Vikumatseðill

Vikumatseðill

Þessi árstími þykir mér alltaf svo skemmtilegur. Haustloftið er svo brakandi ferskt og svo ótrúlega gott og endurnærandi að fara í göngutúra. Við göngum oft Elliðarárdalinn því þar er nánast alltaf gott veður en Heiðmörk, Hvaleyrarvatn og svæðið í kringum Helgarfell (það þarf ekki alltaf að fara upp fjallið heldur er líka skemmtilegt að ganga í kringum það) sækjum við líka í. Þegar við höfum verið á þeim slóðum endum við göngutúrana oftar en ekki á Súfistanum.

Vikumatseðill

Annað sem mér þykir skemmtilegt við þennan árstíma er að verslanir fyllast af fallegum haustvörum. Ég ætla að sitja á mér þetta haustið þar sem ég náði að versla ágætlega af haustvörum á Spáni en bomsur fyrir veturinn og tvær notalegar peysur fengu að fylgja mér heim í vikunni. Það sem gerist líka alltaf á haustin er að ég ósjálfrátt fer að undirbúa heimilið fyrir veturinn. Fylli á kertalagerinn og kaupi eitthvað fallegt. Það þarf ekki að vera merkilegt, nýjar diskamottur, kertastjaka, lampa, gólfmottu…. bara eitthvað sem gerir heimilið notalegt. Þetta haustið langar mig einmitt í lampa til að hafa við hliðina á sófanum, ný vínglös og falleg skurðarbretti. Ég hef augastað á lampa og brettum, en er lítið fyrir skyndikaup og þarf því alltaf að velta þessu aðeins fyrir mér. Vínglösin hef ég fundið en þau fást ekki hér heima (alveg dæmigert!) og það virðist ekki auðsótt að fá þau send til Íslands. Leitin heldur því áfram. Annað sem breytist á haustinn er matarlöngunin, hún fer úr því að vilja léttari mat yfir í haustlega pottrétti sem fá gjarnan að sjóða lengi á eldavélinni, góð heimabökuð brauð og langar setur yfir kertaljósum við matarborðið.

Vikumatseðill

lax

Mánudagur: Lax með mango chutney og pistasíuhnetum

Spaghetti bolognese

Þriðjudagur: Spaghetti bolognese

Blómkálssúpa

Miðvikudagur: Blómkálssúpa

Ofnsteiktur kjúklingur með kartöflumús og dásamlegri sósu

Fimmtudagur: Ofnsteiktur kjúklingur með kartöflumús og dásamlegri sósu

Pretzelvafðar pylsur

Föstudagur: Pretzelvafðar pylsur

M&M kökulengjur

Með helgarkaffinu: M&M kökulengjur

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Mjúk kaffikaka með súkkulaðibitum og kanil

Mjúk kaffikaka með súkkulaðibitum og kanil

Í kvöld ætlum við strákarnir út að borða og á Billy Elliot (örugglega síðust af öllum!) og því þarf ég ekki að huga að neinum mat fyrir kvöldið. Mér þykir það ljúft inn á milli en það hefur verið full mikið af ljúfa út-að-borða lífinu upp á síðkastið. Ekki að ég sé að kvarta (sko alls ekki!) en mér þykir bara svo gaman að elda heima um helgar. Á morgun er því því planið að bæta það upp með góðri sunnudagssteik og ég ætla að leggjast aðeins yfir uppskriftabækurnar í dag þar sem mig langar að prófa eitthvað nýtt.

Mjúk kaffikaka með súkkulaðibitum og kanil

Ég datt niður á svo góða kökuuppskrift hjá Smitten Kitchen um daginn og var ekki róleg fyrr en ég var búin að baka hana. Kakan er mjúk, dásamlega góð og passar stórvel með helgarkaffinu. Gunnar fékk sér 5 sneiðar á einu bretti og gaf henni bestu mögulegu einkunn. Tilvalinn helgarbakstur!

