútínan fer aftur í gang. Við ætlum að kveðja sumarið með því að fara á Justin Timberlake í kvöld og stemmningin er í toppi fyrir því.

Sírópsbrauð

Við byrjuðum daginn á löngum og góðum morgunverði. Ég bakaði sírópsbrauð í gærkvöldi og það var því fljótlegt að hafa morgunverðinn til í morgun. Mér þykir eitt það notalegasta við helgarnar vera að geta setið lengi yfir morgunverðinum. Ég næ því aldrei á virkum dögum og oftar en ekki gríp ég þá morgunverðinn með mér í bílinn.

Sírópsbrauð

Brauðið sem við gæddum okkur á í morgun er dásamlega ljúffengt, mjúkt og geymist vel. Hér áður fyrr notaði ég alltaf venjulegar rúsínur í það en eftir að ég datt niður á þessar hálfþurrkuðu rúsínur þykir mér ekkert varið í hinar. Þegar ávextirnir eru hálfþurrkaðir þá bæði helst sætleikinn í þeim og þeir haldast mjúkir og góðir. Þvílíkur munur! Ég er spennt að prófa fleiri ávexti úr þessari línu.

Sírópsbrauð

Það er bæði lítil fyrirhöfn og einfalt að baka gerlaus brauð. Það þarf bara að hræra öllu saman og setja inn í ofn. Mér þykir best að baka þetta brauð kvöldinu áður svo allt sé klárt þegar ég vakna. Ég vef því heitu inn í hreint viskastykki og set síðan glæran plastpoka utan um það. Þannig geymist það vel.

SírópsbrauðSírópsbrauð 

  • 3 ½ dl hveiti
  • 3 dl heilhveiti
  • 1 tsk salt
  • ½ sólblómafræ
  • 1 dl rúsínur (ég mæli með hálf þurrkuðu rúsínunum frá St. Dalfour)
  • ½ dl cashew hnetur
  • 5 dl súrmjólk
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 dl síróp

Hitið ofninn í 175°.  Blandið hveiti, heilhveiti, salti, sólblómafræjum, rúsínum og hnetum saman í skál og leggið til hliðar. Blandið súrmjólk, sírópi og matarsóda saman í annari skál og hrærið síðan varlega saman við þurrefnin.

Smyrjið 1,5 lítra brauðform eða klæðið það með bökunarpappír. Setjið deigið í formið og stráið smá hveiti yfir. Bakið brauðið í neðri hluta ofnsins í um 90 mínútur. Setjið álpappír yfir brauðið ef það fer að dökkna of mikið. Látið brauðið hvíla innvafið í viskastykki í 5 klukkutíma áður en það er borðið fram.

 

Fræhrökkbrauð með feta-og sítrónumauki

Fræhrökkbrauð og feta-og sítrónumauk

Við buðum mömmu í mat í gærkvöldi og ég gerði forrétt sem okkur þótti svo góður að ég þurfti að fjarlægja af borðinu til að við myndum ekki borða okkur södd af honum. Ó, hvað okkur þótti þetta gott og hvað ég hef notið þess að fá mér af þessu í dag.

Fræhrökkbrauð og feta-og sítrónumaukOg hvað var það sem var svona gott? Heimagerð fræhrökkbrauð með feta- og sítrónumauki. Hollt og brjálæðislega gott. Frábært í saumaklúbbinn, sem forréttur, millimál og sjónvarpssnarl. Eða á ostabakkann. Dásamlegt við hvaða tilefni sem er…

Fræhrökkbrauð og feta-og sítrónumaukFræhrökkbrauð

  • 0,5 dl sesamfræ
  • 0,5 dl hörfræ
  • 3/4 dl sólblómafræ
  • 1/4 dl graskersfræ
  • 2 dl maísmjöl
  • 0,5 dl ólífuolía
  • 2-2,5 dl sjóðandi vatn
  • gróft salt, t.d. maldonsalt
  • rósmarín

Hitið ofninn í 150°. Setjið öll hráefni fyrir utan vatnið í skál og hrærið saman. Hellið sjóðandi vatni yfir (ég nota á milli 2 og 2,5 dl) og hrærið saman í deig. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og setjið deigið yfir. Notið sleikju og dreifið úr deiginu þannig að það fylli út í bökunarplötuna (reynið að ná því eins þunnt og þið getið). Stráið salti og rósmarín yfir og bakið í 45 mínútur. Ég brýt hrökkbrauðið bara í óreglulega bita þegar það hefur kólnað en ef þið viljið fá reglulegri hrökkbrauðssneiðar þá mæli ég með að þið skerið það með pizzaskera áður en það fer í ofninn.

