Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósu

Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósuVið ákváðum að draga aftur í gang það stórskemmtilega verkefni að láta krakkana skiptast á að sjá um þriðjudagsmatinn. Mér þykir svo gaman að sjá hvað þau velja að hafa í matinn en því verður ekki neitað að metnaðurinn er mismikill hjá þeim. Á meðan sumir eru að gæla við að elda jólaskinku eru aðrir að velta því fyrir sér að sjóða fisk. Eitt er þó víst að þau hafa mjög gott og gaman af þessu. Jakob reið fyrstur á vaðið og bauð upp á kjöt í káli, með soðnum nýjum kartöflum, gulrótum og bræddu smjöri. Þvílík veisla! Við borðuðum á okkur gat.
Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósu

Það kemur þó engin uppskrift frá veislumatnum hans Jakobs hingað á bloggið (enda svo sem enga uppskrift sem þarf við að sjóða kjöt í káli, það er bara öllu húrrað í pott og soðið!) heldur langaði mig að setja inn uppskrift af sunnudagsmatnum okkar, heilsteiktri svínalund með sinnepssveppasósu sem okkur þótt svo æðislega gott. Kannski hugmynd fyrir helgina?

Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósu

Ofnbökuð svínalund með sinnepssvepasósu

 • 600 g svínalund
 • salt og pipar
 • smjör
 • 150 g sveppir
 • 1 skarlottulaukur
 • 1 msk hveiti
 • 1 dl kjötkraftur af steikarpönnunni
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 1 msk kálfakraftur (fæst fljótandi í glerflöskum, stendur kalvfond á)
 • 1 msk dijon sinnep
 • skvetta af sojasósu
 • smá sykur

Hreinsið kjötið og kryddið með salti og pipar. Bræðið smjör á pönnu og brúnið hliðarnar á kjötinu. Takið kjötið af pönnunni og setjið í eldfast mót. Hellið 1 dl af vatni á pönnuna og sjóðið kraftinn upp (hann verður notaður í sósuna). Setjið kjötið í 175° heitan ofn í um 20 mínútur, eða þar til kjötmælir sýnir 67°. Látið kjötið standa í 10 mínútur áður en það er skorið.

Skerið sveppina í fernt og hakkið laukinn. Bræðið smjör í potti við miðlungsháan hita og steikið laukinn og sveppina þar til laukurinn er mjúkur. Stráið hveiti yfir og hrærið vel. Hrærið steikarkraftinum saman við og síðan rjóma, mjólk og kálfakrafti. Látið sjóða saman í 5 mínútur. Smakkið til með sykri, dijon sinnepi, salti, pipar og smá sojasósu.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

 

Vikumatseðill

VIkumatseðillÁ morgun er sumarfríinu lokið hjá öllum fjölskyldumeðlimum og ég held að það syrgi það enginn. Við erum búin að eiga svo yndislegt sumar að enginn getur kvartað. Við ætlum að njóta dagsins í dag og byrjum hann í bröns hjá vinafólki. Ég er með fræhrökkbrauð í ofninum og ætla að gera feta- og sítrónumauk og taka með mér. Á morgun fer síðan allt á fullt, foreldraviðtal um morguninn, vinna hjá mér, skóli hjá krökkunum, og strákarnir að keppa í fótboltanum seinni partinn. Líf og fjör, alveg eins og það á að vera!

Vikumatseðill

Gratineraður fiskur á hrísgrjónabeði

Mánudagur: Gratineraður fiskur á hrísgrjónabeði

Milljón dollara spaghettiÞriðjudagur: Milljón dollara spaghetti

GrjónagrauturMiðvikudagur: Ofnbakaður grjónagrautur

PylsupottrétturFimmtudagur: Pylsupottréttur með beikoni og sweet chili rjómasósu

Grísk pizzaFöstudagur: Grísk pizza

Heimsins bestu súkkulaðibitakökurMeð helgarkaffinu: Heimsins bestu súkkulaðibitakökur