Mjúk kaffikaka með súkkulaðibitum og kanil

Mjúk kaffikaka með súkkulaðibitum og kanil (uppskrift frá Smitten Kitchen)

Botn:

 • ½ bolli smjör við stofuhita (113 g)
 • 1 ½ bolli sykur (300 g)
 • 3 stór egg, hvítur og rauður aðskildar
 • 1 ½ tsk vanilludropar
 • 2 bollar sýrður rjómi
 • 3 bollar hveiti (375 g)
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 ½ tsk matarsódi
 • ¾ tsk salt

Fylling og toppur:

 • 2 bollar súkkulaðibitar (ég notaði 2 poka af suðusúkkulaðidropum)
 • ½ bolli sykur (100 g)
 • 1 tsk kanill

Hitið ofninn í 175° og smyrjið skúffukökuform. Hrærið saman smjör og sykur, bætið eggjarauðum og vanilludropum saman við og hrærið áfram. Sigtið hveiti, matarsóda, lyftiduft og salt saman í sér skál. Hrærið á víxl sýrðum rjóma og hveitiblöndunni saman við deigið. Stífþeytið eggjahvítur og hrærið þeim að lokum varlega saman við deigið.

Hrærið saman sykur og kanil fyrir fyllinguna.

Setjið helminginn af deiginu í skúffukökuformið, stráið helmingnum af kanilsykurblöndunni yfir og 1 bolla af súkkulaðibitum. Setjið seinni helminginn af deiginu yfir og reynið að slétta úr því þannig að það hylji fyllinguna. Setjið það sem eftir var af kanilsykrinum yfir og seinni bollann af súkkulaðibitunum. Þrýstið létt með lófanum yfir súkkulaðibitana svo þeir festist í deiginu. Bakið í 40-50 mínútur, eða þar til prjónn sem stungið hefur verið í kökuna kemur hreinn upp.

Mjúk kaffikaka með súkkulaðibitum og kanil

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

 

Heimsins besta Sloppy Joe!

Heimsins besta Sloppy JoeNú þegar styttist í helgina má ég til með að gefa uppskrift af æðislegum helgarmat. Ég gæti vel lifað á Sloppy Joe, hef prófað all margar uppskriftir og þessi er sú langbesta sem ég hef smakkað. Kjötsósan er svo bragðgóð að það nær engri átt! Hún er sett í hamborgarabrauð sem hafa verið smurð með smjöri og hituð í ofni þannig að þau fá stökka skorpu og verða mjúk að innan. Þið getið rétt ímyndað ykkar hvað þetta er gott, stökkt og mjúkt brauðið með bragðmikilli kjötsósunni. Svo brjálæðislega gott! Herlegheitin bar ég fram með djúpsteiktum frönskum, Hellmans mæjónesi, kokteilsósu og hrásalati. Ekta föstudagsmatur!

Heimsins besta Sloppy Joe

Það varð smá afgangur af kjötsósunni hjá okkur sem ég frysti. Hann endaði síðan ofan á pizzabotni eitt kvöldið þegar við komum seint heim og enginn tími gafst til að elda. Þá kom sér vel að eiga pizzadeigsrúllu í ískápnum sem ég smurði með pizzasósu, setti kjötsósuna yfir og vel af osti. Pizzuna bar ég síðan fram með hrásalati. Svakalega gott!

Sloppy Joe

 • 3 msk smjör
 • ½ bolli laukur, fínhakkaður
 • 1 rauð paprika
 • 1½ tsk hvítaukur, fínhakkaður
 • 450 g nautahakk
 • 2½ msk púðursykur
 • 2 msk Dijon sinnep
 • 2 msk Worcestershire sósa
 • 1 msk chili krydd (þið getið byrjað á hálfri msk og smakkað ykkur áfram)
 • 1 tsk reykt paprikukrydd
 • 1 bolli tómatsósa
 • ⅓ bolli eplaedik
 • salt og pipar
 • hamborgarabrauð til að bera réttinn fram í