Feta- og sítrónumauk (uppskrift frá Paul Lowe)

  • 200 g fetakubbur
  • 1 msk rifið sítrónuhýði (passið að taka bara ysta lagið, ekki rífa sítrónuna djúpt niður)
  • 1-2 msk ferskur sítrónusafi
  • 1 hvítlauksrif, hakkað
  • 6 msk extra virgin ólífuolía
  • smá af rauðum piparflögum (ég notaði chili explotion krydd)

Setjið fetaostinn, sítrónuhýðið, 1 msk af sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu í matvinnsluvél og látið vélina ganga þar allt hefur blandast vel en er enn með aðeins grófri áferð. Smakkið til, ef hræran er of sölt þá er meiri sítrónu bætt við. Setjið í skál, sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið með rauðum piparflögum.

Skinkuhorn og hvítlaukssósa

Skinkuhorn

Ég verð að viðurkenna að mér þykir æðislegt að fá svona rigningar- og rokdag í sumarfríinu. Það býður upp á kósýdag hér heima án nokkurs samviskubits. Ef sólin hefði skinið hefði ég til dæmis aldrei bakað skinkuhorn og borðað yfir 4 þáttum af Orange is the new black um hábjartan dag. Ég hefði ekki haft móral í það. En það var brjálæðislega notalegt að kúra saman í sjónvarpssófanum með nýbökuð skinkuhornin og heyra í rigningunni fyrir utan.

Í gær var veðrið hins vegar gott og við fórum í langan göngutúr yfir daginn og um kvöldið fórum við niður í Laugardal að fylgjast með Gunnari hlaupa í miðnæturhlaupinu. Það voru ekki margir við endalínuna en Jakob fann stól og kom sér vel fyrir.

Skinkuhorn

Gunnar hefur hlupið svo lítið undanfarnar vikur og enda verið með hálsbólgu og kvef allan mánuðinn. Hann ákvað því að skrá sig í 5 km í staðin fyrir 10 km eins og hann er vanur. Hann stóð sig vel þrátt fyrir kvefið og kom í mark á 25.45 mínútum.

Skinkuhorn

Þessi skinkuhorn eru æðisleg og við kláruðum þau upp til agna á svipstundu. Þau gjörsamlega hurfu af diskinum. Mér þykir gott að dýfa þeim í hvítlaukssósuna en það má auðvitað sleppa henni. Mér þykir bara allt aðeins betra með sósu! Eins þykir mér gott að hafa bragðmikinn ost í fyllingunni en hér má leika sér eftir smekk og stuði.

Skinkuhorn

Skinkuhorn

  • 2 dl vatn
  • 2 tsk þurrger
  • 5-6 dl hveiti
  • ½ tsk sykur
  • ½ dl braðdauf olía (ekki ólívuolía)
  • 1 tsk salt

Fylling að eigin vali. Ég nota góða skinku, brie og rifinn sterkan gouda.

Hitið vatnið í sirka 37 gráður. Blandið geri, vatni og sykri saman í skál, setjið viskastykki yfir og látið standa í nokkrar mínútur eða þar til blandan fer að freyða. Bætið hveiti, olíu og salti saman við og hnoðið saman í deig. Ég hnoða deigið vel saman (3-5 mínútur með hnoðaranum í hrærivélinni). Látið deigið hefast í 30 mínútur (ég læt það hefast í ofninum við 40° án blásturs).

Skinkuhorn

Skiptið deiginu í tvennt. Fletjið út eins og pizzur og skerið í 8 sneiðar. Leggið fyllingu á hverja sneið, rúllið upp, leggið á smjörpappírsklædda böknarplötu, penslið með upphrærðu eggi og stráið sesamfræjum yfir. Bakið við 200° í 10-15 mínútur.

Skinkuhorn

Hvítlaukssósa:

  • 1 dl sýrður rjómi (feitur, helst þessi nýji sem er 34%)
  • 2 msk majónes (ég nota Hellmann´s)
  • 1 fínhakkað hvítlauksrif
  • smá salt

Öllu hrært saman og látið standa í ísskáp.

Brauðterta með kjúklingi og beikoni

 

Brauðterta með kjúklingi og beikoniGleðilegan þjóðhátíðardag! Það eru eflaust fáir sem sitja við tölvuna í dag en þó eru alltaf einhverjir sem velja að nýta frídaginn í afslöppun heima við. Sjálf hefði ég ekkert á móti því.  Það virðist þó ætla að rætast úr veðrinu og því kannski ráð að vera í fyrra fallinu á ferðinni til að nýta veðurblíðuna. Mér skildist á veðurfréttunum í gær að það ætti að rigna seinnipartinn. Þá er nú líka notalegt að koma heim og eiga góðgæti með kaffinu.