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Ofnbakaðir maískólfar

Ofnbakaðir maískólfarÉg dáist að þeim sem eru að hlaupa í maraþoninu í dag. Sjálf sit ég enn heima í náttsloppnum og get svarið það að ekkert hefði getað rifið mig út í morgun til að hlaupa. Ég fæ meira að segja hroll við tilhugsunina. Mér þykir svo brjálæðislega notalegt að byrja dagana rólega um helgar, að gera mér eggjahræru og fletta blaðinu yfir morgunmatnum.Ofnbakaðir maískólfar

Ég veit ekki hvort það sé mikið grillveður í kortunum þessa helgina en ég ofnbakaði maískólfa um daginn sem vöktu gífurlega lukku hér heima. Það má vel bera þá fram með öðru en grillmat, til dæmis með heilsteiktum kjúklingi. Hvernig væri til dæmis að gera hlutina einfalda og kaupa grillaðan kjúkling, heita kjúklingasósu og hrásalat í búðinni og skella síðan maískólfum og frönskum í ofninn þegar heim er komið. Það mun enginn kvarta undan slíkri veislu!

Ofnbakaðir maískólfar

Ofnbakaðir maískólfar

 • maískólfar
 • salt og pipar
 • smjör

Hitið ofninn í 200°. Saltið og piprið maískólfana vel (verið ekkert að spara það!). Klæðið lítið eldfast mót með bökunarpappír og leggið maískólfana í. Setjið vel af smjöri ofan á hvern og einn maískólf og bakið í 35-45 mínútur, eða þar til þeir byrja að brúnast. Snúið maískólfunum annað slagið á meðan þeir eru í ofninum. Þegar þeir koma úr ofninum er smá smjör sett yfir þá áður en þeir eru bornir fram.

Ofnbakaðir maískólfar

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

 

Vikumatseðill

VikumatseðillNú er síðasta vikan í sumarfríinu hjá krökkunum að renna upp og eftir hana hefst skólinn að nýju. Við höfum átt æðislegt sumar og náð að ferðast mikið um landið, meðal annars í tvær ferðir norður á Akureyri, heimsótt Húsavík og Ásbyrgi, keyrt hringinn í kringum landið, eytt viku á Austfjörðum, dvalið í sveitinni góðu og enduðum sumarfríið á Þjóðhátíð í Eyjum. Eftir sitja skemmtilegar minningar og hellingur af myndum frá góðum dögum.

VikumatseðillÁ meðan við keyrðum austur á firði voru strákarnir okkar að keppa síðustu leikina sína í Rey Cup. Þeir komu til okkar með flugi daginn eftir, beint af fótboltavellinum, og grétu það ekki að sleppa við aksturinn.

VikumatseðillVeðurspáin lofaði ekki góðu áður en við lögðum af stað en sem betur fer rættist ekki úr henni. Veðrið lék við okkur mest allt fríið og við nutum til hins ítrasta.

vikumatseðillÞessi smágerði árabátur reyndist óþreytandi afþreying. Hér mátti varla tæpara standa, en drengurinn náði bátnum og komst óhultur (og þurr!) um borð.

VikumatseðillÉg hef oft minnst á Ernu vinkonu mína hér á blogginu en minnist þess ekki að hafa birt mynd af henni áður. Við höfum verið vinkonur í 34 ár, ólumst upp í parhúsi og höfum búið á móti hvor annarri síðastliðin 9 ár. Það munar ári á dætrum okkar og strákarnir okkar eru jafn gamlir og bekkjabræður. Við tölum saman á hverjum degi og það væri lítið varið í lífið án hennar. Myndin af okkur stöllunum er tekin á Seiðisfirði í sumar.

VikumatseðillVið buðum Ernu og fjölskyldu í mat í bústaðinn til okkar og hér stend ég í undirbúningi. Við grilluðum þennan BBQ kjúkling og í eftirrétt vorum við með súkkulaðiköku og ís.