Bræðið smjör á pönnu við miðlungsháan hita. Þegar smjörið hefur bráðnað er laukurinn settur á pönnuna og látinn mýkjast. Bætið papriku og hvítlauk á pönnuna og steikið í 1 mínútu (hrærið aðeins í á meðan). Bætið nautahakkinu á pönnuna og látið það brúnast aðeins (það tekur um 3 mínútur). Bætið púðursykri, worcestershire sósu, chilikryddi og reyktu paprikukryddi á pönnuna. Hrærið í og látið steikjast í hálfa mínútu, bætið þá tómatsósu og eplaediki út í. Látið sjóða saman í 5 mínútur og smakkið til með salti og pipar. Það má þá bera réttinn fram en því lengur sem hann fær að sjóða því betri verður rétturinn. Best er að leyfa honum að sjóða við vægan hita í klukkustund.Heimsins besta Sloppy JoeHeimsins besta Sloppy JoeHeimsins besta Sloppy JoeHeimsins besta Sloppy Joe

Smyrjið hamborgarabrauð með smjöri og hitið í ofni þar til brauðin hafa fengið stökka skorpu en eru mjúk að innan. Fyllið hamborgarabrauðin með nautahakkinu og berið fram.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Vikumatseðill

VikumatseðillUm síðustu helgi bakaði ég köku sem ég birti síðan mynd af á Instagram. Í gær fékk ég fyrirspurn um uppskriftina og eftir smá umhugsun taldi ég mig vissa um að ég hefði fundið hana hjá Smitten Kitchen. Í dag ætlaði ég að finna kökuna aftur en allt kemur fyrir ekki, kakan virðist horfin af internetinu! Eða að ég sé hreinlega búin að gleyma hvar ég fann uppskriftina. Þetta kennir mér að setja góðar uppskriftir strax hingað inn á bloggið því annars týni ég þeim.

Síðasta sunnudag skrifað ég að mig langaði svo í soðna lifrapylsu og í vikunni lét ég verða af því að sjóða lifrapylsu sem ég bar fram með heimagerðri kartöflumús og rófustöppu. Við buðum mömmu í mat og allir voru alsælir! Ódýr og einfaldur veislumatur. Það má kaupa lifrapylsuna frosna fyrir lítinn pening og því er þetta snjöll máltíð svona rétt fyrir mánaðarmótin. Krakkar elska þetta! En að máli málanna þennan sunnudaginn, nefnilega vikumaseðlinum. Ég vona að hann nýtist ykkur.

Vikumatseðill

 

Þorskur í ljúffengri karrýsósuMánudagur: Þorskur í ljúffengri karrýsósu

Ofnbakaðar kjötbollurÞriðjudagur: Ofnbakaðar kjötbollur

AspassúpaMiðvikudagur: Aspassúpa

Mascarpone kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og spínatiFimmtudagur: Mascarpone kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og spínati

Kjúklingabaka með sweet chili Föstudagur: Kjúklingabaka með sweet chili

SkinkuhornMeð helgarkaffinu: Skinkuhorn með hvítlaukssósu

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Pulled pork í rjómasósu

pulled pork í rjómasósuÉg þarf ekki að huga að neinum helgarmat þessa helgina þar sem ég fer út að borða og í bíó á föstudagskvöldinu, út að borða og á tónleika á laugardagskvöldinu og í saumaklúbb á sunnudagskvöldinu! Það eru ekki allar helgar svona vel bókaðar hjá mér, eins heimakær og ég nú er. Ég er þó með góða tillögu að helgarmat fyrir þá sem eru farnir að huga að helgarmatnum, hægeldaður svínahnakki í rjómasósu með kartöflum (brúnaðar er enn betra!), salati og rifsberjahlaupi. Ótrúlega einfalt og tekur örskamma stund að útbúa en þarf síðan að vera allan daginn í ofninum, þannig að þegar kjötið er tilbúið dettur það nánast í sundur. Þetta var helgarmaturinn okkar um síðustu helgi og þar sem strákarnir voru í afmæli á laugardagskvöldinu nýtti ég tækifærið og eldaði góðan skammt þá sem við gátum notið bæði laugardags- og sunnudagskvöld. Ég setti kjötið í ofninn strax um morguninn og um kvöldið var ekkert að gera nema að sjóða kartöflur og útbúa sósu úr soðinu. Einfalt og stórgott!