Brauðterta með kjúklingi og beikoniÞað fer enginn svangur út í daginn hér því ég bjó til brauðtertu í gærkvöldi sem við ætlum að gæða okkur á í dag. Brauðtertan dugar vel sem kvöldmatur enda bæði með kjúklingi og beikoni, og minnir því einna helst á klúbbsamloku! Hún er matarmikil og dugar eflaust fyrir 10 manns.

Brauðterta með kjúklingi og beikoni

Brauðterta með kjúklingi og beikoni (uppskrift úr Buffé)

  • 200 g beikonstrimlar
  • 1 grillaður kjúklingur
  • 10 sólþurrkaðir tómatar í olíu
  • 1 dl majónes
  • 3 dl hreint jógúrt
  • 1 dl graslaukur, skorinn fínt
  • 1 tsk dijonsinnep
  • 1/2 tsk salt
  • smá svartur pipar
  • 18 franskbrauðsneiðar
  • 400 g philadelphia ostur, við stofuhita
  • kirsuberjatómatar
  • ruccola

Steikið beikonið á pönnu. Látið fituna renna af og leggið beikonið til hliðar. Hreinsið kjúklingakjötið frá beinunum og skerið í smáa bita. Hakkið sólþurrkuðu tómatana. Blandið sólþurrkuðum tómötum, majónesi, jógúrti, graslauk, sinnepi, salti, pipar, kjúklingi og beikoni saman í skál.

Skerið kanntinn af brauðsneiðunum. Leggið 6 brauðsneiðar á fat og setjið helminginn af fyllingunni yfir. Leggið aðrar 6 brauðsneiðar yfir fyllinguna og setjið það sem eftir er af fyllingunni yfir. Leggið síðustu 6 brauðsneiðarnar yfir. Setjið plastfilmu yfir og látið standa í ísskáp í 3-4 klst. Smyrjið philadelphia ostinum meðfram hliðunum og yfir brauðtertuna. Skreytið með ruccola og kirsuberjatómötum.

Brauðterta með kjúklingi og beikoniBrauðterta með kjúklingi og beikoniBrauðterta með kjúklingi og beikoni

Nýársdagur og einfaldar snittur með bruschettina

Nýársdagur og einfaldar snittur

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur. Hvernig leggst nýja árið í ykkur? Við fögnuðum áramótunum hér heima með bróður mínum og tengdaforeldrum og áttum yndislegt kvöld.

Öggi og Gunnar hófu gærdaginn á því að hlaupa gamlárshlaupið og ég hljóp út á náttsloppnum til að taka mynd af Gunnari áður en þeir fóru af stað. Mér finnst hann svo duglegur að það nær engri átt!

Nýársdagur og einfaldar snittur

Ég eyddi deginum hér heima í rólegheitunum, eldaði mat og útbjó eftirrétti.

Nýársdagur og einfaldar snittur

Matseðillinn fyrir gamlárskvöld var kalkúnaskip

Nýársdagur og einfaldar snittur

borið fram með sykurhúðuðum kartöflum

Nýársdagur og einfaldar snittur

heimalöguðu rauðkáli

Nýársdagur og einfaldar snittur

sætri kartöflustöppu með pekanhnetukrönsi

Nýársdagur og einfaldar snittur

smjörsoðnu maískorni með sjávarsalti

kalkúnafyllingu

Nýársdagur og einfaldar snittur

eplasalati

Nýársdagur og einfaldar snittur

og svo auðvitað sósu og rifsberjahlaupi. Við borðuðum yfir okkur! Í eftirrétt var ég með tíramísú, súkkulaðimús og bismarkböku. Eftir miðnætti, þegar við komum inn eftir að hafa skotið upp flugeldum, buðum við upp á kampavín, osta, vínber, sörur, rocky road og snakk. Þegar við vöknuðum í morgun vorum við ennþá södd.

Í dag hef ég að mestu eytt deginum undir teppi í stofusófanum með bók og helsta framlag mitt til dagsins var að skera niður snittubrauð, setja tilbúna bruschettina úr krukku yfir og hita í 200° heitum ofni í 10 mínútur. Þegar brauðið kom úr ofninum reif ég ferskan parmesan yfir og allir nutu vel með ísköldu gosi sem gleymdist úti á palli í nótt. Næstum of einfalt og æðislega gott.

Nýársdagur og einfaldar snitturNýársdagur og einfaldar snitturNýársdagur og einfaldar snittur