Súkkulaðibaka með sætum rjóma og berjum

Laugardagur og kosningar! Mér þykja kosningadagar alltaf vera hátíðlegir og hlakka til að fylgjast með kosningasjónvarpinu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem öll börnin mín hafa áhuga á kosningunum og það er því mikil tilhlökkun fyrir kvöldinu. Ég þarf að fara í búðina í dag og versla inn fyrir kvöldið (svo mikilvægt að vera með gott snarl í kvöld) en leiðin liggur einnig í Ikea og að sjálfsögðu á kjörstað.

Ég bakaði þessa köku um daginn og var með í eftirrétt og má til með að mæla með henni. Hún var dásamlega góð og gæti verið sniðugur eftirréttur fyrir kvöldið. Stingið íslenskum fánapinnum í hana til að fá réttu stemninguna áður en þið berið hana fram í kvöld. Súpergóð!

Súkkulaðibaka með sætum rjóma og berjum (uppskrift úr Joy the Baker Cookbook)

Bökuskelin:

  • 1 ½ bolli hveiti
  • ½ bolli flórsykur
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk kanil
  • 1/8 tsk engifer (krydd)
  • ½ bolli ósaltað smjör, kalt
  • 1 stórt egg

Setjið hveiti, sykur, salt og krydd í skál og blandið saman. Skerið smjörið í bita og bætið í skálina. Blandið öllu vel saman með höndunum þar til deigið hefur myndað litla kekki. Bætið eggi saman við og hrærið deiginu saman með gaffli (hafið ekki áhyggjur ef deigið verður eins og mylsna, það er allt í lagi). Setjið deigið í lausbotna bökuform og notið puttana til að þrýsta því í formið og upp með hliðum þess. Kælið í frysti í klukkustund. Hitið þar eftir ofn í 175°. Smyrjið álpappír með smjöri og leggið með smjörhliðina niður yfir bökuskelina. Bakið í 20 mínútur, takið þá álpappírinn af og bakið í aðrar 15 mínútur, eða þar til bökuskelin er fallega gyllt. Látið skelina kólna alveg áður en fyllingin er sett í.

Fyllingin:

  • 225 g dökkt súkkulaði, fínhakkað
  • 1 ¼ bolli rjómi
  • ¼  bolli ósaltað smjör, við stofuhita, skorið í bita

Á meðan bökuskelin er í frystinum er gott að gera fyllinguna. Setjið fínhakkað súkkulaðið í skál og leggið til hliðar. Setjið rjómann í pott og hitið varlega að suðu. Hellið helmingnum af heitum rjómanum yfir súkkulaðið og látið standaí 1 mínútur (súkkulaðið mun bráðna). Hrærið súkkulaðinu og rjómanum saman og bætið því sem eftir var af rjómanum varlega saman við. Hrærið þar til blandan er slétt. Bætið þá smjörbitum út í og hrærið saman með sleikju þar til smjörið hefur bráðnað. Blandan verður dökk og glansandi. Setjið til hliðar og látið kólna (blandan þykkist þegar hún kólnar. Mér fannst hún þó þykkjast svo hægt að ég endaði á að kæla hana í ísskápnum).

Yfir bökuna:

  • 1 bolli rjómi
  • 3 msk flórsykur
  • 1 bolli hindber
  • ¼ bolli brómber (ég var bara með hindber)

Þeytið saman rjóma og flórsykri þar til rjóminn er léttþeyttur.

Samsetning: Setjið fyllinguna í bökuskelina. Setjið berin yfir og endið á að setja rjómann yfir miðjuna (látið hann ekki ná yfir alla bökuna, það er svo fallegt að sjá súkkulaðifyllinguna og berin meðfram kantinum). Berið strax fram. Kakan er best á fyrsta degi en geymist þó vel í allt að 3 daga í ísskáp.

 

Djúpsteikt Oreo með súkkulaðisósu og ís

Ég var með svo æðislegan eftirrétt um daginn sem ég má til með að stinga upp á sem eftirrétti fyrir kvöldið. Heitt djúpsteikt oreokex með vanilluís og volgri súkkulaðisósu er gjörsamlega galið gott kombó. Djúpsteikt kexið minnir einna helst á blöndu af súkkulaðiköku og nýsteiktum kleinuhringjum, stökkt að utan og mjúkt að innan.

Þetta verðið þið að prófa, svo brjálæðislega gott að það nær engri átt!

Djúpsteikt Oreokex

  • 2 ¼ dl mjólk
  • 1 egg
  • 2 tsk bragðdauf olía (ekki ólívuolía)
  • 2 ¼ dl ameríkanskt pönnukökumix (keypt tilbúið í matvörubúðum)
  • 1 Oreo kexpakki
  • olía til að djúpsteikja í
  • flórsykur
  • vanilluís
  • súkkulaðisósa

Blandið saman mjólk, eggi og olíu í skál og hrærið síðan pönnukökumixinu saman við. Látið deigið standa í nokkrar mínútur. Hitið djúpsteikingarpott (eða olíu í potti) í 180°. Dýfið Oreo kexinu vel ofan í deigið og djúpsteikið nokkrar í einu í um 2-3 mínútur, eða þar til þær hafa fengið fallegan lit og orðnar stökkar að utan. Látið renna af þeim á eldhúspappír og berið síðan strax fram með ís, súkkulaðisósu og sigtið smá flórsykur yfir.

Súkkulaðisósa

  • 1 dl sykur
  • 1 dl kakó
  • 1 dl rjómi
  • 30 g smjör

Setjið allt í pott og látið suðuna koma varlega upp. Látið sjóða við lágan hita í 5 mínútur og hrærið reglulega í pottinum. Leyfið sósuni að kólna aðeins og berið hana fram volga.

 

Eðlupizza

Það er pizza á matseðli Pizzunnar sem strákarnir mínir eru vitlausir í. Pizzan heitir Eðlupizza og minnir á hina sívinsælu eðlu, þ.e. rjómaostur, salsasósa og ostur. Það er svo einfalt að gera pizzuna og nú höfum við ítrekað gert hana hér heima um helgar við miklar vinsældir.

Nú vil ég ekki draga úr sölu pizzunnar hjá Pizzunni með því að setja uppskriftina hingað inn en þeir birtu sjálfir myndband af því hvernig þeir gera hana og síðan eru ekki allir með aðgang að þeim ágæta pizzastað og þá er gott að geta reddað sér heima við. Hjá pizzunni setja þeir salsasósu, ost, pepperóní, rjómaost, svart Doritos og meiri ost yfir botninn áður en hún fer inn í ofn. Mjög gott! Ég hef þó aðeins breytt þessu og geri svona…

Eðlupizza

  • pizzabotn (annað hvort keyptur tilbúinn eða bakaður heima, hér er mín uppáhalds uppskrift)
  • rjómaostur (ég er hrifin af Philadelphia rjómaostinum)
  • salsasósa
  • pepperóní
  • rifinn ostur
  • nachos (við notum alltaf svart Doritos)
  • sýrður rjómi til að setja yfir pizzuna

Fletjið pizzabotninn út og smyrjið hann með rjómaosti. Setjið salsasósu og rifinn ost yfir. Setjið þá pepperóni yfir ostinn, grófmyljið Doritos yfir og setjið að lokum smá rifinn ost yfir allt. Bakið í funheitum ofni þar til osturinn er bráðnaður. Setjið doppur af sýrðum rjóma yfir og berið strax fram, jafnvel með smá auka Doritos til að mylja yfir.

Bessastaðaýsa

 

Ég hef ekki verið nógu duglega að hreyfa mig upp á síðkastið en um helgina dreif ég mig í göngutúra, bæði laugardag og sunnudag, og í kvöld vakti ég líkamsræktarkortið mitt til lífs og fór í hot barre tíma. Ég vona að ég nái að halda mér við efnið fram að jólum, það er þó alls ekkert víst. Útivist lokkar alltaf meira en ræktarsalurinn og sérstaklega þessa dagana, þar sem haustlitirnir í náttúrunni eru ólýsanlega fallegir.  Það jafnast líka fátt á við brakandi ferskt haustloftið.

Ég var að skoða uppskriftabók hjá mömmu um daginn og datt niður á fiskiuppskrift sem mér leist vel á. Ég gleymdi að skrifa hana hjá mér en fann síðan svipaða uppskrift í uppskriftamöppu hjá mér sem ég ákvað að elda. Æðislegur réttur sem krakkarnir voru mjög hrifin af.

Bessastaðaýsa

  • 200 g hrísgrjón
  • 600 g fiskur (ýsa eða þorskur)
  • 2-3 msk majónes
  • 200 ml rjómi
  • 50-100 g parmesanostur (má sleppa)
  • 1-2 tsk karrý
  • 1 tsk gróft sinnep
  • 1/2 vænn blaðlaukur (skorinn í sneiðar)
  • 1 box sveppir (skornir í sneiðar)
  • 200 g ostur
  • salt og svartur pipar

Sjóðið grjón samvkæmt leiðbeiningum og setjið í eldfast mót þegar þau eru nánast soðin. Skerið fiskinn í bita, saltið og leggið fiskinn ofan á grjónin.

Sósa: Blandið rjóma, majónes, parmesanosti, karrý, sinnepi, svörtum pipar og salti í skál og hrærið vel saman.

Hellið sósunni yfir fiskinn og grjónin. Að lokum, blandið sveppum og blaðlauk saman og leggið yfir fiskinn. Toppið svo með rifnum osti, Þetta er svo bakað við 180° í 30 mínútur.

 

 

 

Besta snakkið!

Mig grunar að það muni taka alla vikuna að ná okkur niður eftir leikinn í gær. Jeminn, hvað þetta var gaman! Ég var svo spennt að ég hoppaði upp úr sætinu þegar fyrra markið kom og er búin að vera með verk í fætinum síðan. Flokkast klárlega undir íþróttameiðsl. Mamma stóð við sitt og mætti galvösk með brauðtertur og eftir leikinn stungu strákarnir af niður á Ingólfstorg til að taka þátt í gleðinni þar, á meðan ég gekk frá hér heima eftir gleðskapinn. Allir í sæluvímu.

Yfir fyrri leiknum, á föstudagskvöldinu, vorum við með svo æðislega gott snarl sem mun án vafa verða fastur liður á borðum hjá okkur héðan í frá. Stökkar kartöfluflögur með sýrðum rjóma og kavíar er alveg meiriháttar gott kombó sem fer fullkomlega með freyðivínsglasi. Fallegt á borði og brjálæðislega gott. Þessu var dásamað við hverja flögu og meira að segja þeir sem þykjast ekki borða kavíar voru sólgnir í dásemdina. Þetta verðið þið að prófa!!

Snakk með kavíar og sýrðum rjóma

  • 1 poki saltar kartöfluflögur (notið snakk sem er í þykkum kartöfluflögum)
  • rauður kavíar
  • sýrður rjómi
  • rauðlaukur, fínt skorinn
  • ferskt dill

Dreifið úr snakkpokanum yfir fat eða stórann disk. Setjið sýrðan rjóma og kavíar í sitthvorn sprautupokann. Sprautið doppum af sýrðum rjóma yfir flögurnar, setjið smá af fínhökkuðum rauðlauki yfir og endið á að sprauta kavíar á toppinn. Skreytið með dilli og berið strax fram.

 

Vikumatseðill

Ég hef varla farið út fyrir húsins dyr yfir helgina heldur dundað mér hér heima við. Stundum er bara nauðsynlegt að gera ekkert. Ég ætlaði að elda eitthvað gott handa okkur í gærkvöldi en letin tók yfirhöndina og það endaði á að við sóttum mat á Austur Indíafélagið og opnuðum rauðvínsflösku. Svo gott!

Það var heilmikið fjör hjá okkur yfir leiknum á föstudagskvöldinu og ég fer ekki af því að það er enginn sem kemst með tærnar þar sem mamma mín hefur hælana þegar kemur að stemningu yfir leikjum. Hún heldur uppi fjörinu og er ómissandi félagsskapur þegar landsliðin eru að keppa (við fylgjumst með handbolta og fótbolta). Við endurtökum fjörið annað kvöld og mamma tilkynnti strax, í sæluvímu eftir sigurinn á föstudagskvöldinu, að hún ætlar mæta með brauðtertu og bjór til að hafa yfir leiknum á mánudaginn. Hún kann þetta hún mamma! Ég sting upp á að þið gerið það sama og set brauðtertu beint á matseðilinn á mánudagskvöldinu. Áfram Ísland!!!

Mánudagur: Brauðterta með kjúklingi og beikoni

Þriðjudagur: Lax með mango chutney og pistasíuhnetum

Miðvikudagur: Kjötbollur í möffinsformi

Fimmtudagur: Tælenskt kjúklingapasta frá Claifornie Pizza Kitchen

Föstudagur: Kjúklingur með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósu

Með helgarkaffinu: Mjúk amerísk súkkulaðikaka

 

Nutellabananakaka

 
Ég sit hér yfir morgunmatnum mínum (ristað súrdeigsbrauð með stöppuðu avokadó, sítrónusafa, chilli explotion og góðu salti – svo gott!!) og er að gera innkaupalista fyrir matvörubúðina á sama tíma og ég skrifa þessa bloggfærslu. Mig langar að baka köku til að eiga með kaffinu og datt í hug að endurtaka helgarbaksturinn frá síðustu helgi. Þessi kaka vakti sérlega mikla lukku hjá krökkunum og ég veit að þau verða glöð að sjá hana aftur á borðinu. Ef fleiri eru í baksturshugleiðingum þá mælum við með þessari!
Nutellabananakaka
  • 2 bollar hveiti
  • ¾ tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • ¼ bolli mjúkt smjör
  • 1 bolli sykur
  • 2 stór egg
  • 1¼ bolli stappaður þroskaður banani
  • 1 tsk vanilludropar
  • ⅓ bolli mjólk
  • ¾ bolli Nutella
Hitið ofninn í 175° og smyrjið formkökuform.
Hrærið saman sykur og smjör. Bætið eggjum, einu í einu, saman við og hrærið vel á milli. Bætið stöppuðum bönunum, mjólk og vanilludropum saman við og hrærið þar til hefur blandast vel. Setjið hveiti, matarsóda og salt út í og vinnið saman í slétt deig (passið að ofhræra ekki deigið).
Setjið Nutella í skál og hitið í 15 sek í örbylgjuofni. Hrærið aðeins í skálinni til að jafna hitann og bætið síðan 1 bolla af deiginu saman við. Hærrið þar til hefur blandast vel.
Setjið helming af ljósa deiginu í botninn á formkökufominu, setjið síðan brúna deigið yfir og endið á seinni helmingnum af ljósa deiginu. Stingið hnífi í deigið og snúið honum aðeins um formið til að snúa ljósa og brúna deiginu aðeins saman. Setjið formið í ofninn og bakið í 50-60 mínútur, eða þar til prjóni sem hefur verið stungið í kökuna kemur hreinn upp. Látið kökuna standa í forminu í amk 15 mínútur áður en hún er tekin úr því.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Stökkar fajita kjúklingavefjur

Fyrir viku síðan fór ég niður í Þríhnjúkagjúg en það hafði mig lengi langað til að gera. Það var ótrúleg upplifun að fara þangað niður og ef þið hafið tækifæri til þess, skuluð þið ekki láta það úr hendi sleppa. Ég veit að það hafa stundum verið tveir fyrir einn tilboð undir lok tímabilsins (síðustu ferðirnar niður eru um miðjan október) sem gæti verið snjallt að nýta sér.

Lyftuferðin niður er mögnuð! 

Það er róleg helgi framundan hjá mér og ég er búin að lofa krökkunum heimagerðum pizzum annað kvöld. Síðasta föstudagskvöld gerði ég hins vegar steiktar kjúklingavefjur sem okkur þótti frábær föstudagsmatur. Ég gerði mér einfalt fyrir og keypti tilbúinn grillaðan kjúkling og tilbúið guacamole (fæst ferskt í Hagkaup) og þá tók enga stund að koma matnum á borðið. Æðislega gott!

Steiktar fajita kjúklingavefjur

  • 1 kjúklingur (ég keypti tilbúinn grillaðan kjúkling)
  • 1 poki fajitas krydd
  • rauð paprika
  • græn paprika
  • laukur
  • kóriander (má sleppa)
  • sýrður rjómi eða ostasósa
  • ostur

Rífið kjúklinginn niður og skerið paprikunar og laukinn í strimla. Steikið allt saman á pönnu og kryddið með fajitas kryddi (notið allan pokann).

Smyrjið tortillaköku með um 3 msk af sýrðum rjóma eða ostasósu, setjið um 1 dl af kjúklingablöndunni yfir (setjið hana í miðjuna á tortillakökunni) og stráið kóriander og rifnum osti yfir. Brjótið tortillukökuna saman þannig að lokist fyrir allar hliðar. Hitið olíu á pönnu og steikið vefjurnar á báðum hliðum þar til þær eru orðnar stökkar. Berið fram með meðlæti eins og t.d. nachos, salsa, salati, sýrðum rjóma, guacamole og/eða ostasósu.

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Hindberjatrufflur

Á laugardagskvöldinu buðum við foreldrum sem við höfum kynnst í gegnum fótboltann hjá Gunnari hingað heim. Við höfum staðið saman á hliðarlínunni á nánast öllum leikjum liðsins í sumar og áttum svo sannarlega skilið smá uppskeruhátið. Þetta er frábær hópur sem gerir fótboltalífið enn skemmtilegra og var æðislega gaman að hitta loksins utan vallarins.

Í fordrykk buðum við upp á kampavín, jarðaber og franskar makkarónur.

Síðan vorum við með ostabakka og plokk, en ég held að minn helsti veikleiki matarlega séð séu ostar. Ég fæ ekki nóg af þeim. Ég hef lengi verið á höttunum eftir stóru bretti fyrir osta og plokkmat og datt svo niður á þetta í Ikea á 2.500 krónur. Það rúmar mikið án þess að vera of breytt á borðið. Fullkomin stærð!

Ég gleymdi að mynda borðið þegar allt var komið á það en fyrir utan ostana vorum við með pekanhjúpuðu ostakúluna, tómatcrostini með þeyttum fetaosti, fræhrökkbrauð, beikonvafðar döðlur og tortillavefjur. Síðan prófaði ég að gera truffluhindber sem ég sá á sænsku bloggi en koma upphaflega frá Allt om mat.

Hindberjatrufflur (uppskrift frá Allt om Mat)

  • 250 g fersk hindber
  • 1 msk sykur
  • 100 g dökkt súkkulaði (ég var með 56% súkkulaðið frá Nóa Siríus)
  • 1/2 dl rjómi
  • 1/2 msk smjör

Blandið um 1/2 dl af hindberjum með sykri og hrærið þar til sykurinn er uppleystur. Látið blönduna renna í gegnum sigti og hendið kjörnunum sem verða eftir í sigtinu.

Hakkið súkkulaðið. Hitið rjómann að suðu og takið pottinn af hitanum. Hrærið súkkulaði, smjöri og kjarnalausu hindberja/sykurblöndunni í rjómann þar til blandan er orðin slétt. Látið blönduna aðeins kólna í ísskáp. Sprautið trufflunni í hindberin og látið standa í ísskáp þar til þau eru borin fram (ekki geyma þau of lengi þar sem þau geta þá orðið aðeins blaut).

 

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Dutch Baby

Gunnar tók sig til eftir leik um daginn og bjó til Dutch Baby. Hann hefur eflaust verið svangur og legið lífið á að koma matnum á borðið því ég sé að hann er enn í keppnistreyjunni við baksturinn. Þetta vakti slíka lukku að það var barist um síðustu bitana. Megahittari!!

Dutch Baby – uppskrift fyrir 2-3

  • 3 stór egg
  • 2/3 bolli nýmjólk
  • 2 msk sykur
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 1/2 bolli hveiti
  • 1 msk smjör
  • Tillögur að meðlæti: flórsykur, hlynsýróp, fersk ber, Nutella, sítrónusafi eða smjör.

Hitið 25 cm steypujárnspönnu (eða eldfast mót) miðjan ofn og hitið í 230°.

Setjið eggin í rúmgóða skál og hrærið þar til þau eru létt og ljós, um 2 mínútur. Bætið mjólk, sykri, salti og vanilludropum saman við og hrærið saman. Sigtið hveiti út í blönduna og hrærið þar til hefur blandast saman (passið að hræra ekki of lengi). Látið deigið standa í 5-10 mínútur.

Takið pönnuna varlega úr ofninum, setjið smjörið í hana og látið bráðna. Hallið pönnunni til hliðanna svo smjörið dreifist um hana. Hellið deiginu í heita pönnuna og setjið hana aftur í ofninn (passið að loka ofninum snögglega svo að ofninn missi sem minnstan hita við þetta). Bakið í 15 mínútur eða þar til hliðarnar hafa blásið upp og pönnukakan er orðin fallega gyllt á litinn. Takið úr ofninum, stráið smá flórsykri yfir og berið strax fram.