Vikumatseðill

Vikumatseðill

Í gærkvöldi gerði ég uppáhalds granólað mitt og í leiðinni furðaði mig á því af hverju ég geri það ekki oftar. Þetta tekur enga stund! Það var því extra notalegt að koma fram í morgun, vitandi að það biði mín góður morgunverður án nokkurar fyrirhafnar. Besta byrjunin á deginum.

Matseðillinn fyrir komandi viku gefur hálfgert frí frá eldhúsinu á miðvikudeginum því þá er afgangur nýttur frá deginum áður. Uppskriftin er nefnilega stór og dugar vel í tvær máltíðir. Á föstudeginum er ein uppáhalds pizzan mín (ef þið hafið ekki gert hana þá hvet ég ykkur til að prófa!) og með helgarkaffinu kleinuhringir sem mig hefur langað í undanfarna daga. Ég fæ reglulega spurningar um kleinuhringjaformið sem ég nota og bendi því á að ég sá það um daginn í Hagkaup í Garðabæ (við endann á rekkanum með bökunarvörunum). Kostar ekki mikið og er hverrar krónu virði!

Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Mánudagur: Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Chili con carne

Þriðjudagur: Chili con carne og New York Times-brauð

Chili con carne

Miðvikudagur: Chili con carne með grænmeti í tortillavefju

Rjómalöguð kjúklingasúpa

Fimmtudagur: Rjómalöguð kjúklingasúpa

Pizza

Föstudagur: Mexíkó pizza

Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Með helgarkaffinu: Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Vikumatseðill

Það er orðið langt síðan ég birti hér hugmynd að vikumatseðli. Þið vitið vonandi að ef ykkur vantar hugmyndir að kvöldmat þá getið þið skoðað fyrri matseðla hér. Þessi vika mun hins vegar bjóða upp á svo margt gott og ég veit ekki hvort ég geti beðið eftir japanska kjúklingasalatinu fram á föstudag. Namm!

Fiskur í okkar sósu

Mánudagur: Fiskur í okkar sósu er réttur sem ég fæ ekki leið á.

DSC_7163

Þriðjudagur: Það er orðið allt of langt síðan ég eldaði lasagna með rjómakremi og það kemur því ekki degi of snemma á matseðilinn. Uppskriftin er drjúg og það verður alltaf smá afgangur til að hita upp daginn eftir.

Grjónagrautur

Miðvikudagur: Ég er ekki mikið fyrir grjónagraut en krakkarnir elska hann. Ég hef ekkert fyrir þessum ofnbakaða grjónagrauti og nýti tækifærið til að bjóða þeim upp á hann þegar ég veit að ég mun geta fengið mér afgang frá kvöldinu áður.

Brauð með ítalskri fyllingu

Fimmtudagur: Brauð með ítalskri fyllingu. Ég elska brauð og því kannski engin furða að ég fæ ekki nóg af þessari dásemd.

Japanskt kjúklingasalat

Föstudagur: Japanskt kjúklingasalat þykir mér vera ljúffengur endir á vinnuvikunni. Brjálæðislega gott!

Kladdkaka

Með helgarkaffinu: Sænsk kladdkaka með vanillurjómakremi og jarðaberjum svíkur engan.

Vikumatseðill

Vöfflur

Á þriðjudaginn er vöffludagurinn í Svíþjóð og ég verð seint þekkt fyrir að láta svo gott tilefni til að borða vöfflur framhjá mér fara. Mér þykja vöfflur æðislega góðar og baka þær oftar en góðu hófi gegnir. Uppskriftin sem ég nota oftast er hér. Þó að vöfflur með þeyttum rjóma og góðri sultu standa alltaf fyrir sínu þá getur verið gaman að breyta til og bera vöfflurnar t.d. fram með Nutella og bönunum eða sem eftirrétt með góðum ís, ferskum berjum og heitri súkkulaði- eða karamellusósu.

Það eru engar vöfflur á matseðli vikunnar en þar má þó finna eitt og annað gott. Ég fékk tölvupóst frá lesanda um daginn sem ætlaði að gera rjómalöguðu kjúklingasúpuna og mig hefur langað í súpuna síðan. Hún fór því beint á vikumatseðilinn. Eins þykir mér mexíkóska lasagnað hennar Nigellu æðislegt og góður endir á vinnuvikunni.

Fiskréttur með blaðlauk og sveppum

Mánudagur: Mér þykir fiskréttur með blaðlauk og sveppum passa vel eftir helgarmatinn.

Skinku- og spergilkálsbaka

Þriðjudagur: Skinku- og spergilkálsbaka er létt og góð máltíð sem ég ber fram með salati.

Rjómalöguð kjúklingasúpa

Miðvikudagur: Ljúffeng rjómalöguð kjúklingasúpa sem lífgar upp á hversdagsleikann.

Pylsupottréttur

Fimmtudagur: Þessi bragðgóði pylsupottréttur með beikoni og sweet chili rjómasósu gleður okkur alltaf.

Mexíkóskt lasagna með avokadó-salsa

Föstudagur: Þetta mexíkóska lasagna með avokadó-salsa er réttur sem ég hef oft gripið til þegar ég á von á gestum. Það er hægt að undirbúa hann deginum áður og þá er lítið mál að hóa í vini í mat eftir vinnu á föstudegi. Rétturinn vekur alltaf lukku.

Bananakaka með Nutella kremi

Með helgarkaffinu: Bananakaka með Nutella-kremi kætir börn sem fullorðna og fer stórvel með helgarkaffinu.