pulled pork í rjómasósu

Pulled pork í rjómasósu (uppskrift frá Bakverk och fikastunder)

 • 1 kg. svínahnakki í sneiðum
 • salt, svartur pipar, hvítur pipar og aromat
 • 2 nautakjötsteningar
 • 3 dl vatn

Kryddið svínahnakkasniðarnar og steikið síðan upp úr smjöri við háan hita þannig að kjötið fái fallega steikarhúð á öllum hliðum. Leggið í eldfast mót (bætið jafnvel smá meira af kryddi á). Hellið vatninu yfir pönnuna og bætið nautakjötsteningunum í. Látið suðuna koma upp og teningana leysast upp. Hellið vatninu af pönnunni yfir kjötið og setjið álpappír yfir formið (ef þið eigið ofnpott þá er upplagt að nota hann). Setjið í 130° heitan ofn í 8-10 klst.

pulled pork í rjómasósu

Rjómasósa

 • krafturinn frá kjötinu (sem verður á botninum á mótinu eftir eldunina)
 • 2,5 dl rjómi
 • ca 1 tsk. rifsberjahlaup
 • smá sykur
 • maizena til að þykkja sósuna

Setjið kjötkraftinn í pott og hrærið rjóma saman við. Látið sjóða saman í smá stund og smakkið til með rifsberjahlaupi og smá sykri (jafnvel smá hvítur pipar). Þykkið sósuna með Maizena mjöli.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Vikumatseðill

VikumatseðillÍ vikunni birtist viðtal við mig í fylgiriti Viðskitpablaðsins, Eftir vinnu. Þegar ljósmyndin fyrir viðtalið var tekin lá ég í flensu og hálftíma áður en ljósmyndarinn kom lá ég í náttfötunum í sófanum og dauðsá eftir að hafa ekki afbókað hann. Sem svo oft áður kom Malín mér til bjargar, hún er SNILLINGUR í að farða og það er mikill lúxus að hafa eina slíka á heimilinu. Ég sat í náttfötunum, hálf sofandi, á meðan hún græjaði mig. Fimm mínútum áður en ljósmyndarinn kom hoppaði ég í föt (hélt reyndar að um andlitsmynd væri að ræða og var því lítið að velta því fyrir mér í hvað ég færi) og málið var leyst.

Vikumatseðill

Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu er að ég hef fengið svo mörg hrós fyrir hvað ég er fínt máluð á myndinni og ég verð að segja að Malínu tókst vel að fela hvað ég var slöpp og kvefuð í augunum. Malín er á fullu fyrir öll skólaböll að farða vinkonur og kunningja og þegar eitthvað stendur til hjá þeim hafa þær iðulega samband og biðja hana að farða sig. Einnig farðar hún mig og ömmur sínar þegar okkur dettur í hug að lyfta okkur upp. Hún á hrós skilið fyrir dugnaðinn!

Annars að aðalatriðinu, matseði fyrir komandi viku. Ég vona að ykkur líki hann!

Vikumatseðill

Ítalskur lax með fetaostasósu

Mánudagur: Ítalskur lax með fetaostasósu

Kjöthleifur á pönnu

Þriðjudagur: Ljúffengur kjöthleifur á pönnu

Rjómalöguð kjúklingasúpa

Miðvikudagur: Rjómalöguð kjúklingasúpa

Pylsugratín með kartöflumús

Fimmtudagur: Pylsugratín með kartöflumús

Grískur ofnréttur

Föstudagur: Grískur ofnréttur

Kókoskúlur

Með helgarkaffinu: Kókoskúlur

Allt hráefni í þessar uppskriftir fæst í

HAGKAUP

Föstudagur!

SpánnÞað hefur verið þögn hér á blogginu upp á síðkastið og þeir sem fylgja mér á Instagram hafa kannski séð að ég hef verið í smá haustfríi. Við fórum til Spánar og framlengdum sumrinu aðeins í leiðinni. Það var yndislegt þrátt fyrir að ég náði mér í flensuskít sem virðist ekki ætla að fara úr mér. Alveg glatað!

SpánnÞað kom mér á óvart hversu skemmtileg borg Alicante er. Ég áttaði mig á því að ég hef vanmetið hana stórlega. Þröngar götur, góðir veitingastaðir og hótelið okkar var frábærlega staðsett á ströndinni. Eftir viku í Alicante færðum við okkur til Calpe og þangað ætla ég að fara aftur. Við gistum á þessu hóteli sem var æðislegt í alla staði. Kampavínsbar, æðisleg sólbaðsaðstaða, einn besti morgunmatur sem við höfum fengið (úrvalið gaf valkvíða á háu stigi, himneskt eftirréttahlaðborð og í glösunum var ýmist cava, nýpressaður appelsínudjús eða nespressó) og frábærlega staðsett á ströndinni með veitingastaði allt um kring.

SpánnEins gott og það er að fara í frí þá jafnast ekkert á við að koma aftur heim. Það sem ég saknaði krakkana! Helgin verður nýtt í að ná sér af veikindum (þetta er hálfgert flensubæli hér þessa dagana), fylla á ísskápinn og plana næstu viku. Okkur er farið að langa í heita lifrapylsu, kartöflumús og rófustöppu, kannski að það fari á matseðil komandi viku. Haustlegur matur og ég brýt eflaust allar reglur með því að bera hann fram með Egils appelsíni (það drekkur það þó enginn nema ég). Iss, að ég skuli segja frá þessu…

Spánn

Æðislegir snickersbitar

SnickersbitarÉg sit hér heima undir teppi með beinverki og reyni hvað ég get að verða ekki veik. Malín er búin að vera veik í rúma viku og enn eru engin batamerki (hún var síðast hjá lækni í gær sem staðfesti að um mjög slæma vírussýkingu væri að ræða). Greyið er að missa svo mikið úr skólanum en hún hefur verið samviskusöm og náð að skila öllum verkefnum þrátt fyrir allt.

Snickersbitar

Á föstudaginn ætla ég í frí og því hentar mér sérlega illa að leggjast í flensu núna. Eins á ég von á ljósmyndara hingað í kvöld til að taka mynd af mér fyrir Viðskiptablaðið út af smá viðtali sem verður við mig þar. Sá á ekki auðvelt verkefni fyrir höndum! Helst langar mig bara til að draga teppið yfir þrútnu kvefaugun og biðja ljósmyndarann vel að lifa.Snickersbitar

Ég ætla að nýta daginn í að hvíla mig, finna mér bækur til að lesa í fríinu og gefa ykkur uppskrift að æðislegum snickersbitum sem tekur enga stund að gera en hverfa því miður allt of fljótt í mannskapinn. Og fyrst ég er í bókapælingum ætla ég líka að mæla með tveimur bókum sem ég las í sumar, Konan í lestinni eftir Paulu Hawkins (#1 New York Times bestseller) og Ég fremur en þú eftir Jojo Moyes (ég las hana á sænsku, sem útskýrir sænska titilinn) sem er líka New York Times bestseller með yfir 5 milljón seld eintök. Þær eru ólíkar en ég hafði gaman af þeim báðum. Þriðja bókin á myndinni, The Power of Now eftir Eckhart Tolle, er alltaf á náttborðinu mínu og mætti eflaust vera á flestum náttborðum.

Snickersbitar

Snickersbitar

1 krukka hnetusmjör ca 350g
1 1/2 dl sýróp
1 dl sykur
9 dl cornflakes
1 tsk vanillusykur
1 dl kókosmjöl
2 pokar dökkur hjúpur (hjúpdropar, samtals 300 g)

Bræðið hnetusmjör, sýróp og sykur saman í potti. Blandan á bara að bráðna saman en ekki sjóða. Blandið cornflakes, kókosmjöli og vanillusykri saman í skál. Blandið öllu saman og þrýstið í botn á smjörpappírsklæddu skúffukökuformi. Látið kólna. Bræðið súkkulaðið og setjið yfir. Látið harðna og skerið síðan í lekkera bita.SnickersbitarSnickersbitarSnickersbitarSnickersbitarSnickersbitar

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Vikumatseðill

VikumatseðillÞá er sunnudagur enn og aftur runninn upp og ekki seinna vænna en að plana komandi viku. Til að allt gangi sem best fyrir sig þá er vikumatseðillinn á sínum stað, enda þykir mér alltaf jafn góð tilfinning að vera með ísskápinn fullan fyrir vikuna og vera búin að plana kvöldverðina. Það er hversdagslúxus!

Vikumatseðill

Steiktur fiskur í parmesanraspi

Mánudagur: Steiktur fiskur í parmesanraspi

Spaghetti bolognese

Þriðjudagur: Spaghetti bolognese

Sveppasúpa

Miðvikudagur: Sveppasúpa

Kjúklingagratín með tómat- og ostasósu

Fimmtudagur: Kjúklingagratín með tómat- og ostasósu

Hamborgari

Föstudagur: Heimagerðir hamborgarar

Texas Sheet Cake

Með helgarkaffinu: Texas sheet cake

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósu

Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósuVið ákváðum að draga aftur í gang það stórskemmtilega verkefni að láta krakkana skiptast á að sjá um þriðjudagsmatinn. Mér þykir svo gaman að sjá hvað þau velja að hafa í matinn en því verður ekki neitað að metnaðurinn er mismikill hjá þeim. Á meðan sumir eru að gæla við að elda jólaskinku eru aðrir að velta því fyrir sér að sjóða fisk. Eitt er þó víst að þau hafa mjög gott og gaman af þessu. Jakob reið fyrstur á vaðið og bauð upp á kjöt í káli, með soðnum nýjum kartöflum, gulrótum og bræddu smjöri. Þvílík veisla! Við borðuðum á okkur gat.
Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósu

Það kemur þó engin uppskrift frá veislumatnum hans Jakobs hingað á bloggið (enda svo sem enga uppskrift sem þarf við að sjóða kjöt í káli, það er bara öllu húrrað í pott og soðið!) heldur langaði mig að setja inn uppskrift af sunnudagsmatnum okkar, heilsteiktri svínalund með sinnepssveppasósu sem okkur þótt svo æðislega gott. Kannski hugmynd fyrir helgina?

Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósu

Ofnbökuð svínalund með sinnepssvepasósu

 • 600 g svínalund
 • salt og pipar
 • smjör
 • 150 g sveppir
 • 1 skarlottulaukur
 • 1 msk hveiti
 • 1 dl kjötkraftur af steikarpönnunni
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 1 msk kálfakraftur (fæst fljótandi í glerflöskum, stendur kalvfond á)
 • 1 msk dijon sinnep
 • skvetta af sojasósu
 • smá sykur

Hreinsið kjötið og kryddið með salti og pipar. Bræðið smjör á pönnu og brúnið hliðarnar á kjötinu. Takið kjötið af pönnunni og setjið í eldfast mót. Hellið 1 dl af vatni á pönnuna og sjóðið kraftinn upp (hann verður notaður í sósuna). Setjið kjötið í 175° heitan ofn í um 20 mínútur, eða þar til kjötmælir sýnir 67°. Látið kjötið standa í 10 mínútur áður en það er skorið.

Skerið sveppina í fernt og hakkið laukinn. Bræðið smjör í potti við miðlungsháan hita og steikið laukinn og sveppina þar til laukurinn er mjúkur. Stráið hveiti yfir og hrærið vel. Hrærið steikarkraftinum saman við og síðan rjóma, mjólk og kálfakrafti. Látið sjóða saman í 5 mínútur. Smakkið til með sykri, dijon sinnepi, salti, pipar og smá sojasósu.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP