Vikumatseðill

Það styttist í mánaðarmót og þar sem stundum vill vera minna í veskinu í janúar en aðra mánuði tók ég saman vikumatseðil sem er í ódýrari kantinum. Það getur líka verið ágætt að taka smá sparnaðarvikur inn á milli. Þessir réttir eiga það allir sameiginlegt að vera með hráefnalista í styttri kantinum og vera sérlega vinsælir hjá yngri kynslóðinni. Ég veit að tómatsúpan er vinsæl á mörgum heimilum og ef þú átt eftir að smakka hana þá mæli ég svo sannarlega með að láta verða af því.

Vikumatseðill

Mánudagur: Steiktur fiskur í ofni

Þriðjudagur: Spaghetti með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu

Miðvikudagur: Mögulega besta tómatsúpa í heimi

Fimmtudagur: Pylsupottréttur með beikoni og sweet chili rjómasósu

Föstudagur: Kjúklinga- og spínatquesadillas

Með helgarkaffinu: Silvíukaka

 

Vikumatseðill

Ég eyddi nánast öllum gærdeginum hér heima í að þrífa og þvo þvott eftir að hafa hvorugu sinnt síðan ég kom heim á mánudeginum. Það var því heldur betur tímabært að taka til hendinni. Eftir að hafa þrifið og tæmt þvottakörfurnar dreif ég mig í vikuinnkaup og kom svo við á Serrano og keypti kvöldmat. Ég er því búin að versla inn fyrir komandi viku (elska að hafa ísskápinn fullan!) en hér kemur þó hugmynd að vikumatseðli ef einhver er í þeim pælingunum í dag.

Vikumatseðill

Mánudagur: Ítalskur lax með fetaostasósu

Þriðjudagur: Baka með sætri kartöflu, spínati og fetaosti

Miðvikudagur: Rjómalöguð kjúklingasúpa

Fimmtudagur: Himneskar kjötbollur í möffinsformi

Föstudagur: Spaghetti Cacio E Pepe

Með helgarkaffinu: Skinkuhorn og hvítlaukssósa

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Vikumatseðill

 Eftir desembermánuð, með öllum sínum veisluhöldum og veislumat, tek ég hversdagsleikanum fagnandi með sinni rútínu og vikumatseðli. 

Vikumatseðill

Mánudagur: Smjörsteiktur þorskur

Þriðjudagur: Quiche Lorraine

Miðvikudagur: Nautahakks- og makkarónupanna

Fimmtudagur: Blómkálssúpa með sveppaosti og sweet chili

Föstudagur: Carnitas

Með helgarkaffinu: Sænskar pönnukökur

 

SaveSave

Vikumatseðill

Ég hef varla farið út fyrir húsins dyr yfir helgina heldur dundað mér hér heima við. Stundum er bara nauðsynlegt að gera ekkert. Ég ætlaði að elda eitthvað gott handa okkur í gærkvöldi en letin tók yfirhöndina og það endaði á að við sóttum mat á Austur Indíafélagið og opnuðum rauðvínsflösku. Svo gott!

Það var heilmikið fjör hjá okkur yfir leiknum á föstudagskvöldinu og ég fer ekki af því að það er enginn sem kemst með tærnar þar sem mamma mín hefur hælana þegar kemur að stemningu yfir leikjum. Hún heldur uppi fjörinu og er ómissandi félagsskapur þegar landsliðin eru að keppa (við fylgjumst með handbolta og fótbolta). Við endurtökum fjörið annað kvöld og mamma tilkynnti strax, í sæluvímu eftir sigurinn á föstudagskvöldinu, að hún ætlar mæta með brauðtertu og bjór til að hafa yfir leiknum á mánudaginn. Hún kann þetta hún mamma! Ég sting upp á að þið gerið það sama og set brauðtertu beint á matseðilinn á mánudagskvöldinu. Áfram Ísland!!!

Mánudagur: Brauðterta með kjúklingi og beikoni

Þriðjudagur: Lax með mango chutney og pistasíuhnetum

Miðvikudagur: Kjötbollur í möffinsformi

Fimmtudagur: Tælenskt kjúklingapasta frá Claifornie Pizza Kitchen

Föstudagur: Kjúklingur með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósu

Með helgarkaffinu: Mjúk amerísk súkkulaðikaka

 

Vikumatseðill

Nú þegar sumarið er að syngja sitt síðasta og haustrútínan að hefjast þykir mér upplagt að setja inn tillögu að vikumatseðli. Ég fór yfir bæði ísskápinn og frystinn hjá mér áðan og planaði vikuna út frá því sem var til þar. Á eftir ætla ég síðan að gera vikuinnkaupin. Ég veitt fátt betra en þegar búið er að fylla vel á ísskápinn og það er til nægur matur fyrir vikuna. Það er svo mikill lúxus að geta bara brunað beint heim eftir vinnu, sérstaklega þar sem ég er yfirleitt að skutla og sækja á æfingar seinni partana. Það yrði ansi mikið span að þurfa líka að versla inn þá!

Mánudagur: Mexíkófiskur

Þriðjudagur: Gúllassúpa með nautahakki

Miðvikudagur: Quiche Lorraine

Fimmtudagur: Pulsu- og makkarónuskúffa

Föstudagur: Kjúklingaborgari með extra allt!

Með helgarkaffinu: Sítrónukaka með kókos

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Vikumatseðill

Þar sem það er aftur frídagur á morgunn má segja að þessi sunnudagur sé hálfgerður laugardagur. Ég er svo ánægð með að fá þrjá frídaga í röð núna og hef notið þess að sofa út síðustu tvo morgna. Ekki nóg með það heldur gerðist það seinni partinn í gær, eftir Ikea ferð og stórinnkaup í matvörubúðinni, að ég lagði mig í sófann og steinsofnaði í tæpa tvo tíma. Hversu notalegt!

Ég fékk um daginn fyrirspurn frá lesanda um hvort ég gæti gefið hugmyndir af grænmetisréttum og ákvað í kjölfarið að vera með græna þriðjudaga hér á blogginu í maí. Það munu því koma nýjar grænmetisuppskriftir hingað inn næstu fimm þriðjudaga. Sjálf hef ég reynt að vera með einn kjötlausann dag í viku en einhverra hluta vegna hafa þessar uppskriftir ekki skilað sér nógu vel hingað inn. Ef það eru fleiri óskir um það þið viljið sjá meira af hér á blogginu þá tek ég fagnandi á móti þeim. Það er bara gaman að fá slíkar ábendingar!

Vikumatseðill

Mánudagur: Ítalskur lax með fetaosti

Þriðjudagur: Brokkólí- og sveppabaka

Miðvikudagur: Kálbúðingur

Fimmtudagur: Rjómalöguð kjúklingasúpa

Föstudagur: Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Með helgarkaffinu: Silvíukaka

Vikumatseðill

Þá var aftur kominn sunnudagur og tímabært að skipuleggja næstu viku. Ég fór á fleygiferð um bæinn í gær þar sem það vantaði orðið eitt og annað, eins og nýtt lak á rúmið okkar, fótboltasokka á Gunnar og nestisboxin í Ikea (þið vitið, þessi úr glerinu sem eru svo góð). Ég endaði ferðina síðan á stórum vikuinnkaupum. Þegar ég vaknaði í morgun og leit út um gluggan var ég svo fegin að hafa klárað allt í gær, því nú þarf ég ekki að fara út úr húsi í dag. Sumar í gær, vetur í dag. Vonandi kemur vor á morgun!

Vikumatseðill

Mánudagur: Fiskur í okkar sósu

Þriðjudagur: Quiche Lorraine

Miðvikudagur: Kjötbollur í möffinsformi

Fimmtudagur: Pasta með salami og blaðlauki

Föstudagur: Satay kjúklingasalat

Með helgarkaffinu: Sítrónuformkaka

Vikumatseðill

Það er svo dásamlegt að koma fram á morgnanna þessa dagana og mæta dagsbirtunni sem skín inn um gluggana. Þegar ég kom fram í morgun skein sólin inn og helgarblómin sem voru keypt á föstudaginn stóðu svo fallega í birtunni að ég mátti til með að smella af mynd.

Vikumatseðill

Mánudagur: Brasilískur fiskréttur

Þriðjudagur: Salamibaka með fetaosti

Miðvikudagur: Nautahakks- og makkarónupanna

Fimmtudagur: Þunnbrauðsvefja með pulsu og kartöflumús

Föstudagur: Indverskur Butter Chicken

Með helgarkaffinu: Marmarakaka með súkkulaði og sítrónu

Vikumatseðill

Vikumatseðill

Á morgun er bolludagur og eflaust margir sem taka forskot á daginn og baka bollur til að eiga með kaffinu í dag. Ég setti inn uppskrift af vatnsdeigsbollum fyrr í vikunni og fékk svo margar æðislegar tillögur af fyllingum á Facebook í kjölfarið að ég má til með að benda ykkur á að kíkja þangað.  Ég hef ekki getað hætt að hugsa um kókosbollu- og jarðaberjafyllinguna eða að fylla bolluna með Baileys frómas og rjóma og setja síðan karmellusósu ofan á… það hlýtur að vera himneskt. Að setja marsípan og rjóma á milli verð ég líka að prófa sem og Royal karamellubúðing sem ég veit að á eftir að slá í gegn hjá strákunum mínum. Það var svo mikið af góðum hugmyndum sem komu fram þarna að ég verð eflaust borðandi bollur fram yfir páska því mig langar að smakka þær flestar. Ég mæli með að kíkja á þetta!

Vikumatseðill

Ofnbakaðar kjötbollur

Mánudagur: Ofnbakaðar kjötbollur

Fiskur með eggjasósu og beikoni

Þriðjudagur: Fiskur með beikoni og eggjasósu

Ofnbökuð svínalund með rótargrænmeti - allt í einni skúffu!

Miðvikudagur: Ofnbökuð svínalund með rótargrænmeti

Tælensk núðlusúpa með kjúklingi og sætum kartöflum

Fimmtudagur: Tælensk núðlusúpa með kjúklingi og sætum kartöflum

Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Föstudagur: Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Snickersbitar

Með helgarkaffinu: Snickersbitar

Vikumatseðill

VikumatseðillValentínusarblómin hafa staðið falleg alla vikuna og glatt mig á hverjum degi. Nýtt ljós sem sést glitta í yfir borðstofuborðinu gleður mig líka, enda hefur það staðið lengi á óskalistanum. Þau ljósakaup áttu eftir að vinda verulega upp á sig, sem varð til þess að það tók nánast vikuna að koma því upp. Eftir að við keyptum ljósið fannst okkur nefnilega ekki hægt að setja það upp án þess að renna málningu yfir loftið. Síðan ákváðum við að setja dimmer á ljósið. Það þurfti því að bíða þar til verslanir opnuðu daginn eftir til að kaupa það sem þurfti fyrir dimmerinn. Þá datt okkur í hug að skipta líka vinnuljósinu út í eldhúsinu, þannig að það var aftur farið af stað. Þetta reyndist því fimm daga verkefni í það heila. En núna er ljósið komið upp og það er bara svo fallegt að það nær engri átt. Ég skal mynda það fljótlega og sýna ykkur betur. Mig grunar nefnilega að margir sem kíkja hingað inn í dag séu að bíða eftir vikumatseðlinum!

Vikumatseðill

Gratíneraður fiskur með púrrlauk og blómkáli

Mánudagur: Gratineraður fiskur með púrrulauk og blómkáli

Grænmetisréttur með kínoa og sætum kartöflumGló-brauðið sívinsæla

Þriðjudagur: Grænmetisréttur með kínóa og sætum kartöflum og Gló-brauðið sívinsæla

Kjúklingasúpa með tómötum, karrý og epli

Miðvikudagur: Kjúklingasúpa með tómötum, karrý og epli

Hakk og spaghettí

Fimmtudagur: Hakk og spaghetti

Kjúklinganaggar

Föstudagur: Kjúklinganaggar

Mjúk súkkulaðikaka með vanillukremi og kókos

 

Með helgarkaffinu: Mjúk súkkulaðikaka með vanillukremi og kókos