Himneskar kjötbollur og uppáhalds tækin í eldhúsinu mínu

Himneskar kjötbollur

Síðan ég byrjaði að blogga fyrir rúmum 4 árum hef ég fengið ótal margar fyrirspurnir um Kitchenaid tækin mín. Fyrir helgina bætti ég langþráðu tæki í safnið og ákvað í kjölfarið að það væri kannski snjallt að bjóða ykkur í smá ferð um eldhúsið mitt og sýna ykkur eldhústækin sem ég hreint út sagt gæti ekki verið án.

Himneskar kjötbollur

Fyrst ber að nefna Kitchenaid hrærivélina mína, enda er hún búin að vera í STÖÐUGRI notkun síðan ég eignaðist hana sumarið 2002. Ég nota hana oft í viku og hún hefur aldrei nokkurn tímann klikkað eða þurft neitt einasta viðhald. Ég gæti ekki án hennar verið! Ég nota hana bæði í bakstur og í matargerð. Kökur, pizzadeig, brauð, rjómi, kartöflumús, hakkblöndur… allt fer í vélina. Hún er einföld í notkun og falleg á borði. Ég elska hana.

Himneskar kjötbollur

Blandarann eignaðist ég á sama tíma og hrærivélina, þ.e. fyrir rúmum 14 árum. Þessi græja hefur líkt og hrærivélin verið notuð óspart og hefur staðið sig eins og hetja. Hún á ekki í neinum vandræðum með að mylja klaka og frosna ávextir og ég hef gert óteljandi boozt (þessi er í uppáhaldi) og drykki (þessi er alltaf vinsæll) í blandaranum. Ég hef ekki farið mjúkum höndum um hann og hef tvisvar þurft að fara með blandarann í Einar Farestveit eftir að hafa brotið könnuna og eytt upp tökkum undir honum. Í bæði skiptin fékk ég frábæra þjónustu, varahlutirnir voru til á lager og kostuðu lítið. Sú verslun fær mín bestu meðmæli! Ég hef keypt allar Kitchenaid vörurnar mínar þar og hef alltaf fengið persónulega og góða þjónustu. Og hvernig tókst mér að brjóta könnuna? Það duga sko engin vettlingatök til því hún er bæði þykk og vegleg. Það getur þó gerst á bestu heimilum þegar verið er að setja matskeið af chiafræjum í booztið að matskeiðinni sé í leiðinni hent ofan í blandarann og svo allt keyrt í gang.

Himneskar kjötbollurHimneskar kjötbollur

Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um hvítu græjuna sem sést glitta í á forsíðumyndinni. Þetta er matvinnsluvélin mín. Þegar ég ákvað að kaupa mér matvinnsluvél kom engin önnur til greina en þessi, bæði vegna þess að Kitchenaid vörurnar mínar hafa reynst mér vel og líka vegna þess að mér þykir hún vera nett og falleg á borði. Ég vil hafa fallegt í kringum mig og þau tæki sem mér þykja ekki falleg fá einfaldlega ekki að standa frammi. Ég hef þó lært það af reynslunni að þau tæki sem ég geymi ofan í skúffum eða inni í skápum nota ég sjaldan, því ég nenni ekki að draga þau fram. Fyrir mig eykur það notagildið til muna að hafa tækin á eldhúsborðinu. Það á svo sannarlega við um matvinnsluvélina mína, ég nota hana í allt mögulegt af því það er svo einfalt. Ef það þarf að hakka hnetur, gera sósur eða annað smáræði þá nota ég litlu skálina sem fylgir vélinni. Ég veit ekki hvernig ég fór að áður en ég eignaðist matvinnsluvélina.

Himneskar kjötbollurHimneskar kjötbollur

Nýjasta viðbótin í Kitchenaid safnið mitt er brauðristin. Það sem mig hefur lengi langað í hana! Ég hef allt of oft keypt mér ódýrar brauðristir sem hafa varla dugað út árið. Síðustu tvær hafa dáið með látum og ég held að Malín sé enn að jafna sig eftir sprenginguna sem varð hér um daginn þegar síðasta brauðristin gaf upp öndina. Þá ákvað ég að fjárfesta í góðri brauðrist og það kom engin önnur til greina en þessi. Hún er algjör draumur! Ristar beyglur (það er svo dásamlega notalegt að rista beyglu með morgunkaffinu og smyrja með rjómaosti og sultu), samlokur (þvílíkur munur að geta ristað samlokur í brauðristinni í staðin fyrir að vera með sér samlokugrill sem þarf að taka fram og hita) og svo auðvitað brauðsneiðar. Ef brauðið er ekki tekið úr ristinni þá setur brauðristin hana sjálfkrafa aftur niður og heldur henni heitri. Lúxus! Samlokuklemman er hér á myndinni fyrir neðan, með óristaðri samloku í, og á neðri myndinni er ristuð brauðsneið. Við erum í skýjunum með þessa nýjustu viðbót í eldhúsið, svo ég tali nú ekki um hvað hún er falleg á borði.

Himneskar kjötbollurHimneskar kjötbollur

Ég hef engan áhuga á að fylla eldhúsið mitt af tækjum og tólum, heldur vel frekar færri og vönduð tæki sem ég veit að nýtast vel. Það er lítið spennandi að vera með troðfulla skápa og skúffur af hlutum sem nýtast illa. Ég mæli með að vanda valið þegar verið er að fjárfesta í eldhústækjum, það marg borgar sig til lengri tíma. Síðan er óneitanlega skemmtilegra að stússast í eldhúsinu með góð verkfæri.

Himneskar kjötbollurHimneskar kjötbollur

En að uppskriftinni sem sló svo rækilega í gegn hér heima um daginn, heimalagaðar kjötbollur í möffinsformi. Það er allt gott við þessa uppskrift! Kjötbollurnar eru himneskar á bragðið og súpereinfaldar í gerð. Öllum hráefnunum er einfaldlega húrrað saman og sett í möffinsform. Með kjötbollunum bar ég fram kartöflumús, rifsberjahlaup og sósu sem er út úr þessum heimi góð, uppskriftin af henni er hér. Þetta verðið þið að prófa!!

Kjötbollur í möffinsformi (uppskriftin gefur um 10 bollur)

 • um 500 g nautahakk (1 bakki)
 • ½ dl haframjöl
 • ½ dl parmesan ostur (vel þjappað)
 • 1 egg
 • ½ dl tómatsósa
 • ½ tsk hvítlaukskrydd
 • salt og pipar
 • 1 tsk Worcestershire sósa
 • 1 ½ – 2 dl af því grænmeti sem til er (t.d. paprika, rauðlaukur og sveppir, eða brokkólí og rifnar gulrætur…. allt gengur!)

Hitið ofninn í 180°. Blandið öllum hráefnunum saman í skál (ég nota k-ið á hrærivélinni, en það er líka hægt að nota bara hendurnar eða sleif). Þjappið blöndunni í möffinsform (ég spreyja það áður með PAM). Setjið smá tómatsósu yfir og bakið í 30-35 mínútur.

Himneskar kjötbollur

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Vikumatseðill

Ég tók eftir því að þessi vikumatseðill er númer 54 í röðinni, sem þýðir að á blogginu má nú finna matseðil fyrir hverja viku ársins og rúmlega það. Þið finnið þá auðveldlega með því að skrifa vikumatseðill í leitina hér hægra megin á síðunni. Þá koma þeir allir upp. Og enn bæti ég í safnið, með enn einum vikumatseðlinum!

Vikumatseðill

Fiskur með gulrótum í ljúffengri sósu

Mánudagur: Fiskur í ljúffengri sósu

Skinku- og spergilkálsbaka

Þriðjudagur: Skinku- og spergilkálsbaka

Rjómalöguð kjúklingasúpa

Miðvikudagur: Rjómalöguð kjúklingasúpa

Pasta með beikoni, sveppum og sólþurrkuðum tómötum

Fimmtudagur: Pasta með beikoni, sveppum og sólþurrkuðum tómötum

Heimsins besta Sloppy Joe

Föstudagur: Heimsins besta Sloppy Joe

Mjúk súkkulaðibitakaka með súkkulaðismjörkremi

Með helgarkaffinu: Mjúk súkkulaðibitakaka með súkkulaðismjörkremi

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP

Marmarakaka með súkkulaði og sítrónu

Marmarakaka með súkkulaði og sítrónu

Það er ekki óalgeng sjón hér á heimilinu að það standi kaka á eldhúsborðinu. Á virkum dögum passa ég upp á að láta skál með ávöxtum standa frammi og hef ísskápinn fullan af skyri og ab-mjólk sem strákarnir geti gripið í milli skóla og æfinga, en um helgar þykir mér notalegt að hafa köku á borðinu.

Marmarakaka með súkkulaði og sítrónu

Ef einhverjum vantar hugmynd að helgarbakstri þá mæli ég með þessari marmaraköku. Hún er frábrugðin hefðbundnum marmarakökum að því leiti að hún er með fersku sítrónubragði á móti súkkulaðinu. Kakan er sérlega góð og fer ljómandi vel með helgarkaffinu.

Marmarakaka með súkkulaði og sítrónu (uppskrift frá Hembakat)

 • 3 egg
 • 2 ½ dl sykur
 • 1 ½ tsk lyftiduft
 • 3 dl hveiti
 • 100 g smjör
 • 1 dl mjólk
 • 2 tsk vanillusykur
 • sítrónuhýði af einni sítrónu (passið að rífa léttilega þannig að hvíti hlutinn komi ekki með)
 • 1 ½ msk kakó

Yfir kökuna:

 • um 25 g suðusúkkulaði, brætt

Hitið ofninn í 180°. Hrærið egg og sykur saman þar til blandan er létt og ljós. Bætið hveiti og lyftidufti saman við. Bræðið smjörið og blandið því saman við mjólkina. Hrærið blöndunni saman við deigið, þar til það er orðið slétt.

Setjið helminginn af deiginu í aðra skál. Hrærið vanillusykri og rifnu sítrónuhýði saman við deigið í annarri skálinni og kakói saman við deigið í hinni skálinni.

Setjið ljósa deigið í smurt formkökuform (ca 1 ½ líter að stærð). Setjið súkkulaðideigið yfir og blandið varlega saman með gaffli. Bakið neðst í ofninum í 40-45 mínútur. Látið kökuna kólna í forminu. Skreytið með bræddu súkkulaði.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í
HAGKAUP

Uppáhalds kartöflugratínið

Uppáhalds kartöflugratíniðÉg eyddi langri helgi í bústað við Hreðavatn í dásemdar veðri og kom gjörsamlega endurnærð heim. Við gerðum lítið annað en að fara í göngur, slappa af í pottinum og borða. Ostar, rauðvín, hráskinka, pekanhjúpuð ostakúla (eru þið ekki örugglega búin að prófa hana? Ég býð upp á hana við hvert tækifæri sem gefst!), kaffiformkaka með súkkulaði, brauðið góða (gömul uppáhaldsuppskrift), heilgrillað lambalæri, bernaise sósa og alveg hreint æðislega gott kaftöflugratín var meðal þess sem stóð á borðum hjá okkur yfir helgina. Uppskriftin af kartöflugratíninu er sú sem ég nota orðið í hvert einasta skipti sem ég geri kartöflugratín og vekur alltaf lukku.

Uppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratínið

Kartöflugratín (Uppskrift úr The Pioneer Woman Cooks, Food From my Frontier)

 • ca 1 kg kartöflur
 • 2 msk mjúkt smjör
 • 1/4 bolli nýmjólk
 • 1 ½ bolli rjómi
 • 2 msk hveiti
 • 3 hvítlauksrif
 • 1 tsk salt
 • pipar úr kvörn
 • 1 bolli rifinn cheddar ostur
 • 2 vorlaukar, bara hvíti og ljósgræni hlutinn

Hitið ofninn í 200° og smyrjið eldfast mót með smjöri. Skerið kartöflurnar í teninga og setjið í smurt eldfasta mótið.  Blandið saman mjólk og rjóma í skál og bætið hveiti, pressuðum hvítlauk, salti og pipar saman við. Hrærið vel saman þar til blandan er kekkjalaus. Hellið rjómablöndunni yfir kartöflurnar og setjið álpappír yfir. Bakið í 30 mínútur, takið þá álpappírinn yfir og bakið áfram í 20 mínútur til viðbótar. Undir lokin er rifinn cheddarostur settur yfir og látinn bráðna síðustu mínúturnar í ofninum. Stráið þunnt skornum vorlauk yfir og berið fram heitt.

Uppáhalds kartöflugratínið

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Pizza með blómkálsbotni

Pizza með blómkálsbotni

Þá er enn ein helgin framundan og hjá mörgum sú síðasta af sumarfríinu. Grunnskólarnir byrja strax eftir helgi og því fer lífið hér á bæ að detta í rútínu aftur. Mér þykir ótrúlegt að strákarnir mínir séu að byrja í 9. bekk og Malín að hefja sitt þriðja menntaskólaár. Tíminn líður svo skelfilega hratt að það nær engri átt.

Pizza með blómkálsbotni

Helgin býður bæði upp á Reykjavíkurmaraþon og menningarnótt en ég sigli á móti straumnum og stefni út fyrir borgina. Það verður ljúft. Ostar, rauðvín og nautalund eru á helgarmatseðlinum og áður en ég held áfram leitinni að hinum fullkomna eftirrétti ætla ég að gefa ykkur uppskrift af heilsusamlegri föstudagspizzu. Ég bauð upp á hana hér heima um daginn og allir borðuðu með bestu lyst. Hefðbundnum hveitibotni er skipt út fyrir blómkálsbotn sem kemur skemmtilega á óvart og er bæði einfalt og gott.

Pizza með blómkálsbotni

Blómkálspizzabotn (uppskriftin gefur 2 þunna botna)

 • 250 g ferskur mozzarella, rifinn (2 stórar kúlur)
 • 1 blómkálshaus, meðalstór
 • 2 egg
 • 70 g parmesanostur, rifinn
 • salt og pipar

Hitið ofninn í 200°. Rífið mozzarella, blómkál og parmesanost og blandið saman við eggin. Saltið og piprið. Fletjið þunnt út á tvær ofnplötur og bakið í 20 mínútur. Takið botnana úr ofninum, setjið á álegg eftir smekk og látið síðan aftur í ofninn í 5 mínútur.

Pizza með blómkálsbotniPizza með blómkálsbotniPizza með blómkálsbotniPizza með blómkálsbotni

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Ofnbakað kjúklingashawarma

Ofnbakað kjúklingashawarma

Ef einhverjum vantar hugmynd að góðum kvöldverði þá er ég með frábæra tillögu, nefnilega þetta dásamlega ofnbakaða kjúklingashawarma. Ég hef varla getað hætt að hugsa um hvað þetta var gott!

Ofnbakað kjúklingashawarma

Shawarma getur kannski hljómað sem flókinn og jafnvel vesenismatur sem maður fær sér bara erlendis en þessi uppskrift er svo einföld að það hálfa væri nóg. Kjúklingurinn er einfaldlega látinn marinerast og er svo bara settur í ofninn. Á meðan er meðlætið skorið niður og áður en maður veit af er allt klárt. Ferskt og súpergott!

Ofnbakað kjúklingashawarma

Ofnbakað kjúklingashawarma

 • safi úr 2 sítrónum
 • 1/2 bolli ólífuolía
 • 5 hvítlauksrif, pressuð
 • 1 tsk gróft salt
 • 2 tsk nýmalaður svartur pipar
 • 2 tsk kumin (ath. ekki kúmen)
 • 2 tsk paprikukrydd
 • 1/2 tsk túrmerik
 • smá kanil
 • rauðar piparflögur eftir smekk
 • 900 g úrbeinuð kjúklingalæri eða -bringur
 • 1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn í fernt
 • 2 msk hökkuð fersk steinselja

Blandið saman sítrónusafa, ólífuolíu, hvítlauk, salti, pipar, kumin, papriku, túrmerik, kanil og rauðum piparflögum í stórri skál og hrærið vel saman. Bætið kjúklingnum í skálina og látið marinerast í ísskáp í amk 1 klukkustund eða alveg upp í 12 klukkutíma.

Hitið ofninn í 200° og smyrjið bökunarplötu með smá ólífuolíu. Bætið rauðlauknum saman við marineraða kjúklinginn og blandið vel saman. Setjið kjúklinginn og rauðlaukinn á bökunarplötuna og setjið í ofninní 30-40 mínútur. Kjúklingurinn á að vera stökkur að utan og eldaður í gegn. Takið úr ofninum og látið standa í 2 mínútur áður en kjúklingurinn er skorinn í bita. Setjið kjúklinginn í skál eða á fat og stráið hakkaðri steinselju yfir. Berið fram með tómötum, gúrku, pítubrauði, káli, fetaosti, ólífum, hrísgrjónum, pítusósu… möguleikarnir eru endalausir!

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Vikumatseðill

Vikumatseðill

Pinterest síða Ljúfmetis hefur fengið litla ást og umhyggju frá mér undanfarin misseri. Það bara fór þannig alveg óvart, eins og ég hafi gleymt henni. Í vikunni bætti ég upp fyrir sinnuleysið þegar ég sat heilt kvöld, fór yfir allar bloggfærslur þrjú ár aftur í tímann og flutti uppskriftirnar yfir. Núna ættu því flest allar uppskriftirnar að finnast á Pinterest síðunni.

Vikumatseðill

Á meðan ég sat yfir þessu og fletti í gegnum hverja bloggfærslunna á fætur annarri varð ég svo glöð yfir að eiga svona mikið af minningum skrásettar. Myndir frá ferðalögum, sögur af hversdagsleikanum og prjónaverkefni eru fáein dæmi. Og að því sögðu má ég til með að setja inn nýjasta prjónaverkefnið sem var sængurgjöf til sonar vinkonu minnar, húfa (uppskriftin er hér) og sokkar. Prjónaandinn virðist helst koma yfir mig á þessum árstíma og nú er ég komin með nýtt verkefni á prjónana, lopapeysu sem Malín bað mig að prjóna handa sér. Ég hef svo gaman af þessu að ég fór í gær og keypti uppskrift að annarri peysu, sem ég ætla að prjóna handa mér. Nú er bara að sjá hvenær ég næ að klára þetta allt.

Vikumatseðill

Mexíkófiskur

Mánudagur: Mexíkófiskur

Parmesanbuff í rjómasósu

Þriðjudagur: Parmesanbuff í rjómasósu

Mögulega besta tómatsúpa í heimi!

Miðvikudagur: Mögulega besta tómatsúpa í heimi

Pylsupottréttur

Fimmtudagur: Pylsupottréttur með beikoni og sweet chili rjómasósu

Steiktar quesadillas með kjúklingi

Föstudagur: Steiktar quesadillas með kjúklingi

Extra mjúkir og loftkenndir kanilsnúðar

Með helgarkaffinu: Extra mjúkir kanilsnúðar

Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í

HAGKAUP