VikumatseðillSíðar um kvöldið kveiktum við bál og grilluðum sykurpúða. Krakkarnir voru búnir að safna spreki fyrr um daginn og áttu allan heiðurinn af bálinu.

VikumatseðillVar ég búin að segja að veðrið var yndislegt? Lúxussumar sem við fengum!

VikumatseðillÞað má ekki líta af þessum drengjum. Ég var ósköp fegin að fá þá óhulta niður aftur. Skömmu síðar stukku þeir ofan í Eyvindará (sem er undir þeim á myndinni) og Gunnar gerði sér lítið fyrir og synti yfir hana, eins ísköld og straumgóð áin er.

VikumatseðillJökulsárlón á sumarkvöldi. Fallegra en allt.

VikumatseðillFótboltavöllurinn á Neskaupsstað hlýtur að vera með þeim fallegri á landinu. Það er ekki hægt að sleppa því að taka leik þar.

VikumatseðillHengirúm á höfninni á Eskifirði. Meganæs!

VikumatseðillBesta kaup sumarsins var klárlega tengdamömmuboxið góða. Við erum ekki nógu klár í að ferðast með lítinn farangur og 10 daga ferðalag með 4 börn hefði verið hrikalegt án þess! Boxið gleypti allan farangurinn og gerði það að verkum að það fór vel um alla í bílnum.

VikumatseðillVikumatseðillVikumatseðillVikumatseðillÞað var ýmislegt brallað og hér voru útbúnir frostpinnar fylltir með hlaupböngsum. Hlaupbangsar eru settir í frostpinnaform, fyllt ýmist með sprite eða eplasíder og fryst. Herlegheitin runnu vel ofan í krakkana.

VikumatseðillSumarfríið endaði síðan á Þjóðhátíð sem gaf minningar fyrir lífstíð.

Núna er ég búin í sumarfríi í bili og hversdagsleikinn tekinn við, sem inniheldur meðal annars vikumatseðlana góðu. Ég var farin að sakna þeirra! Hér kemur sá fyrsti í haust.

Vikumatseðill

Fiskur í okkar sósuMánudagur: Fiskur í okkar sósu

Gúllas með sólþurrkuðum tómötumÞriðjudagur: Gúllas með sólþurrkuðum tómötum

Lauksúpa með beikonkurli og steiktu hvítlauksbrauðiMiðvikudagur: Lauksúpa með beikonkurli og steiktu hvítlauksbrauði

Spaghettí með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíuFimmtudagur: Spaghetti með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu

KasjúhnetukjúklingurFöstudagur: Kasjúhnetukjúklingur

Mjúk kanilsnúðakakaMeð helgarkaffinu: Mjúk kanilsnúðakaka

Allt hráefni í þessar uppskriftir fæst í

HAGKAUP

Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin

Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldinMér fannst haustið koma í gær og verð að viðurkenna að mér þótti það ósköp notalegt. Hvort það sé komið til að vera á síðan eftir að koma í ljós en það er eitthvað við haustið sem mér þykir sjarmerandi. Skólarnir byrja að nýju og allt fellur aftur í rútínuna sem á svo vel við mig. Að við síðan ákváðum að framlengja sumrinu með Spánarferð í september gerir tilhugsunina um haustið enn ljúfari. Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin

Ég var að velta fyrir mér hvað ég eigi að hafa í matinn um helgina og þá rifjaðist upp fyrir mér uppskrift að himneskum eftirrétti sem hefur enn ekki farið hingað inn á bloggið. Þetta er með betri eftirréttum sem ég hef smakkað! Ástaraldin og hvítt súkkulaði er hin fullkomna blanda. Ég á enn eftir að ákveða helgarmatseðilinn en þessi eftirréttur fer klárlega á hann. Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin

Pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin (uppskrift fyrir 2)

 • 2½ dl rjómi
 • 1 msk vanillusykur
 • ½ msk hunang
 • 40 g hvítt súkkulaði
 • 1 matarlímsblað
 • 2 ástaraldin

Látið matarlímið liggja í köldu vatni í amk 5 mínútur. Setjið rjóma, vanillusykur, hunang og hvítt súkkulaði í pott og hitið við vægan hitta þar till suðan er næstum komin upp. Takið pottinn þá af hitanum, takið matarlímsblaðið úr vatninu (kreistið mesta vatnið frá) og hrærið því út í pottinn. Hellið pannacottanu í tvær skálar og látið standa í ísskáp í amk 3 klst. Setjið ástaraldin yfir rétt áður en pannacottað er borið fram.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

 

Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumaukiÁ morgun byrja ég að vinna eftir sumarfrí sem leið óvenju hratt. Við ferðuðumst hringinn í kringum landið og enduðum á þjóðhátíð í eyjum. Við fórum í göngur, í silfurbergsnámu, skoðuðum Austfirðina og borðuðum helling af góðum mat. Alveg eins og sumarfrí eiga að vera! Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Þetta hefur verið mikið grillsumar og ég hef enn ekki fengið nóg. Þennan kjúklingarétt grilluðum við okkur áður en við héldum í hringferðina og hann vakti lukku bæði hjá fullorðnum og börnum. Ég bar kjúklinginn fram með grilluðum paprikum og rauðlauk, nýjum kartöflum (setti þær líka á grillið í álpappír með smjöri og salti) og kaldri pestósósu sem fór stórvel með.Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Mér þykir sú aðferð að grilla í álpappírspökkum vera frábær, það er hægt að undirbúa matinn áður og þarf ekkert að hugsa um hann á meðan maturinn stendur á grillinu. Einfaldast í heimi og frábært fyrir matarboðið!

Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Toppurinn

 • 1 fetakubbur (250 g)
 • 1 dl hakkaðir sólþurrkaðir tómatar
 • 1 dl grænar ólífur
 • 1 dl svartar ólífur

Allt sett í matvinnsluvél og unnið saman í grófan massa. Ef þið eigið ekki matvinnsluvél þá er hægt að nota töfrasprota eða hreinlega hakka allt vel saman með góðum hníf.Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumaukikjúkl.m.ólífum20Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Fyrir kjúklinginn

 • 1 poki kjúklingabringur frá Rose Poultry (900 g)
 • PAM sprey
 • salt og pipar
 • Filippo Berio sun dried tomato pesto
 • hvítmygluostur, t.d. Auður, Ljúflingur, Kastali…

Skolið kjúklingabringurnar og þerrið. Rífið álpappír í um það bil stærðinni 30 x 45 cm og spreyið með PAM. Athugið að í einn álpappírspakka fer ein kjúklingabringa, þannig að það er 1 pakki á mann. Leggið kjúklingabringuna í miðjan álpappírinn og saltið og piprið. Setjið 2 msk af pestói yfir bringuna og síðan 3 msk af ólífuhrærunni.  Lokið nú álpappírnum með því að lyfta langhliðunum upp og brjóta tvöfalt brot niður (passið að hafa loft fyrir ofan matinn fyrir gufuna sem myndast). Lokið hliðunum eins, þ.e. með tvöföldu broti, og grillið á lokuðu grilli, við miðlungsháan hita, í 25 mínútur. Takið af grillinu, opnið pakkann að ofan og leggið nokkrar sneiðar af hvítmygluosti yfir. Lokið pakkanum aftur og látið standa í nokkrar mínútur á meðan osturinn bráðnar.Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumaukiGrillaður kjúklingur með pestó og ólífumaukiGrillaður kjúklingur með pestó og ólífumaukiGrillaður kjúklingur með pestó og ólífumaukiGrillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Köld sósa

 • 100 g Philadelphia rjómaostur
 • 3 tsk Filippo Berio Classic Pesto (grænt)
 • 2 msk vatn
 • salt og pipar

Setjið allt í matvinnsluvél (eða notið töfrasprota) og vinnið saman.Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Ristaðar furuhnetur með tamarin sósu

 • 1 poki furuhnetur (ca 70 g)
 • 1 msk Tamarin sósa

Ristið furuhneturnar á þurri pönnu þar til þær eru gylltar á lit. Hellið þá tamarin sósunni yfir og ristið áfram þar til sósan hefur þornað á hnetunum (tekur enga stund, kannski 30 sek.).Grillaður kjúklingur með pestó og ólífumauki

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Grilluð humarpizza

Grilluð humarpizzaÉg hef verið netlaus undanfarna daga en hef núna komið mér fyrir á netkaffihúsi til að blogga og svala netþörfinni. Ótrúlegt hvað netið skiptir orðið miklu máli í hversdagslífinu. Það er ekki einu sinni hægt að athuga með veðurspánna án þess. Og það sem verra er, ég hef ekki getað sett hingað inn bestu pizzuuppskrift sem hægt er að hugsa sér, grilluð humarpizza með hvítlaukssmjöri, parmesan og fleiri ómótstæðinlegum hráefnum.

Grilluð humarpizza

Þessi pizza er svo gjörsamlega ómótstæðileg að við grilluðum okkur hana tvo daga í röð um daginn. Það er svo lekkert að bjóða upp á hana með köldu hvítvínsglasi, hvort sem er í forrétt, aðalrétt eða fyrir saumaklúbbinn. Síðan er stórsnjallt að útbúa hana og geyma í ísskáp þar til hún fer á grillið. Þá þarf ekkert að gera eftir að gestirnir koma annað en að opna hvítvínsflösku og setja pizzurnar á grillið. Þetta getur ekki klikkað!Grilluð humarpizza

Grilluð humarpizza (uppskriftin miðast við eina pizzu)

 • álpappír
 • PAM sprey
 • salt og pipar
 • tortilla
 • 25 g smjör
 • 2 hvítlauksrif, pressuð
 • 2 msk parmesan (Parmareggio), finrifinn
 • 2 plómutómatar, hakkaðir og látið renna af þeim
 • fersk basilika
 • 60 g skelflettur humar frá Sælkerafiski
 • 1 msk parmesan (Parmareggio), fínrifinn
 • 2 lúkur pizza ostur
 • 30 g ferskur mozzarella í bitum

Rífið álpappír svo passi undir tortillaköku. Spreyið álpappírinn með PAM og stráið vel af maldon salti og pipar yfir. Leggið tortillu yfir. Bræðið smjör í potti og blandið saman við pressað hvítlauksrif. Penslið hvítlaukssmjörinu yfir tortillabotninn og stráið 2 msk af fínrifnum parmesan yfir. Hakkið plómutómata og látið leka af þeim í gegnum sigti. Leggið hökkuðu tómatana yfir parmesan ostinn og setjið basiliku sem hefur verið skorin/klippt í ræmur yfir. Skolið og þerrið humarinn og setjið hann yfir tómatana. Stráið 1 msk af parmesan yfir, þar eftir 2 lúkum af pizza osti og að lokum ferskum mozzarellabitum. Grillið þar til osturinn er bráðnaður og botninn stökkur.

Grilluð humarpizzaGrilluð humarpizzaGrilluð humarpizzaGrilluð humarpizzaGrilluð humarpizzaGrilluð humarpizzaGrilluð humarpizza

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Teriyaki kjúklingur með steiktum hrísgrjónum

Teriyaki kjúklingurUndanfarnir dagar hafa verið brjálæðislega annasamir. Það er svo furðulegt hvernig þetta getur verið, það koma tímabil sem eru róleg og svo fer allt á fullt. Nú er allt á fullu og þá skiptir öllu að skipuleggja dagana vel.Teriyaki kjúklingur

Í gær voru átta manns hér í mat og ég gerði mér auðvelt fyrir og grillaði teriyaki kjúkling sem ég bar fram með steiktum hrísgrjónum. Svo brjálæðislega gott! Þetta er fullkominn réttur til að bjóða upp á, hvort sem tíminn er knappur eða ekki. Kjúklingurinn er settur í marineringu kvöldið áður og þar sem ég notaði kjúklingalundir þurftu þær bara örskamma stund á grillinu. Steiktu hrísgrjónin er hægt að undirbúa með því að sjóða hrísgrjónin kvöldið áður og þá tekur enga stund að klára réttinn.Teriyaki kjúklingur

Kjúklingurinn verður dásamlegur í þessari marineringu, svo bragðgóður og mjúkur. Ég studdist við þessa uppskrift af steiktu hrísgrjónunum (ég sleppti kjúklingnum sem er gefinn upp í uppskriftinni). Teriyaki kjúklingur

Teriyaki kjúklingur

 • 1 poki kjúklingalundir frá Rose Poultry (700 g)
 • 1 flaska Teriyaki marinade frá Blue Dragon (150 ml)
 • safi úr 1 sítrónu
 • 2 pressuð hvítlauksrif
 • 1 tsk sesam olía
 • 1 tsk hunang

Blandið saman teriyaki marinade, sítrónusafa, hvítlauksrifum, sesam olíu og hunangi í skál. Skolið og þerrið kjúklingalundirnar og setjið í hreinan plastpoka (t.d. stóran nestispoka af rúllu). Hellið marineringunni yfir og blandið vel saman við kjúklinginn. Lofttæmið pokann og geymið í ísskáp í 20-24 klst.Teriyaki kjúklingur

Takið kjúklinginn úr pokanum og grillið.Teriyaki kjúklingur

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Grillaðir BBQ hamborgarar

Grillaðir BBQ hamborgararSumarfríið mitt byrjar vel. Við höfum verið hér heima í rólegheitum, strákarnir mæta á fótboltaæfingar daglega og á kvöldin höfum við grillað og farið í kvöldgöngur. Í fyrrakvöld fórum við Elliðarárdalinn, hann svíkur aldrei með sinni veðursæld og náttúrufegurð og síðan hafa krakkarnir gaman af kanínunum þar. Í gærkvöldi gengum við síðan Reykjadalinn. Þangað ættu allir að fara. Að liggja þar í heitu náttúrulaugum á sumarkvöldum, það gerist varla dásamlegra. Ég setti pulsur í hitabrúsa, pakkaði pulsubrauðum, drykkjum og súkkulaði í bakpoka og bauð upp á í lauginni við miklar vinsældir.

Grillaðir BBQ hamborgarar

Ég veit að það hefur verið mikið um grillrétti hér upp á síðkastið en ég er bara svo ánægð með að vera komin með almennilegt grill að við slökkvum varla á því. Um helgina grilluðum við hamborgara sem voru svo brjálæðislega góðir að ég má til með að gefa uppskrift af þeim. Í kvöld grilluðum við kjúkling sem ég verð líka að gefa ykkur uppskrift af, en það verður að vera síðar.

Grillaðir BBQ hamborgarar

Ég las einhvern tímann hjá Jamie Oliver að það geri gæfumun að pensla hamborgara með blöndu af sinnepi og Tabasco á meðan þeir eru grillaðir. Það hefur reynst mér vel að fylgja því sem hann segir og  líkt og áður hafði hann rétt fyrir sér, hamborgararnir verða súpergóðir við þetta. Annað sem mér þykir gott að hafa á hamborgurum er  lauk sem hefur legið í ísköldu vatni. Við það að leggja laukinn í kalt vatn áður en hann er borinn fram verður hann svo stökkur og góður.

Grillaðir BBQ hamborgarar

Við fullkomna hamborgaraveisluna með djúpsteiktum frönskum úr nýja djúpsteikingarpottinum okkar. Ég veit að það er mikið smartara og meira í tísku að kaupa djúsvél en mig hefur langað í djúpsteikingarpott í þó nokkurn tíma og þegar ég sá að Hagkaup er með 20% afslátt af öllum rafvörum í júlí ákvað ég að slá til. Potturinn kostaði tæpar 5 þúsund krónur með afslættinum og ég er hæstánægð. Franskar kartöflur verða svo margfalt betri við djúpsteikingu en það sem ég er þó aðallega spennt fyrir er að djúpsteikja camembert. Það mun heldur betur poppa ostabakkan upp. Við djúpsteiktum líka chili cheese sem við keyptum frosið og var skemmtileg viðbót í hamborgaraveisluna.

Grillaðir BBQ hamborgarar (ég gerði 8 hamborgara sem voru um 150 g hver)

 • 1 kg nautahakk
 • 2 dl Hunt´s Orginal BBQ sauce
 • salt og pipar
 • 1/2 dl gult sinnep (yellow mustard, t.d. frá Hunt´s)
 • Tabasco
 • beikon
 • cheddar ostur

Hrærið öllu saman og mótið 8 hamborgara (um 150 g hver). Hrærið saman gulu sinnepi og tabasco (magn eftir smekk, ég set ca 1/4 úr teskeið). Setjið hamborgarana á grillið og grillið beikonið samhliða. Penslið sinnepinu yfir hamborgarana á meðan þeir grillast og þegar þið snúið þeim við. Þegar hamborgararnir eru nánast fullgrillaðir er cheddar ostur settur yfir ásamt beikoni. Setjið hamborgarabrauðin yfir hamborgarann (lokið ofan á hamborgarann og botninn ofan á lokið, sbr. myndina hér að neðan) og lokið grillinu í smá stund á meðan osturinn bráðnar og brauðið hitnar.

Grillaðir BBQ hamborgararGrillaðir BBQ hamborgararGrillaðir BBQ hamborgararGrillaðir BBQ hamborgararGrillaðir BBQ hamborgarar

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Grillaðir bananar með súkkulaði og ísÉg hef eytt helginni í Fífunni þar sem við strákarnir áttum sjoppuvakt. Fótboltalífið er skemmtilegt en að mæta kl. 7.25 á sunnudagsmorgni þykir mér… hmmm….minna skemmtilegt. Ég er svo stolt af strákunum mínum sem rifu sig á fætur, unnu með bros á vör og þegar vaktinni lauk á hádegi buðust þeir til að vera áfram og hjálpa til því það var svo mikið að gera. Dugnaðarforkar!

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Þegar við komum heim eftir vaktina okkar í gærkvöldi grilluðum við æðislega hamborgara sem ég ætla að gefa uppskrift af fljótlega. Í eftirrétt grilluðum við síðan banana með súkkulaði sem hurfu ofan í strákana. Frábær grillréttur sem bæði er einfaldur og hægt að undirbúa áður en matargestir koma.  Við gerðum ráð fyrir einum banana á mann og ég held að það sé passlegt. Þessir strákar okkar virðast þó botnlausir og hefðu eflaust getað torgað fimm stykkjum hver. Einn banani, með þremur ískúlum yfir þykir mér þó vera mjög passlegur skammtur sem gott er að miða við.

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

 • bananar
 • Nusica súkkulaðismjör
 • vanilluís
 • digistive kex

Takið bananann úr hýðinu og skerið rauf eftir honum endilöngum. Fyllið raufina með Nusica súkkulaðismjöri. Rífið álpappír í ca 30 x 30 cm og spreyið með PAM. Setjið bananann í miðjuna, lyftið hliðunum á álpappírnum upp og brjótið hann saman efst (skiljið eftir loft fyrir ofan bananann fyrir gufuna). Brjótið hliðarnar saman. Grillið við miðlungsháan hita í um 10 mínútur, eða þar til bananinn er mjúkur og súkkulaðið bráðnað. Á meðan er Digistive kex mulið.Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Fjarlægið bananann úr álpappírnum og setjið á disk. Setjið ískúlur yfir bananann og dreifið muldu Digistive kexi yfir. Berið strax fram.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP